Ferðaþjónustan svínar á starfsfólki sínu Sveinn Arnarsson skrifar 29. september 2015 07:00 Björn Snæbjörnsson, formaður einingar iðju Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki að mati Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar-Iðju á Akureyri. Tugir mála hafa komið inn á borð stéttarfélagsins í sumar þar sem starfsfólki í ferðaþjónustu er greitt minna en kveðið er á um í kjarasamningum. Björn skrifar harðorða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann telur ferðaþjónustuna taktlausa hvað þetta varðar. „Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru sem er í eigu fólksins í landinu og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks,“ segir í greininni.„Við leggjum mikið upp úr því að fyrirtæki innan okkar samtaka virði gerða kjarasamninga og þekkjum ekki dæmi um að brotið sé á starfsfólki innan okkar raða,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru hins vegar mörg hér á landi og er ólíðandi ef einhver þeirra virða ekki gildandi kjarasamninga. Þá er varhugavert er að alhæfa um að slíkt viðgangist almennt í greininni.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFBjörn segir tugi mála hafa komið inn á borð til sín þar sem reglur um yfirvinnugreiðslur eru brotnar. „Það eru margir í þessum geira sem hreinlega vita ekki að þeir eru að brjóta á starfsfólki sínu en aðrir eru vísvitandi að brjóta á sínu fólki, það er bara eins og gengur og gerist,“ segir Björn. „Ég hef heyrt í mörgum vinnuveitendum, sem hafa allt á hreinu, sem eru orðnir langþreyttir á að samkeppnisaðilar þeirra á markaði brjóti á sínu fólki. Því þetta skekkir einnig samkeppnisstöðuna ef sumir greiða undir taxta.“ Ferðaþjónustan hefur verið í miklum vexti og Eining-Iðja hefur þurft að hafa afskipti af fjölda mála. „Við sendum út auglýsingar og bæklinga til starfsfólks hvernig launaseðlarnir þeirra eiga að líta út og það hefur haft góð áhrif og okkur hefur borist fjöldi fyrirspurna í kjölfarið. Einnig verður starfsfólk að vera duglegra að lesa launaseðla sína og vera vakandi.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki að mati Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar-Iðju á Akureyri. Tugir mála hafa komið inn á borð stéttarfélagsins í sumar þar sem starfsfólki í ferðaþjónustu er greitt minna en kveðið er á um í kjarasamningum. Björn skrifar harðorða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann telur ferðaþjónustuna taktlausa hvað þetta varðar. „Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru sem er í eigu fólksins í landinu og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks,“ segir í greininni.„Við leggjum mikið upp úr því að fyrirtæki innan okkar samtaka virði gerða kjarasamninga og þekkjum ekki dæmi um að brotið sé á starfsfólki innan okkar raða,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru hins vegar mörg hér á landi og er ólíðandi ef einhver þeirra virða ekki gildandi kjarasamninga. Þá er varhugavert er að alhæfa um að slíkt viðgangist almennt í greininni.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFBjörn segir tugi mála hafa komið inn á borð til sín þar sem reglur um yfirvinnugreiðslur eru brotnar. „Það eru margir í þessum geira sem hreinlega vita ekki að þeir eru að brjóta á starfsfólki sínu en aðrir eru vísvitandi að brjóta á sínu fólki, það er bara eins og gengur og gerist,“ segir Björn. „Ég hef heyrt í mörgum vinnuveitendum, sem hafa allt á hreinu, sem eru orðnir langþreyttir á að samkeppnisaðilar þeirra á markaði brjóti á sínu fólki. Því þetta skekkir einnig samkeppnisstöðuna ef sumir greiða undir taxta.“ Ferðaþjónustan hefur verið í miklum vexti og Eining-Iðja hefur þurft að hafa afskipti af fjölda mála. „Við sendum út auglýsingar og bæklinga til starfsfólks hvernig launaseðlarnir þeirra eiga að líta út og það hefur haft góð áhrif og okkur hefur borist fjöldi fyrirspurna í kjölfarið. Einnig verður starfsfólk að vera duglegra að lesa launaseðla sína og vera vakandi.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira