Viðskipti erlent

Þetta er ríkasta fólk Bandaríkjanna

Sæunn Gísladóttir skrifar
Bill Gates er ennþá ríkasti maður Bandaríkjanna.
Bill Gates er ennþá ríkasti maður Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Forbes birti nýverið árlegan lista sinn Forbes 400, yfir ríkustu 400 Bandaríkjamennina. Það má lesa úr listanum yfir þá 10 ríkustu að það borgar sig að vera frumkvöðull í tæknigeiranum. Enga konu er að finna á top 10 listanum. Þrjár komast á top 20 listann, það eru Alice Walton, dóttir Sam Walkton stofnanda Walmart, metin á 32 milljarða dollara, Christy Walton, tengdadóttir stofnanda Walmart, metin á 30,2 milljarða dollara og Jacqueline Mars, einn þriggja eigenda sælgætisverksmiðjunnar Mars, metin á 23,4 milljarða dollara.

Þetta eru 10 ríkustu Bandaríkjamennirnir.

  1. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er metinn á 76 milljarða dollara.
  2. Warren Buffett, fjárfestir, er metinn á 62 milljarða dollara
  3. Larry Ellison, forstjóri og stofnandi Oracle, er metinn á 47,5 milljarða dollara.
  4. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er metinn á 47 milljarða dollara. Fyrirtækið skilaði í fyrsta sinn hagnaði á síðasta ári.
  5. Charles Koch, framkvæmdastjóri Koch Industries og einn aðalstyrktaraðila repúblíkana, er metinn á 41 milljarð dollara
  6. David Koch, bróðir Charles og aðstoðarforstjóri Koch Industries, er einnig metinn á 41 milljarð dollara
  7. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er metinn á 40,3 milljarða dollara
  8. Michael Bloomberg, fyrrum borgarstjóri New York og forstjóri Bloomberg fjölmiðlafyrirtækisins, er metinn á 38,6 milljarða dollara
  9. Jim Walton, sonur stofnanda Walmart, er metinn á 33,7 milljarða dollara
  10. Larry Page, stofnandi Google, er metinn á 33,3 milljarða dollara


Hér má skoða listann í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×