Ford Mustang söluhæsti sportbíll heims Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2015 09:51 Ford Mustang. Á fyrri helmingi þessa árs hefur enginn sportbíll í heiminum selst betur en Ford Mustang, sem nýlega kom af nýrri kynslóð. Bílnum hefur verið ákaflega vel tekið og hefur hann selst í 76.124 eintökum á þessum 6 mánuðum. Nemur söluaukningin á Mustang 56% frá fyrra ári. Í fyrsta skipti í 50 ára framleiðslu Mustang verður bíllinn nú framleiddur með stýrið hægra megin fyrir þau lönd sem aka á vinstri vegarhelmingi. Ford hefur ekki ennþá afgreitt þá bíla sem eru með stýrið hægra megin en fjölmargar pantanir eru komnar í þá bíla, meðal annars 2.000 bílar til Bretlands, næstum 3.000 bílar til Ástralíu og 400 til Nýja Sjálands. Salan á þessum bílum bætist á síðustu mánuðum ársins við sölu bíla með stýrið vinstra megin svo búast má við enn meiri aukningu á seinni helmingi ársins. Ford Mustang selst miklu meira en helsti keppinautur hans, Chevrolet Camaro, en hafa verður í huga að núverandi Camaro er farinn að eldast og hlutir gætu breyst hratt með nýrri kynslóð hans. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent
Á fyrri helmingi þessa árs hefur enginn sportbíll í heiminum selst betur en Ford Mustang, sem nýlega kom af nýrri kynslóð. Bílnum hefur verið ákaflega vel tekið og hefur hann selst í 76.124 eintökum á þessum 6 mánuðum. Nemur söluaukningin á Mustang 56% frá fyrra ári. Í fyrsta skipti í 50 ára framleiðslu Mustang verður bíllinn nú framleiddur með stýrið hægra megin fyrir þau lönd sem aka á vinstri vegarhelmingi. Ford hefur ekki ennþá afgreitt þá bíla sem eru með stýrið hægra megin en fjölmargar pantanir eru komnar í þá bíla, meðal annars 2.000 bílar til Bretlands, næstum 3.000 bílar til Ástralíu og 400 til Nýja Sjálands. Salan á þessum bílum bætist á síðustu mánuðum ársins við sölu bíla með stýrið vinstra megin svo búast má við enn meiri aukningu á seinni helmingi ársins. Ford Mustang selst miklu meira en helsti keppinautur hans, Chevrolet Camaro, en hafa verður í huga að núverandi Camaro er farinn að eldast og hlutir gætu breyst hratt með nýrri kynslóð hans.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent