Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 15:30 Haukur Helgi í baráttunni gegn Spánverjum í gær. Vísir/Valli Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa fengið frábæran stuðning á Evrópumótinu í Berlín. Íslenska liðið hefur kannski tapað öllum fjórum leikjum sínum en stuðningurinn úr stúkunni hefur verið magnaður ekki síst eftir leik þegar sungið er fyrir íslensku strákana þrátt fyrir töp. „Við verðum að vinna einn leik fyrir áhorfendurna okkar," sagði Haukur Helgi Pálsson um markmið dagsins þegar íslenska landsliðið mætir Tyrkjum í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Berlín. Hvar ætla strákarnir að finna orkuna fyrir fimmta leikinn á aðeins sex dögum? „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að finna orkuna í sjálfum okkur og hjá liðsfélögunum og stuðningsmönnum," sagði Haukur. Stúkan hefur verið fagurblá og syngjandi nær allan tímann í síðustu leikjum. „Þetta er bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira. Þau gefa manni klárlega orku. Hvert klapp gefur manni eitthvað auka," sagði Haukur. Haukur var ekki ánægður með sumar villurnar sem hann var að fá í leiknum í gær. „Ég lenti í smá villuvandræðum í gær en veit ekki af hverju. Hvort það hafi verið af því að við erum litla Ísland og þeir Spánn. Mér fannst svolítið verið að gefa þeim það sem þeir vildu," sagði Haukur. Haukur þrjá þrista í þriðja leikhlutanum og endaði leikinn næststigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. „Ég hitti ágætlega í þriðja leikhlutanum og koma mér þá í gang. Það var fínt," sagði Haukur sem hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í umræddum þriðja leikhluta. „Klakarnir eru búnir að virka hingað til og ég verð bara að halda áfram að kæla mig niður," sagði Haukur að lokum en hann var þá með klakapoka á báðum hnjám og öðrum lærinu. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa fengið frábæran stuðning á Evrópumótinu í Berlín. Íslenska liðið hefur kannski tapað öllum fjórum leikjum sínum en stuðningurinn úr stúkunni hefur verið magnaður ekki síst eftir leik þegar sungið er fyrir íslensku strákana þrátt fyrir töp. „Við verðum að vinna einn leik fyrir áhorfendurna okkar," sagði Haukur Helgi Pálsson um markmið dagsins þegar íslenska landsliðið mætir Tyrkjum í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Berlín. Hvar ætla strákarnir að finna orkuna fyrir fimmta leikinn á aðeins sex dögum? „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að finna orkuna í sjálfum okkur og hjá liðsfélögunum og stuðningsmönnum," sagði Haukur. Stúkan hefur verið fagurblá og syngjandi nær allan tímann í síðustu leikjum. „Þetta er bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira. Þau gefa manni klárlega orku. Hvert klapp gefur manni eitthvað auka," sagði Haukur. Haukur var ekki ánægður með sumar villurnar sem hann var að fá í leiknum í gær. „Ég lenti í smá villuvandræðum í gær en veit ekki af hverju. Hvort það hafi verið af því að við erum litla Ísland og þeir Spánn. Mér fannst svolítið verið að gefa þeim það sem þeir vildu," sagði Haukur. Haukur þrjá þrista í þriðja leikhlutanum og endaði leikinn næststigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. „Ég hitti ágætlega í þriðja leikhlutanum og koma mér þá í gang. Það var fínt," sagði Haukur sem hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í umræddum þriðja leikhluta. „Klakarnir eru búnir að virka hingað til og ég verð bara að halda áfram að kæla mig niður," sagði Haukur að lokum en hann var þá með klakapoka á báðum hnjám og öðrum lærinu.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Sjá meira
Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00
Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30
Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00