Logi: Ég tróð mér inná í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 22:22 Logi Gunnarsson fagnar hér jöfnunarkörfunni sinni. Vísir/Valli Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. Logi Gunnarsson tryggði meðal annars íslenska liðinu framlengingu með frábæru skoti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. „Ég tróð mér eiginlega inn á völlinn. Ég togaði í þjálfarana og sagði: Þurfið þið ekki að hafa einn í viðbót sem getur skotið þriggja stiga. Þeir sögð: Jú, jú, komdu, komdu," sagði Logi hlæjandi eftir leikinn. „Ég tróð mér þarna inn og svo fékk ég skot og setti það. Það er svo sem ekkert annað en að gera en að setja þessi skot ofan í þegar maður fær þau," sagði Logi. „Það er magnað að vera í framlengingu á móti svona sterku liði sem er búið að vera í úrslitum á HM. Það er ótrúlegt hjá okkur að vera í leik á móti þeim og geta unnið hann. Þeir voru síðan bara of góðir í lokin. Þeir eru með þessa stærð og orkan var kannski farin hjá okkur að geta barist við þá," sagði Logi. „Við börðumst við þá í 41 mínútu en svo var þetta bara of erfitt," sagði Logi. Logi og Jakob komu saman með 38 stig af bekknum og sá til þess að íslenski bekkurinn vann þann tyrkneska 44-33. „Við höfum verið byrjunarliðsmenn í þessu liði í mörg ár og tökum því bara þegar við komum inná og reynum að hjálpa liðinu eins og við getum. Við höfum gert það alltaf og gerðum það í dag," sagði Logi. Logi hefur spilað marga rosalega leiki á ferlinum en í hvaða sæti er þessi leikur hjá honum? „Þessi er ábyggilega í topp þremur á ferlinum. Þess vegna vildi maður vilja vinna hann en svona er þetta," sagði Logi sem gat ekki falið þreytuna eftir fimmta leikinn á sex dögum. „Núna fer ég og hvíli mig aðeins enda laskaður. Ætli ég hvíli mig ekki tvær til þrjár vikur enda þarf ég að ná mér af meiðslum og svona," sagði Logi sem vill ekki gefa neitt strax út um framhaldið. „Ég ætla að bíða og sjá hvaða lið fara með okkur í undankeppnina næst. Þetta er svo gaman að mig langar að prófa þetta aftur. Ég held að ég sé ekkert hættur alveg strax," sagði Logi að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Sjá meira
Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. Logi Gunnarsson tryggði meðal annars íslenska liðinu framlengingu með frábæru skoti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. „Ég tróð mér eiginlega inn á völlinn. Ég togaði í þjálfarana og sagði: Þurfið þið ekki að hafa einn í viðbót sem getur skotið þriggja stiga. Þeir sögð: Jú, jú, komdu, komdu," sagði Logi hlæjandi eftir leikinn. „Ég tróð mér þarna inn og svo fékk ég skot og setti það. Það er svo sem ekkert annað en að gera en að setja þessi skot ofan í þegar maður fær þau," sagði Logi. „Það er magnað að vera í framlengingu á móti svona sterku liði sem er búið að vera í úrslitum á HM. Það er ótrúlegt hjá okkur að vera í leik á móti þeim og geta unnið hann. Þeir voru síðan bara of góðir í lokin. Þeir eru með þessa stærð og orkan var kannski farin hjá okkur að geta barist við þá," sagði Logi. „Við börðumst við þá í 41 mínútu en svo var þetta bara of erfitt," sagði Logi. Logi og Jakob komu saman með 38 stig af bekknum og sá til þess að íslenski bekkurinn vann þann tyrkneska 44-33. „Við höfum verið byrjunarliðsmenn í þessu liði í mörg ár og tökum því bara þegar við komum inná og reynum að hjálpa liðinu eins og við getum. Við höfum gert það alltaf og gerðum það í dag," sagði Logi. Logi hefur spilað marga rosalega leiki á ferlinum en í hvaða sæti er þessi leikur hjá honum? „Þessi er ábyggilega í topp þremur á ferlinum. Þess vegna vildi maður vilja vinna hann en svona er þetta," sagði Logi sem gat ekki falið þreytuna eftir fimmta leikinn á sex dögum. „Núna fer ég og hvíli mig aðeins enda laskaður. Ætli ég hvíli mig ekki tvær til þrjár vikur enda þarf ég að ná mér af meiðslum og svona," sagði Logi sem vill ekki gefa neitt strax út um framhaldið. „Ég ætla að bíða og sjá hvaða lið fara með okkur í undankeppnina næst. Þetta er svo gaman að mig langar að prófa þetta aftur. Ég held að ég sé ekkert hættur alveg strax," sagði Logi að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00