Carla Bruni til liðs við Ford Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2015 14:19 Carla Bruni. Bílaframleiðandinn Ford hefur fengið fyrrum forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, til að leika í auglýsingamyndbandi fyrir Ford bíla. Með þessu vill Ford komast nær hjarta fransmanna og færast með því á heimavöll samkeppnisaðilanna Renault og Peugeot-Citroën. Ford viðurkennir að fyrirtækið taki með þessu vissa áhættu þar sem Carla Bruni hafi verið eiginkona afar hægri sinnaðs forseta sem í valdatíð sinni á árunum 2007 til 2012 hafi verið kallaður “president bling bling” vegna óhóflegar sýniþarfar. Hinsvegar hafi Ford þótt Carla Bruni afar heppilegur kostur vegna fjölhæfni hennar sem fyrirsætu og síðar söngkonu og leikkonu og enn síðar sem forsetafrú. Ford er ekki með mikla markaðshlutdeild í Frakklandi og hyggst breyta því. Sala Ford þar nemur nú 4,3% af heildarbílamarkaðnum en sala Peugeot-Citroën er 30% og Renault 26%. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent
Bílaframleiðandinn Ford hefur fengið fyrrum forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, til að leika í auglýsingamyndbandi fyrir Ford bíla. Með þessu vill Ford komast nær hjarta fransmanna og færast með því á heimavöll samkeppnisaðilanna Renault og Peugeot-Citroën. Ford viðurkennir að fyrirtækið taki með þessu vissa áhættu þar sem Carla Bruni hafi verið eiginkona afar hægri sinnaðs forseta sem í valdatíð sinni á árunum 2007 til 2012 hafi verið kallaður “president bling bling” vegna óhóflegar sýniþarfar. Hinsvegar hafi Ford þótt Carla Bruni afar heppilegur kostur vegna fjölhæfni hennar sem fyrirsætu og síðar söngkonu og leikkonu og enn síðar sem forsetafrú. Ford er ekki með mikla markaðshlutdeild í Frakklandi og hyggst breyta því. Sala Ford þar nemur nú 4,3% af heildarbílamarkaðnum en sala Peugeot-Citroën er 30% og Renault 26%.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent