Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Leiknir - Fjölnir 2-3 | Fjölnir stal stigunum þremur Stefán Árni Pálsson á Leiknisvelli skrifar 13. september 2015 00:01 Það var hart barist á Leiknisvelli í dag. Vísir/Pjetur Fjölnir vann ótrúlegan sigur á Leikni í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn fór 3-2 fyrir gestina og skoraði Kennie Chopart sigurmarkið á lokasekúndum leiksins.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á Fjölnisvöll í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að allt var undir hjá Leiknismönnum sem börðust eins og ljón. Það voru aftur á móti Fjölnismenn sem gerðu fyrsta mark leiksins þegar Guðmundur Karl Guðmundsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig eftir um korters leik. Leiknismenn svöruðu markinu fullkomlega og gáfust alls ekki upp. Það var drengur á vellinum sem heitir Hilmar Árni Halldórsson og hann ætlaði sér ekki að tapa leiknum. Rétt eftir mark Fjölnis skaut hann boltanum í þverslána, stuttu eftir það jafnaði hann metin fyrir Leikni og nánast í næstu sókn eftir markið lagði hann upp fallegt mark hjá Kristjáni Páli Jónssyni. Allt í einu var staðan 2-1 fyrir Leikni. Lítið gerðist út fyrri hálfleikinn og var staðan 2-1 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og lítið gerðist fyrstu mínútur hálfleiksins. Leiknismenn ætluðu heldur betur að halda fengnum hlut og féllu alltof mikið til baka. Fjölnismenn unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og jöfnunarmarkið lág í loftinu. Guðmundur Karl Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin með fínu skoti á 83. mínútu leiksins. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi fara jafnt en Kennie Chopart var á öðru máli og skoraði hann sigurmarkið á 94. mínútu leiksins og Leiknismenn að fá á sig enn eitt markið í uppbótartíma. Magnað alveg hreint og liðið fellur einfaldlega ef leikmenn Leiknis geta ekki haldið einbeitingu í 95 mínútur, svo einfalt er það. Niðurstaðan 3-2 sigur Fjölnis. Fjölnismenn fagna hér marki.Vísir/PjeturGuðmundur Karl: Loksins náðum við í þrjú stig „Það er bara glæsilegt að hafa landað þessum þremur stigum hér í dag,“ segir Guðmundur Karl Guðmundsson, eftir leikinn. „Það gerist heldur ekkert betra en að skorar sigurmarkið á lokamínútunni.“ Fjölnismenn skoruðu fyrsta mark leiksins en eftir það fengu þeir tvö mörk beint í andlitið. „Þeir komu bara sterkir til baka og við áttum í erfileikum með þá. Mér fannst við samt betri í seinni hálfleik og náðum að leysa þeirra leik vel.“ Guðmundur var ánægður með mörkin sín tvö í kvöld. „Mér líður alltaf vel á þessum velli, það er gaman að koma hingað og við mættum bara frábæru Leiknisliði.“ Hann segir að þessi þrjú stig hafi verið gríðarlega mikilvæg og loksins hafi liðið náð í þrjú stig. Davíð og Freyr, þjálfarar Leiknis.Vísir/PjeturDavíð: Þetta snýst um rangar ákvarðanatökur undir lokin „Við erum bara svekktir og áttum fullt af góðum köflum í þessum leik,“ segir Davíð Snorri Jónsson, annar þjálfari Leiknis, eftir leikinn. Leiknir fékk mark á sig í upphafi leiksins en komu vel til baka. „Við sýndum þá mjög góðan karakter og vorum að spila virkilega vel. Sá kafli skilaði okkur góðri forystu.“ Í síðari hálfleiknum féll Leiknisliðið of mikið til baka og ætluðu menn að halda fengnum hlut. „Okkur vantaði þá ákveðni sem var hjá liðinu í fyrri hálfleik og það gekk erfilega að halda boltanum innan liðsins. Það kemur oft fyrir að lið ætla sér að fara vernda einhverja forystu.“ Hann segir að liðið hafi þurft að vera meira yfirvegað. Sigurmark Fjölnis kom í uppbótartíma og það er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Leiknir fær á sig mark undir blálokin. „Leikmenn okkar eru í nægilega góðu formi. Menn eru bara að taka of oft rangar ákvarðanir. Við erum samt ekki búnir að gefast upp og næsti leikur er bara gegn Fylki og þá ætlum við okkur sigur.“Ágúst í leiknum í kvöld.Vísir/PjeturÁgúst: Gott að sjá boltann í netinu undir lokin „Það var kominn tími til að við snérum þessum gengi við, það voru komin fjögur jafntefli í röð hjá okkur,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum búnir að fara vel yfir okkar leik fyrir leikinn í kvöld og það var mjög sætt að sjá boltann í netinu undir lokin.“ Hann segir að liðið hafi fengið á sig tvö klaufaleg mörk. „Við vorum undir í hálfleik og það var bara sanngjarnt. Við komum síðan ákveðir út í síðari hálfleikinn, sýndum þolinmæði og náðum að snúa töpuðum leik í sigur undir lokin.“ Ágúst segir að Leiknismenn hafi sýnt gríðarlega stórt hjarta í leiknum í kvöld. „Þeir gerðu allt til að ná í þrjú stig en við sýndum karakter undir lokin og ég er gríðarlega ánægður með mína menn. Þetta mun vissulega hjálpa okkur til að ná markmiðum okkar.“vísir/pjetur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Fjölnir vann ótrúlegan sigur á Leikni í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn fór 3-2 fyrir gestina og skoraði Kennie Chopart sigurmarkið á lokasekúndum leiksins.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á Fjölnisvöll í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að allt var undir hjá Leiknismönnum sem börðust eins og ljón. Það voru aftur á móti Fjölnismenn sem gerðu fyrsta mark leiksins þegar Guðmundur Karl Guðmundsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig eftir um korters leik. Leiknismenn svöruðu markinu fullkomlega og gáfust alls ekki upp. Það var drengur á vellinum sem heitir Hilmar Árni Halldórsson og hann ætlaði sér ekki að tapa leiknum. Rétt eftir mark Fjölnis skaut hann boltanum í þverslána, stuttu eftir það jafnaði hann metin fyrir Leikni og nánast í næstu sókn eftir markið lagði hann upp fallegt mark hjá Kristjáni Páli Jónssyni. Allt í einu var staðan 2-1 fyrir Leikni. Lítið gerðist út fyrri hálfleikinn og var staðan 2-1 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og lítið gerðist fyrstu mínútur hálfleiksins. Leiknismenn ætluðu heldur betur að halda fengnum hlut og féllu alltof mikið til baka. Fjölnismenn unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og jöfnunarmarkið lág í loftinu. Guðmundur Karl Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin með fínu skoti á 83. mínútu leiksins. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi fara jafnt en Kennie Chopart var á öðru máli og skoraði hann sigurmarkið á 94. mínútu leiksins og Leiknismenn að fá á sig enn eitt markið í uppbótartíma. Magnað alveg hreint og liðið fellur einfaldlega ef leikmenn Leiknis geta ekki haldið einbeitingu í 95 mínútur, svo einfalt er það. Niðurstaðan 3-2 sigur Fjölnis. Fjölnismenn fagna hér marki.Vísir/PjeturGuðmundur Karl: Loksins náðum við í þrjú stig „Það er bara glæsilegt að hafa landað þessum þremur stigum hér í dag,“ segir Guðmundur Karl Guðmundsson, eftir leikinn. „Það gerist heldur ekkert betra en að skorar sigurmarkið á lokamínútunni.“ Fjölnismenn skoruðu fyrsta mark leiksins en eftir það fengu þeir tvö mörk beint í andlitið. „Þeir komu bara sterkir til baka og við áttum í erfileikum með þá. Mér fannst við samt betri í seinni hálfleik og náðum að leysa þeirra leik vel.“ Guðmundur var ánægður með mörkin sín tvö í kvöld. „Mér líður alltaf vel á þessum velli, það er gaman að koma hingað og við mættum bara frábæru Leiknisliði.“ Hann segir að þessi þrjú stig hafi verið gríðarlega mikilvæg og loksins hafi liðið náð í þrjú stig. Davíð og Freyr, þjálfarar Leiknis.Vísir/PjeturDavíð: Þetta snýst um rangar ákvarðanatökur undir lokin „Við erum bara svekktir og áttum fullt af góðum köflum í þessum leik,“ segir Davíð Snorri Jónsson, annar þjálfari Leiknis, eftir leikinn. Leiknir fékk mark á sig í upphafi leiksins en komu vel til baka. „Við sýndum þá mjög góðan karakter og vorum að spila virkilega vel. Sá kafli skilaði okkur góðri forystu.“ Í síðari hálfleiknum féll Leiknisliðið of mikið til baka og ætluðu menn að halda fengnum hlut. „Okkur vantaði þá ákveðni sem var hjá liðinu í fyrri hálfleik og það gekk erfilega að halda boltanum innan liðsins. Það kemur oft fyrir að lið ætla sér að fara vernda einhverja forystu.“ Hann segir að liðið hafi þurft að vera meira yfirvegað. Sigurmark Fjölnis kom í uppbótartíma og það er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Leiknir fær á sig mark undir blálokin. „Leikmenn okkar eru í nægilega góðu formi. Menn eru bara að taka of oft rangar ákvarðanir. Við erum samt ekki búnir að gefast upp og næsti leikur er bara gegn Fylki og þá ætlum við okkur sigur.“Ágúst í leiknum í kvöld.Vísir/PjeturÁgúst: Gott að sjá boltann í netinu undir lokin „Það var kominn tími til að við snérum þessum gengi við, það voru komin fjögur jafntefli í röð hjá okkur,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum búnir að fara vel yfir okkar leik fyrir leikinn í kvöld og það var mjög sætt að sjá boltann í netinu undir lokin.“ Hann segir að liðið hafi fengið á sig tvö klaufaleg mörk. „Við vorum undir í hálfleik og það var bara sanngjarnt. Við komum síðan ákveðir út í síðari hálfleikinn, sýndum þolinmæði og náðum að snúa töpuðum leik í sigur undir lokin.“ Ágúst segir að Leiknismenn hafi sýnt gríðarlega stórt hjarta í leiknum í kvöld. „Þeir gerðu allt til að ná í þrjú stig en við sýndum karakter undir lokin og ég er gríðarlega ánægður með mína menn. Þetta mun vissulega hjálpa okkur til að ná markmiðum okkar.“vísir/pjetur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira