Stuðningsmennirnir á EM sáttir: "Upphafið að einhverju mögnuðu“ Starri Freyr Jónsson skrifar 12. september 2015 17:11 Um eitt þúsund Íslendingar fylgdust með leikjum landsliðsins í Berlín, þeirra á meðal Eyjólfur og Guðrún Soffía. Vísir/Eyjólfur Ólafsson/Valli Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í körfuknattleik eru nú flestir komnir heim eftir ævintýralega dvöl í Berlín síðustu daga. Þótt árangur landsliðsins á nýafstöðnu Evrópumóti hafi verið framar öllum vonum og vakið mikla athygli stálu stuðningsmenn liðsins oft senunni með ótrúlegum stuðningi gegnum leikina og eftir að þeim lauk. Um eitt þúsund Íslendingar fylgdust með leikjum landsliðsins í Berlín, þeirra á meðal hjónin Eyjólfur Ólafsson og Guðrún Soffía Sigurðardóttir sem búa í Hafnarfirði. Eyjólfur segir að þau hjónin hafi ekki haft miklar væntingar fyrir mót, sérstaklega eftir að Ísland lenti í sannkölluðum dauðariðli.Sjá einnig: Er körfuboltinn kominn heim?Íslensk stemning í bjórgarðinum.Mynd/Eyjólfur Ólafsson„Þegar styttast fór í mótið og maður fór að upplifa stemninguna kringum liðið þá fór ég að gera mér væntingar um að við myndum stríða þessum liðum og jafnvel vinna einn leik,“ segir Eyjólfur. „Við reiknuðum hins vegar með að strákarnir myndu gefa allt í þetta og ekki hengja haus og þeir stóðust svo sannarlega þær væntingar og gott betur. Það er búið að vera unun að fylgjast með þeim spila á þessu móti og það á móti nokkrum af bestu liðum Evrópu.“Frábær stemning Leikmenn landsliðsins spiluðu fimm leiki á sex dögum og því snerist líf þeirra Eyjólfs og Guðrúnar eðlilega um körfubolta nær allan tímann. „Fyrstu dagana hittust stuðningsmenn í bjórgarðinum á Urban Spree en síðar á Holiday Inn sem stendur við hlið hallarinnar. Stemningin fyrir leikina var vægast sagt frábær og fullt út úr dyrum af bláklæddum Íslendingum. Þar fékk maður sér kannski einn öl eða tvo og spjallaði við aðra stuðningsmenn áður en öll hersingin gekk að höllinni. Við vorum með föst sæti á leikjunum og hvöttum strákana þar til við urðumn hás og aum í lófunum. Eftir leikina hittum við svo aðra stuðningsmenn aftur á Holiday Inn þar sem farið var yfir leiki dagsins og gengi.”Stuðningsmennirnir á leið í höllina.Mynd/Eyjólfur ÓlafssonMagnaður lokaleikur Lokaleikur liðsins gegn Tyrklandi var stórkostleg skemmtun en hann tapaðist eftir framlengdan leik. „Leikurinn gegn Tyrklandi var meiriháttar upplifun fyrir stuðningsmennina. Stúkan lagði allt í leikinn, alveg eins og strákarnir. Auðvitað var sárt að tapa leiknum en stemningin á pöllunum, bæði á leiknum og eftir hann, var ógleymanleg og verður líklega aldrei endurtekin. Við klöppuðum og sungum allan leikinn og fengum liðsinni frá flestum Þjóðverjum, Serbum og Ítölum á vellinum. Aðaltrommuleikari stuðningshóps Þjóðverja útvegaði okkur sjö trommur og trommaði með okkur allan leikinn.“Sjá einnig: Aðeins fimm með betri þriggja stiga nýtingu á EM en Haukur Helgi Þau hjónin segja að þrátt fyrir naumt tap hafi andrúmsloftið eftir leikinn verið þannig að viðstaddir muni seint gleyma því. „Hápunkturinn var svo þegar við sungum öll sem eitt „Ég er kominn heim.“ (Ferðalok) Sannarlega mögnuð upplifun sem mun styrkja bönd okkar í körfuboltanum á Íslandi og er upphafið að einhverju mögnuðu.” EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25 Íslenska landsliðið sló í gegn í Berlín | „Serbneska þjóðin elskar ykkur“ Íslenska landsliðið í körfubolta virðist hafa vakið mikla hrifningu á Eurobasket í Berlín en fjölmargir höfðu orð á því hversu vel þeir hefðu staðið sig á samskiptamiðlunum í gær. 11. september 2015 09:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sjá meira
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í körfuknattleik eru nú flestir komnir heim eftir ævintýralega dvöl í Berlín síðustu daga. Þótt árangur landsliðsins á nýafstöðnu Evrópumóti hafi verið framar öllum vonum og vakið mikla athygli stálu stuðningsmenn liðsins oft senunni með ótrúlegum stuðningi gegnum leikina og eftir að þeim lauk. Um eitt þúsund Íslendingar fylgdust með leikjum landsliðsins í Berlín, þeirra á meðal hjónin Eyjólfur Ólafsson og Guðrún Soffía Sigurðardóttir sem búa í Hafnarfirði. Eyjólfur segir að þau hjónin hafi ekki haft miklar væntingar fyrir mót, sérstaklega eftir að Ísland lenti í sannkölluðum dauðariðli.Sjá einnig: Er körfuboltinn kominn heim?Íslensk stemning í bjórgarðinum.Mynd/Eyjólfur Ólafsson„Þegar styttast fór í mótið og maður fór að upplifa stemninguna kringum liðið þá fór ég að gera mér væntingar um að við myndum stríða þessum liðum og jafnvel vinna einn leik,“ segir Eyjólfur. „Við reiknuðum hins vegar með að strákarnir myndu gefa allt í þetta og ekki hengja haus og þeir stóðust svo sannarlega þær væntingar og gott betur. Það er búið að vera unun að fylgjast með þeim spila á þessu móti og það á móti nokkrum af bestu liðum Evrópu.“Frábær stemning Leikmenn landsliðsins spiluðu fimm leiki á sex dögum og því snerist líf þeirra Eyjólfs og Guðrúnar eðlilega um körfubolta nær allan tímann. „Fyrstu dagana hittust stuðningsmenn í bjórgarðinum á Urban Spree en síðar á Holiday Inn sem stendur við hlið hallarinnar. Stemningin fyrir leikina var vægast sagt frábær og fullt út úr dyrum af bláklæddum Íslendingum. Þar fékk maður sér kannski einn öl eða tvo og spjallaði við aðra stuðningsmenn áður en öll hersingin gekk að höllinni. Við vorum með föst sæti á leikjunum og hvöttum strákana þar til við urðumn hás og aum í lófunum. Eftir leikina hittum við svo aðra stuðningsmenn aftur á Holiday Inn þar sem farið var yfir leiki dagsins og gengi.”Stuðningsmennirnir á leið í höllina.Mynd/Eyjólfur ÓlafssonMagnaður lokaleikur Lokaleikur liðsins gegn Tyrklandi var stórkostleg skemmtun en hann tapaðist eftir framlengdan leik. „Leikurinn gegn Tyrklandi var meiriháttar upplifun fyrir stuðningsmennina. Stúkan lagði allt í leikinn, alveg eins og strákarnir. Auðvitað var sárt að tapa leiknum en stemningin á pöllunum, bæði á leiknum og eftir hann, var ógleymanleg og verður líklega aldrei endurtekin. Við klöppuðum og sungum allan leikinn og fengum liðsinni frá flestum Þjóðverjum, Serbum og Ítölum á vellinum. Aðaltrommuleikari stuðningshóps Þjóðverja útvegaði okkur sjö trommur og trommaði með okkur allan leikinn.“Sjá einnig: Aðeins fimm með betri þriggja stiga nýtingu á EM en Haukur Helgi Þau hjónin segja að þrátt fyrir naumt tap hafi andrúmsloftið eftir leikinn verið þannig að viðstaddir muni seint gleyma því. „Hápunkturinn var svo þegar við sungum öll sem eitt „Ég er kominn heim.“ (Ferðalok) Sannarlega mögnuð upplifun sem mun styrkja bönd okkar í körfuboltanum á Íslandi og er upphafið að einhverju mögnuðu.”
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25 Íslenska landsliðið sló í gegn í Berlín | „Serbneska þjóðin elskar ykkur“ Íslenska landsliðið í körfubolta virðist hafa vakið mikla hrifningu á Eurobasket í Berlín en fjölmargir höfðu orð á því hversu vel þeir hefðu staðið sig á samskiptamiðlunum í gær. 11. september 2015 09:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sjá meira
Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25
Íslenska landsliðið sló í gegn í Berlín | „Serbneska þjóðin elskar ykkur“ Íslenska landsliðið í körfubolta virðist hafa vakið mikla hrifningu á Eurobasket í Berlín en fjölmargir höfðu orð á því hversu vel þeir hefðu staðið sig á samskiptamiðlunum í gær. 11. september 2015 09:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti