Elín ósátt með Ólaf og Davíð: „Það eru nýir tímar sem þeir skynja ekki nógu vel“ Bjarki Ármannsson skrifar 13. september 2015 11:03 Þingkona Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsetann og forsætisráðherrann fyrrverandi á Facebook. Vísir/GVA/Valli „Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tíma eins og hann og fleiri að láta okkar góðu leiðtoga í friði. Það eru nýir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Þetta skrifar Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Með færslunni birtir hún myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Elín tilgreinir ekki nánar í færslunni hversvegna hún beinir þessum orðum að mönnunum tveimur. Hún hefur þó undanfarið lýst því yfir að hún sé ósammála þeim orðum forsetans úr þingsetningarræðu hans að það væri andstætt lýðræðislegu eðli að tengja breytingar á stjórnarskránni við forsetakosningar. Þá gerði Elín einnig umfjöllun Morgunblaðsins um flóttafólk á Íslandi að umtalsefni á Facebook fyrir stuttu en skopmynd blaðsins og ýmsar skoðanagreinar, þar sem meðal annars var hnýtt í Eygló Harðardóttur velferðarráðherra, vöktu mikið umtal og gagnrýni. Davíð Oddsson er sem kunnugt er ritstjóri Morgunblaðsins. Þess má geta að myndin sem Elín birtir af Davíð er tölvugerð og sýnir hann í hlutverki glæpamanns á lögreglustöð. Myndin er úr umfjöllun bandaríska tímaritsins Time þar sem Davíð var útnefndur einn 25 einstaklinga sem bæru ábyrgð á alþjóðlega bankahruninu árið 2008. Myndin er sú fyrsta sem kemur upp þegar maður flettir upp nafni Davíðs á netinu, þannig ef til vill er um tilviljun að ræða í myndavali Elínar.Uppfært klukkan 12.15: Frá því að þessi frétt var birt hefur Elín eytt færslunni og sett hana inn a Facebook á ný, en með annarri mynd af Davíð Oddssyni. Nýju færsluna má sjá hér fyrir neðan.Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tí...Posted by Elin Hirst on 13. september 2015 Flóttamenn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira
„Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tíma eins og hann og fleiri að láta okkar góðu leiðtoga í friði. Það eru nýir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Þetta skrifar Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Með færslunni birtir hún myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Elín tilgreinir ekki nánar í færslunni hversvegna hún beinir þessum orðum að mönnunum tveimur. Hún hefur þó undanfarið lýst því yfir að hún sé ósammála þeim orðum forsetans úr þingsetningarræðu hans að það væri andstætt lýðræðislegu eðli að tengja breytingar á stjórnarskránni við forsetakosningar. Þá gerði Elín einnig umfjöllun Morgunblaðsins um flóttafólk á Íslandi að umtalsefni á Facebook fyrir stuttu en skopmynd blaðsins og ýmsar skoðanagreinar, þar sem meðal annars var hnýtt í Eygló Harðardóttur velferðarráðherra, vöktu mikið umtal og gagnrýni. Davíð Oddsson er sem kunnugt er ritstjóri Morgunblaðsins. Þess má geta að myndin sem Elín birtir af Davíð er tölvugerð og sýnir hann í hlutverki glæpamanns á lögreglustöð. Myndin er úr umfjöllun bandaríska tímaritsins Time þar sem Davíð var útnefndur einn 25 einstaklinga sem bæru ábyrgð á alþjóðlega bankahruninu árið 2008. Myndin er sú fyrsta sem kemur upp þegar maður flettir upp nafni Davíðs á netinu, þannig ef til vill er um tilviljun að ræða í myndavali Elínar.Uppfært klukkan 12.15: Frá því að þessi frétt var birt hefur Elín eytt færslunni og sett hana inn a Facebook á ný, en með annarri mynd af Davíð Oddssyni. Nýju færsluna má sjá hér fyrir neðan.Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tí...Posted by Elin Hirst on 13. september 2015
Flóttamenn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira