Bjarni Benediktsson: Látum ekki hóta okkur til að gangast undir flóttamannastefnu ESB Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. september 2015 18:40 Bjarni Benediktsson ætlar ekki að láta undan hótunum, jafnvel þó Brussel geti haft lög að mæla. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki boðlegt að stilla þjóðum upp við vegg og segja að ef þær samþykki ekki að taka á móti tilteknum fjölda flóttamanna, núna og í framtíðinni verði þeim hent út úr samstarfi þjóðanna. Íslensk stjórnvöld muni ekki láta undan hótunum hvað þetta varðar. Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin, þar með talið Ísland, taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. Geri þau það ekki eiga þau á hættu, samkvæmt drögum að tillögu sem hefur verið kynnt, að verða látin sæta refsiaðgerðum innan Schengen - svæðisins og útilokuð frá þátttöku í samstarfi um hælisleitendur sem Dyflinnarreglugerðin heyrir undir. Tökum jafnvel við fleirum en ESB villRætt er um að Ísland geti tekið á móti einhverjum hundruðum flóttamanna á ári miðað við efnahagsástandið hér verði leið ESB að veruleika. Þá verður stjórnin tekin úr höndum aðildarríkjanna sem þar með þurfa að una ákvörðunum ESB án þess að vera spurð. Bjarni segir að það geti vel verið að staðreyndin sé sú að það geti vel verið að íslensk stjórnvöld taki við jafn mörgum flóttamönnum og hugmyndir séu uppi um á einhverjum skrifstofum í Brussel. Jafnvel fleirum. En þau ætli ekki að láta undan hótunum. Þetta sé ekki boðleg nálgun við fullvalda þjóð.Innanríkisráðherra á fundiLjóst er að þrýstingurinn Í Evrópu er að aukast en hingað til hefur verið reynt að fara samningaleiðina Innanríkisráðherra er á fundi með öðrum innanríkisráðherrum í Evrópu á morgun og reiknað er með málið komi þar til umræðu. Hann segir stjórnvöld víða um álfuna hafa gefist upp á því að ráða við vandann. Það skipti því máli að bregðast hratt við. Íslendingar ættu ekki að hafa væntingar um að við leysum þennan vanda, en það sé ljóst að við þurfum að gera okkar hlut. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki boðlegt að stilla þjóðum upp við vegg og segja að ef þær samþykki ekki að taka á móti tilteknum fjölda flóttamanna, núna og í framtíðinni verði þeim hent út úr samstarfi þjóðanna. Íslensk stjórnvöld muni ekki láta undan hótunum hvað þetta varðar. Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin, þar með talið Ísland, taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. Geri þau það ekki eiga þau á hættu, samkvæmt drögum að tillögu sem hefur verið kynnt, að verða látin sæta refsiaðgerðum innan Schengen - svæðisins og útilokuð frá þátttöku í samstarfi um hælisleitendur sem Dyflinnarreglugerðin heyrir undir. Tökum jafnvel við fleirum en ESB villRætt er um að Ísland geti tekið á móti einhverjum hundruðum flóttamanna á ári miðað við efnahagsástandið hér verði leið ESB að veruleika. Þá verður stjórnin tekin úr höndum aðildarríkjanna sem þar með þurfa að una ákvörðunum ESB án þess að vera spurð. Bjarni segir að það geti vel verið að staðreyndin sé sú að það geti vel verið að íslensk stjórnvöld taki við jafn mörgum flóttamönnum og hugmyndir séu uppi um á einhverjum skrifstofum í Brussel. Jafnvel fleirum. En þau ætli ekki að láta undan hótunum. Þetta sé ekki boðleg nálgun við fullvalda þjóð.Innanríkisráðherra á fundiLjóst er að þrýstingurinn Í Evrópu er að aukast en hingað til hefur verið reynt að fara samningaleiðina Innanríkisráðherra er á fundi með öðrum innanríkisráðherrum í Evrópu á morgun og reiknað er með málið komi þar til umræðu. Hann segir stjórnvöld víða um álfuna hafa gefist upp á því að ráða við vandann. Það skipti því máli að bregðast hratt við. Íslendingar ættu ekki að hafa væntingar um að við leysum þennan vanda, en það sé ljóst að við þurfum að gera okkar hlut.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira