Gamaldags réttlæti Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. september 2015 07:00 Talað er um það í fréttaskýringum að Jeremy Corbyn, nýr leiðtogi Verkamannaflokksins, sé gamaldags, fulltrúi úreltra viðhorfa á borð við að útrýma fátækt, skapa jöfn tækifæri og hugsa um hagsmuni heildarinnar fremur en einstakra forréttindahópa. Hann hefur talað gegn hernaðarhyggju og árásum á fjarlæg lönd. Hann hefur talað um að hlutverk stjórnmálanna sé að stuðla að gagnkvæmri virðingu, skilningi, jákvæðni – og réttlæti. Í fréttaskýringum er þetta látið hljóma eins og hann ætli að kalla Gúlagið yfir England.Frelsi, jafnrétti og bræðralag Réttlætið kann að vera gamaldags en það er líka nútildags: það fellur aldrei úr gildi. Sjálf hugmyndin um jafnrétti allra manna og jöfn tækifæri í lífinu er hornsteinn þeirra samfélaga sem byggð hafa verið í Evrópu. Það er ekki jaðarskoðun. Hugmyndin um að ranglæti sé hagkvæmara og þar með æskilegra en réttlæti er hins vegar öfgaskoðun, og ekki á að veita þeim stjórnmálamönnum brautargengi sem slíkar hugmyndir aðhyllast. Corbyn stendur ekki fyrir úrelt sjónarmið þó að hann vilji (eins og flestallir samlandar hans) að járnbrautirnar verði aftur færðar í almannaeigu. Hann stendur fyrir klassísk sjónarmið. Hitt virðist augljóst, að sú þjóðfélagstilraun sem hófst fyrir alvöru í valdatíð Margrétar Thatcher í Englandi og Ronalds Reagan í Bandaríkjunum – og Davíðs Oddssonar hér hjá okkur – er runnin út í sandinn; græðgishyggjan með tilheyrandi áherslu á misskiptingu, óréttlæti, stórfyrirtækjadekur, glundroða, sýndargróða og hirðuleysi um náttúru og önnur verðmæti hefur unnið ómældan skaða og er vonandi búin að syngja sitt síðasta sem ráðandi hugmyndafræði í þjóðfélaginu. Í Englandi háttar svo til að stéttaskipting er miklu rótgrónari en við erum svo lánsöm að hafa átt að venjast hér á landi. Þar er hún nánast innbyggð, óorðuð en liggur í loftinu og litar öll samskipti fólks á flestum sviðum þjóðlífsins, og eitrar alls staðar andrúmsloftið. Hér á landi var um hríð lagt mikið kapp á að búa til svipað andrúmsloft, þar sem sumt fólk reyndi að telja sig yfir aðra hafið vegna ríkidæmis – en fram að þessu hefur verið hlegið að slíku fólki hér á landi, og verður vonandi enn um hríð. Reynt var að koma því inn hjá okkur að tiltekin borgarhverfi væru fínni en önnur, tilteknir skólar fínni en aðrir og tiltekin störf fínni en önnur. Slíkar hugmyndir stríða gegn sjálfri grundvallar-sjálfsmynd þjóðarinnar: að við sitjum hérna meira og minna öll saman í þessari súpu: að vera Íslendingar.Áhrifin hér á landi Hér á landi er áreiðanlega mikill hljómgrunnur fyrir þau sjónarmið sem Corbyn heldur á lofti. Gott ef þetta eru ekki almenn ríkjandi sjónarmið hér. Í Englandi rúmast þeir hins vegar í einum og sama flokknum Tony Blair og Jeremy Corbyn – enn að minnsta kosti. Hér á landi eru jafnaðarmenn ekki í rónni fyrr en þeir eru búnir að stofna nýjan flokk gegn „fjórflokknum“, með þeim árangri að hægri menn hafa stjórnað Íslandi meira og minna alla okkar fullveldistíð; þegar vinstri flokkarnir komust loks til valda þurftu þeir að vísu að endurreisa efnahagskerfið eftir mestu efnahagsófarir Íslandssögunnar, heimatilbúnar að mestu, en sökum þess að vinstri flokkunum tókst ekki, á fjórum árum að færa til betri vegar allt sem aflaga hafði farið á Íslandi öll fullveldisárin – með markvisst málþóf minnihlutans í gangi frá morgni til kvölds og um nætur – þá ákváðu kjósendur að leiða á ný til valda hægri flokkana og refsa vinstri flokkunum. Það væri sami rassinn undir þeim öllum, sem er eitt af þessum íslensku orðtökum sem ég hef aldrei almennilega skilið: hvaða rass? Einum rassi svipar vissulega til annars, en mér er ekki ljóst hvers vegna ég eigi að draga svo altækar ályktanir af því. Það eru einkum tvö mál sem valda því að SF og VG geta ekki átt von á fylgisaukningu alveg á næstunni. Annað er Icesave, sem vinstri flokkarnir áttuðu sig aldrei á að snerist ekki nema í aðra röndina um peninga; hitt er stjórnarskráin sem er mál sem neitar að hverfa, enda hefði samþykkt nýrrar stjórnarskrár leitt til mikilla umbóta á að minnsta kosti kosningakerfi okkar; komið á raunverulegu lýðræði hér, þar sem atkvæði væru jafngild burtséð frá búsetu. Síðasta ríkisstjórn færðist of mikið í fang í stjórnarskrármálinu og hafði ekki afl til að leiða það til lykta; og hefði raunar ekki veitt af meiri stuðningi, til dæmis frá þeim sextíu og fjórum prósentum landsmanna sem sniðgengu kosningarnar til stjórnlagaþings, sem þar með hafði mjög veiklað umboð og var útsettara en ella fyrir árásum öflugra óvina. Þau þrjátíu og sex prósent landsmanna sem þó sýndu málinu áhuga eru hins vegar ekki reiðubúin að fyrirgefa SF, VG og BF að hafa samið við minnihlutann um að setja stjórnarskrármálið í nefnd, í stað þess að láta hægri menn um að drepa málið með málþófi. Við það situr. Sum sé Jeremy. Ensk stjórnmál hafa löngum haft furðu mikil áhrif hér á landi, sé haft í huga hversu ólíkt kerfið þeirra er okkar og raunar samfélagsgerðin öll. Mun sigur hans hrista upp í vinstriflokkunum okkar? Alveg áreiðanlega. Og mun ekki af veita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Talað er um það í fréttaskýringum að Jeremy Corbyn, nýr leiðtogi Verkamannaflokksins, sé gamaldags, fulltrúi úreltra viðhorfa á borð við að útrýma fátækt, skapa jöfn tækifæri og hugsa um hagsmuni heildarinnar fremur en einstakra forréttindahópa. Hann hefur talað gegn hernaðarhyggju og árásum á fjarlæg lönd. Hann hefur talað um að hlutverk stjórnmálanna sé að stuðla að gagnkvæmri virðingu, skilningi, jákvæðni – og réttlæti. Í fréttaskýringum er þetta látið hljóma eins og hann ætli að kalla Gúlagið yfir England.Frelsi, jafnrétti og bræðralag Réttlætið kann að vera gamaldags en það er líka nútildags: það fellur aldrei úr gildi. Sjálf hugmyndin um jafnrétti allra manna og jöfn tækifæri í lífinu er hornsteinn þeirra samfélaga sem byggð hafa verið í Evrópu. Það er ekki jaðarskoðun. Hugmyndin um að ranglæti sé hagkvæmara og þar með æskilegra en réttlæti er hins vegar öfgaskoðun, og ekki á að veita þeim stjórnmálamönnum brautargengi sem slíkar hugmyndir aðhyllast. Corbyn stendur ekki fyrir úrelt sjónarmið þó að hann vilji (eins og flestallir samlandar hans) að járnbrautirnar verði aftur færðar í almannaeigu. Hann stendur fyrir klassísk sjónarmið. Hitt virðist augljóst, að sú þjóðfélagstilraun sem hófst fyrir alvöru í valdatíð Margrétar Thatcher í Englandi og Ronalds Reagan í Bandaríkjunum – og Davíðs Oddssonar hér hjá okkur – er runnin út í sandinn; græðgishyggjan með tilheyrandi áherslu á misskiptingu, óréttlæti, stórfyrirtækjadekur, glundroða, sýndargróða og hirðuleysi um náttúru og önnur verðmæti hefur unnið ómældan skaða og er vonandi búin að syngja sitt síðasta sem ráðandi hugmyndafræði í þjóðfélaginu. Í Englandi háttar svo til að stéttaskipting er miklu rótgrónari en við erum svo lánsöm að hafa átt að venjast hér á landi. Þar er hún nánast innbyggð, óorðuð en liggur í loftinu og litar öll samskipti fólks á flestum sviðum þjóðlífsins, og eitrar alls staðar andrúmsloftið. Hér á landi var um hríð lagt mikið kapp á að búa til svipað andrúmsloft, þar sem sumt fólk reyndi að telja sig yfir aðra hafið vegna ríkidæmis – en fram að þessu hefur verið hlegið að slíku fólki hér á landi, og verður vonandi enn um hríð. Reynt var að koma því inn hjá okkur að tiltekin borgarhverfi væru fínni en önnur, tilteknir skólar fínni en aðrir og tiltekin störf fínni en önnur. Slíkar hugmyndir stríða gegn sjálfri grundvallar-sjálfsmynd þjóðarinnar: að við sitjum hérna meira og minna öll saman í þessari súpu: að vera Íslendingar.Áhrifin hér á landi Hér á landi er áreiðanlega mikill hljómgrunnur fyrir þau sjónarmið sem Corbyn heldur á lofti. Gott ef þetta eru ekki almenn ríkjandi sjónarmið hér. Í Englandi rúmast þeir hins vegar í einum og sama flokknum Tony Blair og Jeremy Corbyn – enn að minnsta kosti. Hér á landi eru jafnaðarmenn ekki í rónni fyrr en þeir eru búnir að stofna nýjan flokk gegn „fjórflokknum“, með þeim árangri að hægri menn hafa stjórnað Íslandi meira og minna alla okkar fullveldistíð; þegar vinstri flokkarnir komust loks til valda þurftu þeir að vísu að endurreisa efnahagskerfið eftir mestu efnahagsófarir Íslandssögunnar, heimatilbúnar að mestu, en sökum þess að vinstri flokkunum tókst ekki, á fjórum árum að færa til betri vegar allt sem aflaga hafði farið á Íslandi öll fullveldisárin – með markvisst málþóf minnihlutans í gangi frá morgni til kvölds og um nætur – þá ákváðu kjósendur að leiða á ný til valda hægri flokkana og refsa vinstri flokkunum. Það væri sami rassinn undir þeim öllum, sem er eitt af þessum íslensku orðtökum sem ég hef aldrei almennilega skilið: hvaða rass? Einum rassi svipar vissulega til annars, en mér er ekki ljóst hvers vegna ég eigi að draga svo altækar ályktanir af því. Það eru einkum tvö mál sem valda því að SF og VG geta ekki átt von á fylgisaukningu alveg á næstunni. Annað er Icesave, sem vinstri flokkarnir áttuðu sig aldrei á að snerist ekki nema í aðra röndina um peninga; hitt er stjórnarskráin sem er mál sem neitar að hverfa, enda hefði samþykkt nýrrar stjórnarskrár leitt til mikilla umbóta á að minnsta kosti kosningakerfi okkar; komið á raunverulegu lýðræði hér, þar sem atkvæði væru jafngild burtséð frá búsetu. Síðasta ríkisstjórn færðist of mikið í fang í stjórnarskrármálinu og hafði ekki afl til að leiða það til lykta; og hefði raunar ekki veitt af meiri stuðningi, til dæmis frá þeim sextíu og fjórum prósentum landsmanna sem sniðgengu kosningarnar til stjórnlagaþings, sem þar með hafði mjög veiklað umboð og var útsettara en ella fyrir árásum öflugra óvina. Þau þrjátíu og sex prósent landsmanna sem þó sýndu málinu áhuga eru hins vegar ekki reiðubúin að fyrirgefa SF, VG og BF að hafa samið við minnihlutann um að setja stjórnarskrármálið í nefnd, í stað þess að láta hægri menn um að drepa málið með málþófi. Við það situr. Sum sé Jeremy. Ensk stjórnmál hafa löngum haft furðu mikil áhrif hér á landi, sé haft í huga hversu ólíkt kerfið þeirra er okkar og raunar samfélagsgerðin öll. Mun sigur hans hrista upp í vinstriflokkunum okkar? Alveg áreiðanlega. Og mun ekki af veita.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun