Steineggin í Gleðivík orðin aðdráttarafl á Djúpavogi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2015 23:00 Óvenjulegt útilistaverk, sem kallast Eggin í Gleðivík, er að verða eitt helsta aðdráttarafl og einkennistákn Djúpavogs. Úr fjarlægð gætu ókunnugir kannski haldið að þetta væri leyfar af einskonar löndunarbúnaði við höfnina en þegar betur er að gáð sést að þetta eru egg, raunar steinegg, 34 talsins. Eggin eru utan alfaraleiðar, í útjaðri þorpsins, en engu að síður er orðspor þeirra farið að breiðast út því erlendir ferðamenn leita þau uppi til að skoða og ljósmynda. Erla Dóra Vogler, ferða- og menningarfulltrúi Djúpavogs, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að þau séu orðin eitt helsta aðdráttarafl Djúpavogs.Eggin eru 34 talsins, jafnmörg varpfuglum í hreppnum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Listaverkið er eftir Sigurð Guðmundsson og var sett upp fyrir sex árum. Eggin segir Erla Dóra að séu jafnmörg varpfuglum í hreppnum. Einn fugl, lómurinn, fær þó heiðurinn að eiga stærsta eggið, með þeim rökum að hann sé einkennisfugl svæðisins. Eggin eru úr kínversku graníti en listamaðurinn, Sigurður, býr í Kína hluta úr ári ásamt hollenskri konu sinni, Ineke. Að sögn Erlu Dóru eiga þau jafnframt hús á Djúpavogi sem kallast Himnaríki. Eins og nafn listaverksins gefur til kynna heitir víkin Gleðivík og er norðan við aðalbyggðina á Djúpavogi. Þau standa ofan á stöplum sem upphaflega voru undirstöður fyrir löndunarleiðslu fyrir bræðsluna. Og svo býðst ferðamönnum að kaupa afsteypur, lítil steinegg í gjafaöskjum. Listamannshjónin Sigurður og Ineke hafa raunar einnig lífgað upp á bræðsluna gömlu með listahátíð undanfarin tvö sumur sem kallast Rúllandi snjóbolti. „Þannig er þetta þannig séð ekki í útjaðrinum lengur heldur einskonar listamiðja,“ segir Erla Dóra Vogler. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Óvenjulegt útilistaverk, sem kallast Eggin í Gleðivík, er að verða eitt helsta aðdráttarafl og einkennistákn Djúpavogs. Úr fjarlægð gætu ókunnugir kannski haldið að þetta væri leyfar af einskonar löndunarbúnaði við höfnina en þegar betur er að gáð sést að þetta eru egg, raunar steinegg, 34 talsins. Eggin eru utan alfaraleiðar, í útjaðri þorpsins, en engu að síður er orðspor þeirra farið að breiðast út því erlendir ferðamenn leita þau uppi til að skoða og ljósmynda. Erla Dóra Vogler, ferða- og menningarfulltrúi Djúpavogs, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að þau séu orðin eitt helsta aðdráttarafl Djúpavogs.Eggin eru 34 talsins, jafnmörg varpfuglum í hreppnum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Listaverkið er eftir Sigurð Guðmundsson og var sett upp fyrir sex árum. Eggin segir Erla Dóra að séu jafnmörg varpfuglum í hreppnum. Einn fugl, lómurinn, fær þó heiðurinn að eiga stærsta eggið, með þeim rökum að hann sé einkennisfugl svæðisins. Eggin eru úr kínversku graníti en listamaðurinn, Sigurður, býr í Kína hluta úr ári ásamt hollenskri konu sinni, Ineke. Að sögn Erlu Dóru eiga þau jafnframt hús á Djúpavogi sem kallast Himnaríki. Eins og nafn listaverksins gefur til kynna heitir víkin Gleðivík og er norðan við aðalbyggðina á Djúpavogi. Þau standa ofan á stöplum sem upphaflega voru undirstöður fyrir löndunarleiðslu fyrir bræðsluna. Og svo býðst ferðamönnum að kaupa afsteypur, lítil steinegg í gjafaöskjum. Listamannshjónin Sigurður og Ineke hafa raunar einnig lífgað upp á bræðsluna gömlu með listahátíð undanfarin tvö sumur sem kallast Rúllandi snjóbolti. „Þannig er þetta þannig séð ekki í útjaðrinum lengur heldur einskonar listamiðja,“ segir Erla Dóra Vogler.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira