Börn á flótta – Hvað gerum við? Erna Reynisdóttir og Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 15. september 2015 07:00 Myndir af líkum barna og fullorðinna sem drukkna á flótta yfir Miðjarðarhafið hafa birst reglulega í fjölmiðlum upp á síðkastið. Við sjáum að aðstæður þeirra flóttamanna sem komast til Evrópu eru skelfilegar. Skortur er á vatni, húsaskjóli og mat – og við slíkar aðstæður eru börn viðkvæmust. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa miklar áhyggjur af þeim fjölda flóttabarna sem hafa flúið til Evrópu á síðustu mánuðum í von um betra líf, ekki síst þeim sem eru án fjölskyldna sinna. Yfir tvær milljónir sýrlenskra barna hafa flúið heimaland sitt og eru ýmist í flóttamannabúðum eða á ferðlagi frá Sýrlandi. Um 2.000 fylgdarlaus flóttabörn hafa komið til Ítalíu og hátt í 150.000 sýrlensk börn hafa fæðst utan landsins frá því að átökin hófust fyrir fjórum og hálfu ári síðan.Innan landamæra Sýrlands Milljónir barna sem enn búa innan landamæra Sýrlands eiga á hættu að verða fyrir sprengjuárásum, ofbeldi, að missa foreldra sína eða tapa eigin lífi - eins og 10.000 börn hafa þegar gert. Örvinglaðir foreldrar hafa engan annan kost en að flýja heimaland sitt þar sem hungur, rjúkandi rústir og brostnir innviðir minna á að dapurleg framtíð blasir við þeim sem eftir sitja. Um tvær milljónir barna hafa flúið land en innan Sýrlands eru 3,5 milljónir barna á flótta. Um þrjár milljónir sýrlenskra barna njóta ekki réttar síns til menntunar og það hefur áhrif á framtíðarmöguleika þeirra. Barnaheill – Save the Children hafa dreift mat, drykkjarvatni, lyfjum og skjóli til barna og fjölskyldna þeirra. Samstarfsaðilar okkar hætta lífi sínu til að koma lífsnauðsynlegri hjálp til torfarinna svæða í Sýrlandi. Sem frjáls félagasamtök njótum við góðs af hlutleysi í stjórnmálum og það eflir mannúðarstarf okkar á þessu svæði.Í flóttamannabúðum Barnaheill – Save the Children vinna í Jórdaníu, Líbanon, Írak, Egyptalandi og Tyrklandi að því að dreifa matarmiðum, matarpökkum og brauði til að hjálpa börnum að fá nægilega næringu. Til að vernda flóttabörn frá kuldanum er teppum dreift til fjölskyldna. Gefin hafa verið segl til að skýla þeim sem búa í tjöldum eða skemmdum byggingum og útbúin eru örugg svæði þar sem börn geta leikið og lært.Á flótta Í skjóli nætur koma rúmlega 1.000 flóttamenn til Grikklands á hverjum sólarhring. Á þessu ári er heildartala sýrlenskra flóttamanna til landsins komin í 130.000 manns og stefnir í að ná 200.000 fyrir áramót. Auk þess streyma þúsundir til landa Evrópusambandsins í von um betra líf. Til að styðja flóttabörn og fjölskyldur þeirra í Grikklandi er unnið að því að tryggja að börn séu líkamlega örugg, fái nægilegan mat og sálrænan stuðning. Bleyjum, hreinlætisvörum og fæðu er dreift til barna og fjölskyldna þeirra. Um þessar mundir er unnið að átaki við að koma upp skjóli og tryggja matargjafir áður en veturinn skellur á, en áhersla er á vernd barna. Á Ítalíu er unnið á móttökustöðvum við að mæta þörfum barna og stuðla að bæði líkamlegu og andlegu heilbrigði. Þetta er gert í formi matar, lyfja, fata, hreinlætisaðstöðu og lögfræðiaðstoðar til fjölskyldna.Ákall til þjóðarinnar Vandinn er risavaxinn og meiri en svo að einstaka ríki geti borið ábyrgð á þeim gífurlega fjölda fólks sem flæðir til Evrópu. Okkur ber öllum siðferðisleg skylda til að leggja fram hjálparhönd til þeirra sem flýja stríðsátök og að tryggja að þær milljónir barna sem búa innan Sýrlands séu verndaðar gegn ofbeldinu. Barnaheill – Save the Children hafa gefið út neyðarkall til allra Evrópulanda og skorað hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við ástandinu tafarlaust. Stórauka þarf fjármagn til neyðaraðstoðar og taka á móti fleiri flóttamönnum til landsins, ekki síst börnum og fjölskyldum þeirra, sem og fylgdarlausum börnum. Gæta þarf sérstaklega að því varðandi börn sem eru fylgdarlaus að fullreynt hafi verið að finna fjölskyldur þeirra. Barnaheill hvetja fyrirtæki til að styðja starf hjálparsamtaka og höfða til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra, sérstaklega fyrirtækja sem geta greitt arð. Einnig hvetjum við hinn almenna borgara til að styðja starfið og bjarga þannig lífi flóttafólks. Hægt er að styðja mannúðarstarf Barnaheilla – Save the Children með því að hringja í söfnunarsímann 904 1900 fyrir 1.000 króna stuðning, eða með því að leggja inn upphæð að eigin vali á reikning 336-26-58, kt. 521089-1059. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Myndir af líkum barna og fullorðinna sem drukkna á flótta yfir Miðjarðarhafið hafa birst reglulega í fjölmiðlum upp á síðkastið. Við sjáum að aðstæður þeirra flóttamanna sem komast til Evrópu eru skelfilegar. Skortur er á vatni, húsaskjóli og mat – og við slíkar aðstæður eru börn viðkvæmust. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa miklar áhyggjur af þeim fjölda flóttabarna sem hafa flúið til Evrópu á síðustu mánuðum í von um betra líf, ekki síst þeim sem eru án fjölskyldna sinna. Yfir tvær milljónir sýrlenskra barna hafa flúið heimaland sitt og eru ýmist í flóttamannabúðum eða á ferðlagi frá Sýrlandi. Um 2.000 fylgdarlaus flóttabörn hafa komið til Ítalíu og hátt í 150.000 sýrlensk börn hafa fæðst utan landsins frá því að átökin hófust fyrir fjórum og hálfu ári síðan.Innan landamæra Sýrlands Milljónir barna sem enn búa innan landamæra Sýrlands eiga á hættu að verða fyrir sprengjuárásum, ofbeldi, að missa foreldra sína eða tapa eigin lífi - eins og 10.000 börn hafa þegar gert. Örvinglaðir foreldrar hafa engan annan kost en að flýja heimaland sitt þar sem hungur, rjúkandi rústir og brostnir innviðir minna á að dapurleg framtíð blasir við þeim sem eftir sitja. Um tvær milljónir barna hafa flúið land en innan Sýrlands eru 3,5 milljónir barna á flótta. Um þrjár milljónir sýrlenskra barna njóta ekki réttar síns til menntunar og það hefur áhrif á framtíðarmöguleika þeirra. Barnaheill – Save the Children hafa dreift mat, drykkjarvatni, lyfjum og skjóli til barna og fjölskyldna þeirra. Samstarfsaðilar okkar hætta lífi sínu til að koma lífsnauðsynlegri hjálp til torfarinna svæða í Sýrlandi. Sem frjáls félagasamtök njótum við góðs af hlutleysi í stjórnmálum og það eflir mannúðarstarf okkar á þessu svæði.Í flóttamannabúðum Barnaheill – Save the Children vinna í Jórdaníu, Líbanon, Írak, Egyptalandi og Tyrklandi að því að dreifa matarmiðum, matarpökkum og brauði til að hjálpa börnum að fá nægilega næringu. Til að vernda flóttabörn frá kuldanum er teppum dreift til fjölskyldna. Gefin hafa verið segl til að skýla þeim sem búa í tjöldum eða skemmdum byggingum og útbúin eru örugg svæði þar sem börn geta leikið og lært.Á flótta Í skjóli nætur koma rúmlega 1.000 flóttamenn til Grikklands á hverjum sólarhring. Á þessu ári er heildartala sýrlenskra flóttamanna til landsins komin í 130.000 manns og stefnir í að ná 200.000 fyrir áramót. Auk þess streyma þúsundir til landa Evrópusambandsins í von um betra líf. Til að styðja flóttabörn og fjölskyldur þeirra í Grikklandi er unnið að því að tryggja að börn séu líkamlega örugg, fái nægilegan mat og sálrænan stuðning. Bleyjum, hreinlætisvörum og fæðu er dreift til barna og fjölskyldna þeirra. Um þessar mundir er unnið að átaki við að koma upp skjóli og tryggja matargjafir áður en veturinn skellur á, en áhersla er á vernd barna. Á Ítalíu er unnið á móttökustöðvum við að mæta þörfum barna og stuðla að bæði líkamlegu og andlegu heilbrigði. Þetta er gert í formi matar, lyfja, fata, hreinlætisaðstöðu og lögfræðiaðstoðar til fjölskyldna.Ákall til þjóðarinnar Vandinn er risavaxinn og meiri en svo að einstaka ríki geti borið ábyrgð á þeim gífurlega fjölda fólks sem flæðir til Evrópu. Okkur ber öllum siðferðisleg skylda til að leggja fram hjálparhönd til þeirra sem flýja stríðsátök og að tryggja að þær milljónir barna sem búa innan Sýrlands séu verndaðar gegn ofbeldinu. Barnaheill – Save the Children hafa gefið út neyðarkall til allra Evrópulanda og skorað hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við ástandinu tafarlaust. Stórauka þarf fjármagn til neyðaraðstoðar og taka á móti fleiri flóttamönnum til landsins, ekki síst börnum og fjölskyldum þeirra, sem og fylgdarlausum börnum. Gæta þarf sérstaklega að því varðandi börn sem eru fylgdarlaus að fullreynt hafi verið að finna fjölskyldur þeirra. Barnaheill hvetja fyrirtæki til að styðja starf hjálparsamtaka og höfða til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra, sérstaklega fyrirtækja sem geta greitt arð. Einnig hvetjum við hinn almenna borgara til að styðja starfið og bjarga þannig lífi flóttafólks. Hægt er að styðja mannúðarstarf Barnaheilla – Save the Children með því að hringja í söfnunarsímann 904 1900 fyrir 1.000 króna stuðning, eða með því að leggja inn upphæð að eigin vali á reikning 336-26-58, kt. 521089-1059.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun