„Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Una Sighvatsdóttir skrifar 14. september 2015 20:30 Frá og með miðnætti í kvöld eiga flóttamenn sem fara yfir landamæri Serbíu og Ungverjalands á hættu að verða handteknir og dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. Fjöldi Íslendinga stundar læknanám í Debrecen í Ungverjalandi og hefur þar aðstoðað flóttafólk að undanförnum, meðal annars veitt þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu eftir langt ferðalag. „Fólkið sem við sáum þarna það eru fjölskyldur, einstæðar mæður eru að koma líka. ´Það eru um 300 manns sem koma í gegn á sólarhring, stundum meira og stundum minna og í raun er ástandið á þeim ekki sérlega gott,“ segir Ragnheiður Anna Þórsdóttir, læknanemi í Debrecen sem slóst í lið með þarlendum sjálfboðaliðahópi læknanema.Sár og sýkt eftir flóttamannabúðirAð sögn Ragnheiðar Önnu er einungis unnt að veita fólkinu grundvallarþjónustu, svo það komist áfram leiðar sinnar, en flest hafa þau stefnt til Þýskalands. „Við sjáum mikið af sárum á fótum, sem hafa þá komið sýkingar í, líka öndunarvegssýkingar, vírussýkingar og bakteríusýkingar.“ Einungis er hægt að gefa fólkinu sýklalyf í ítrustu neyð þar sem magnið er mjög takmarkað. Sárin hlaut fólk bæði á langri og erfiðri göngu en einnig í lokuðum flóttamannabúðum við landamærin, þar sem aðbúnaður er greinilega skelfilegur að sögn Ragnheiðar Önnu. Ekki síður mikilvæg er hinsvegar túlkaþjónusta sem þeir stúdentar hafa boðið fram sem tala tungumál flóttafólksins, arabísku, farsí eða úrdú. „Það fólk hefur verið að hjálpa þeim að kaupa miða og reyna að segja þeim hvernig þau komast áfram. Því þau fá engar upplýsingar þegar þau koma inn til Ungverjalands, þau eru bara send eitthvað áfram með lest, koma til Debrecen og vita ekkert hvar þau eru, skilja jafnvel ekki stafrófið okkar.“Safna fötum og skóm í pokaAðrir íslenskir læknanemar hafa lagt sitt að mörkum með því að gefa flóttafólki helstu nauðþurftar. Einn þeirra er Ragnar Árni Ágústsson. „Ég er búinn að setja í poka og er að fara niður á lestarstöð,“ segir Ragnar og bætir við að stúdentar af öllum þjóðernum láti málið sig varða með þessum hætti. Hann gefur lítið fyrir þótt stúdentar eigi kannski lítið milli handanna sjálfir. „Við sem stúdentar eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt. Það er bara þannig. Það eru margir íslenskir nemar veit ég sem hafa farið í gegnum fataskápinn sinn og taka kannski gömul föt, notuð föt og skó og kannski teppi. Það þarf ekki að vera meira. Og svo kannski fara út í búð og kaupa einhvern mat.“ Landamærunum við Serbíu verður sem fyrr segir lokað endanlega á miðnætti. Ragnheiður segir þá sem standa fyrir hjálparstarfinu í raun ekki geta skipulagt sig lengra en klukkustund fram í tímann í einu. „Vegna þess að landamærunum verður lokað á miðnætti í kvöld þá vita þau ekki hvort að fólk sé að koma núna. Hvort að Serbarnir muni reyna að ýta þeim yfir landamærin, af því að það eru þúsundir manna sem bíða hinum megin við landamærin, en ekkert Ungverjalandsmegin.“ Flóttamenn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Frá og með miðnætti í kvöld eiga flóttamenn sem fara yfir landamæri Serbíu og Ungverjalands á hættu að verða handteknir og dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. Fjöldi Íslendinga stundar læknanám í Debrecen í Ungverjalandi og hefur þar aðstoðað flóttafólk að undanförnum, meðal annars veitt þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu eftir langt ferðalag. „Fólkið sem við sáum þarna það eru fjölskyldur, einstæðar mæður eru að koma líka. ´Það eru um 300 manns sem koma í gegn á sólarhring, stundum meira og stundum minna og í raun er ástandið á þeim ekki sérlega gott,“ segir Ragnheiður Anna Þórsdóttir, læknanemi í Debrecen sem slóst í lið með þarlendum sjálfboðaliðahópi læknanema.Sár og sýkt eftir flóttamannabúðirAð sögn Ragnheiðar Önnu er einungis unnt að veita fólkinu grundvallarþjónustu, svo það komist áfram leiðar sinnar, en flest hafa þau stefnt til Þýskalands. „Við sjáum mikið af sárum á fótum, sem hafa þá komið sýkingar í, líka öndunarvegssýkingar, vírussýkingar og bakteríusýkingar.“ Einungis er hægt að gefa fólkinu sýklalyf í ítrustu neyð þar sem magnið er mjög takmarkað. Sárin hlaut fólk bæði á langri og erfiðri göngu en einnig í lokuðum flóttamannabúðum við landamærin, þar sem aðbúnaður er greinilega skelfilegur að sögn Ragnheiðar Önnu. Ekki síður mikilvæg er hinsvegar túlkaþjónusta sem þeir stúdentar hafa boðið fram sem tala tungumál flóttafólksins, arabísku, farsí eða úrdú. „Það fólk hefur verið að hjálpa þeim að kaupa miða og reyna að segja þeim hvernig þau komast áfram. Því þau fá engar upplýsingar þegar þau koma inn til Ungverjalands, þau eru bara send eitthvað áfram með lest, koma til Debrecen og vita ekkert hvar þau eru, skilja jafnvel ekki stafrófið okkar.“Safna fötum og skóm í pokaAðrir íslenskir læknanemar hafa lagt sitt að mörkum með því að gefa flóttafólki helstu nauðþurftar. Einn þeirra er Ragnar Árni Ágústsson. „Ég er búinn að setja í poka og er að fara niður á lestarstöð,“ segir Ragnar og bætir við að stúdentar af öllum þjóðernum láti málið sig varða með þessum hætti. Hann gefur lítið fyrir þótt stúdentar eigi kannski lítið milli handanna sjálfir. „Við sem stúdentar eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt. Það er bara þannig. Það eru margir íslenskir nemar veit ég sem hafa farið í gegnum fataskápinn sinn og taka kannski gömul föt, notuð föt og skó og kannski teppi. Það þarf ekki að vera meira. Og svo kannski fara út í búð og kaupa einhvern mat.“ Landamærunum við Serbíu verður sem fyrr segir lokað endanlega á miðnætti. Ragnheiður segir þá sem standa fyrir hjálparstarfinu í raun ekki geta skipulagt sig lengra en klukkustund fram í tímann í einu. „Vegna þess að landamærunum verður lokað á miðnætti í kvöld þá vita þau ekki hvort að fólk sé að koma núna. Hvort að Serbarnir muni reyna að ýta þeim yfir landamærin, af því að það eru þúsundir manna sem bíða hinum megin við landamærin, en ekkert Ungverjalandsmegin.“
Flóttamenn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira