Viðskipti erlent

Facebook vinnur að dislike takka

Samúel Karl Ólason skrifar
Facebook vill ekki að notendur geti notað dislike takkan til að níðast á öðrum.
Facebook vill ekki að notendur geti notað dislike takkan til að níðast á öðrum. Vísir/Getty
Um áraráðir hafa notendur Facebook farið fram á að koma vanþóknun sinni og óánægju á framfæri. Þeir hafa þó einungis getað líst yfir ánægju hingað til. Starfsmenn Facebook vinna nú að svokölluðum dislike takka, þar sem notendur geta væntanlega ýtt á mynd af þumli sem beint er niður á við.

Samkvæmt Verge hafa forsvarsmenn Facebook verið á móti hugmyndinni hingað til, en þeim hefur víst snúist hugur.

Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri og eigandi Facebook, tilkynnti þetta í dag. Hann sagði að hnappurinn væri nærri því tilbúinn til prófanna.

Án þess að fara náið út í hvernig takkinn virkaði, sagði hann að takkanum væri ætlað að votta samúð með þeim sem setja inn sorgleg innlegg. Facebook vill ekki gera notendum kleift að níðast á öðrum með dislike takkanum.

Tilgangurinn væri ekki að skapa aðstæður þar sem fólk kýs um innlegg annarra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×