Vonast til að fá iPhone 6S til Íslands í október Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 10:00 Nýr iPhone kynntur Nýjasti sími Apple hefur rokið út í forsölu. Vísir/Getty Nýir iPhone-símar, iPhone 6S og iPhone 6S plus voru kynntir þann 9. september síðastliðinn. Fyrstu símarnir verða seldir í Apple-búðum þann 25. september. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland, segir að símarnir muni væntanlega koma sama dag til allra söluaðila á Íslandi. Hörður telur mjög líklegt, þar sem símarnir komu í lok október síðustu tvö árin, að þeir komi á sama tíma nú í ár. „Ég býst fastlega við símanum öðrum hvorum megin við mánaðamótin október/nóvember,“ segir Hörður. Hörður segist ekki vita hvað nýju iPhone-símarnir muni kosta, en telur líklegt að þeir verði á svipuðu verði og áður. Forsala á símanum hefur gengið mjög vel. iPhone 6S Plus er nærri því uppseldur og sala á iPhone 6S gengur einnig vel. Talið er að símarnir hafi yfir helgina slegið sölumet síðasta árs þegar 10 milljón eintök af iPhone 6 og 6 Plus voru pöntuð fyrstu helgina. Símarnir sem selst hafa í forsölu verða sendir úr verksmiðjum þann sama dag og síminn kemur í búðir vestan hafs en geta tekið allt að þrjár til fjórar vikur að skila sér til kaupenda. Því getur verið að Íslendingar geti keypt sér nýjan iPhone á sama tíma og Bandaríkjamenn. Tækni Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nýir iPhone-símar, iPhone 6S og iPhone 6S plus voru kynntir þann 9. september síðastliðinn. Fyrstu símarnir verða seldir í Apple-búðum þann 25. september. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland, segir að símarnir muni væntanlega koma sama dag til allra söluaðila á Íslandi. Hörður telur mjög líklegt, þar sem símarnir komu í lok október síðustu tvö árin, að þeir komi á sama tíma nú í ár. „Ég býst fastlega við símanum öðrum hvorum megin við mánaðamótin október/nóvember,“ segir Hörður. Hörður segist ekki vita hvað nýju iPhone-símarnir muni kosta, en telur líklegt að þeir verði á svipuðu verði og áður. Forsala á símanum hefur gengið mjög vel. iPhone 6S Plus er nærri því uppseldur og sala á iPhone 6S gengur einnig vel. Talið er að símarnir hafi yfir helgina slegið sölumet síðasta árs þegar 10 milljón eintök af iPhone 6 og 6 Plus voru pöntuð fyrstu helgina. Símarnir sem selst hafa í forsölu verða sendir úr verksmiðjum þann sama dag og síminn kemur í búðir vestan hafs en geta tekið allt að þrjár til fjórar vikur að skila sér til kaupenda. Því getur verið að Íslendingar geti keypt sér nýjan iPhone á sama tíma og Bandaríkjamenn.
Tækni Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira