Hörður Axel sem er 27 árs gamall var hluti af íslenska landsliðinu sem tók þátt í lokakeppni á stórmóti í fyrsta sinn á dögunum. Íslenska liðið lenti í sannkölluðum dauðariðli en sýndi frábæra takta á köflum er þeir héldu í lið skipuð NBA-stjörnum.
Skoraði Hörður Axel á gömlu brýnin í liðinu, Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðsson, Loga Gunnarsson, Helga Má Magnússon, Hlyn Bæringsson og Axel Kárason um að taka slaginn í næstu undankeppni aftur og að reyna að endurtaka leikinn.