Slumpað á þörfina Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. september 2015 08:00 Enn kvartar ríkissaksóknari yfir skertu fjármagni frá ríkissjóði. Embættið fær 32 milljónum minna framlag en í fyrra. Alls verður það lækkað um 50 milljónir króna vegna verkefna sem færast til embættis héraðssaksóknara með breyttri skipan ákæruvalds. Á móti koma 20 milljónir til þess að ráða í tvö ný stöðugildi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir reyndar að þessi tvö stöðugildi kosti sex milljónum meira – en vonast til að um reiknivillu sé að ræða. Gert er ráð fyrir að með því verði embættið eflt og lögð áhersla á eftirlit með rannsóknum og meðferð ákæruvalds, eftirlit með hlustunum og sérstökum rannsóknaraðferðum og fleira. Í Fréttablaðinu í gær segir Sigríður að mörg ný verkefni bætist við hjá embættinu með héraðssaksóknurum. Hún býst við mörg hundruð kærumálum vegna kynferðisbrotamála, en því var nýlega breytt að ákvörðun um saksókn í kynferðisbrotamálum verður ekki lengur á forræði ríkissaksóknara. Því verður hægt að kæra ákvarðanir um niðurfellingu slíkra mála til embættisins, eins og í öðrum málaflokkum. Í viðtali við Fréttablaðið í október í fyrra sagði Sigríður embættið ekki geta sinnt sínum lögbundnu skyldum eins og best yrði á kosið með því fjármagni sem því er úthlutað. „Maður hefur náttúrulega verið með í maganum yfir því að málsmeðferðartíminn er að lengjast. Er andvaka yfir því,“ sagði hún. Það var tími til kominn að endurskipuleggja réttarvörslukerfið og því rétt að hrósa því sem vel er gert. Það fyrirkomulag að enginn kostur væri á málskoti í málum sem ríkissaksóknari fer með ákæruvald í var óásættanlegt og í raun og veru óskiljanlegt. Í skýrslu ríkisendurskoðanda frá því fyrr á árinu um embætti ríkissaksóknara kemur fram að frá 2008 hafi innanríkisráðuneytið ekki óskað eftir fjárlagatillögum frá embættinu sem byggi á raunverulegri fjárþörf þess til að geta sinnt hlutverki sínu. Engin breyting hefur orðið þar á og fátt er um svör frá ráðuneytinu samkvæmt skýrslunni. Varað var við frekari niðurskurði hjá embættinu. Vert er að spyrja hvernig sú fjárhæð er fengin út sem ákveðið er að úthluta eins mikilvægri stofnun og æðsta handhafa ákæruvalds landsins. Ekki virðist vera sem embættinu sjálfu sé gert að leggja fram neinar upplýsingar. Þar að auki virðist slumpað á þær fjárhæðir sem gert er ráð fyrir að aukastarfskraftur kosti. Með breyttri löggjöf er vissulega ákveðnu fargi af embætti ríkissaksóknara létt. En samtímis eru verkefnin aukin og nýjum bætt við. Þeim tveimur starfsmönnum sem embættið hefur kríað út eftir dúk og disk fylgir ekki nægilegt fjármagn. Og í ofanálag er skorið niður. Álag getur verið ágætt. En þegar fólk er hætt að sofa þarf að staldra við og endurhugsa málin. Undir sífelldu álagi er hættara við að fólk geri mistök. Starfsmenn embættis ríkissaksóknara eru bara fólk eins og við hin. En mistökin þeirra eru með þeim allra dýrustu – bæði fyrir sakborninga og fórnarlömb afbrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Enn kvartar ríkissaksóknari yfir skertu fjármagni frá ríkissjóði. Embættið fær 32 milljónum minna framlag en í fyrra. Alls verður það lækkað um 50 milljónir króna vegna verkefna sem færast til embættis héraðssaksóknara með breyttri skipan ákæruvalds. Á móti koma 20 milljónir til þess að ráða í tvö ný stöðugildi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir reyndar að þessi tvö stöðugildi kosti sex milljónum meira – en vonast til að um reiknivillu sé að ræða. Gert er ráð fyrir að með því verði embættið eflt og lögð áhersla á eftirlit með rannsóknum og meðferð ákæruvalds, eftirlit með hlustunum og sérstökum rannsóknaraðferðum og fleira. Í Fréttablaðinu í gær segir Sigríður að mörg ný verkefni bætist við hjá embættinu með héraðssaksóknurum. Hún býst við mörg hundruð kærumálum vegna kynferðisbrotamála, en því var nýlega breytt að ákvörðun um saksókn í kynferðisbrotamálum verður ekki lengur á forræði ríkissaksóknara. Því verður hægt að kæra ákvarðanir um niðurfellingu slíkra mála til embættisins, eins og í öðrum málaflokkum. Í viðtali við Fréttablaðið í október í fyrra sagði Sigríður embættið ekki geta sinnt sínum lögbundnu skyldum eins og best yrði á kosið með því fjármagni sem því er úthlutað. „Maður hefur náttúrulega verið með í maganum yfir því að málsmeðferðartíminn er að lengjast. Er andvaka yfir því,“ sagði hún. Það var tími til kominn að endurskipuleggja réttarvörslukerfið og því rétt að hrósa því sem vel er gert. Það fyrirkomulag að enginn kostur væri á málskoti í málum sem ríkissaksóknari fer með ákæruvald í var óásættanlegt og í raun og veru óskiljanlegt. Í skýrslu ríkisendurskoðanda frá því fyrr á árinu um embætti ríkissaksóknara kemur fram að frá 2008 hafi innanríkisráðuneytið ekki óskað eftir fjárlagatillögum frá embættinu sem byggi á raunverulegri fjárþörf þess til að geta sinnt hlutverki sínu. Engin breyting hefur orðið þar á og fátt er um svör frá ráðuneytinu samkvæmt skýrslunni. Varað var við frekari niðurskurði hjá embættinu. Vert er að spyrja hvernig sú fjárhæð er fengin út sem ákveðið er að úthluta eins mikilvægri stofnun og æðsta handhafa ákæruvalds landsins. Ekki virðist vera sem embættinu sjálfu sé gert að leggja fram neinar upplýsingar. Þar að auki virðist slumpað á þær fjárhæðir sem gert er ráð fyrir að aukastarfskraftur kosti. Með breyttri löggjöf er vissulega ákveðnu fargi af embætti ríkissaksóknara létt. En samtímis eru verkefnin aukin og nýjum bætt við. Þeim tveimur starfsmönnum sem embættið hefur kríað út eftir dúk og disk fylgir ekki nægilegt fjármagn. Og í ofanálag er skorið niður. Álag getur verið ágætt. En þegar fólk er hætt að sofa þarf að staldra við og endurhugsa málin. Undir sífelldu álagi er hættara við að fólk geri mistök. Starfsmenn embættis ríkissaksóknara eru bara fólk eins og við hin. En mistökin þeirra eru með þeim allra dýrustu – bæði fyrir sakborninga og fórnarlömb afbrota.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun