Einungis ein tillaga skilar sér inn í fjárlögin Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2015 07:00 Lagt var til að flytja um 90 stöðugildi í landshlutann, langflest til Skagafjarðar, og að árlegur kostnaður við tillögurnar yrði um 350 milljónir króna. Aðeins eina þeirra 25 tillagna sem landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra lagði fram fyrir ríkisstjórn í október í fyrra er að finna í fjárlögum fyrir árið 2016. Stefán Vagn Stefánsson, formaður bæjarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, er ósáttur við hversu lengi hefur dregist að vinna úr tillögunum í forsætisráðuneytinu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 9. maí árið 2014 að setja á laggirnar landshlutanefnd til þess að koma með tillögur sem miðuðu að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu frá Húnaflóa í vestri til Skagafjarðar í austri. Nefndin var undir forystu forsætisráðuneytis. Nefndin skilaði tillögunum 25 fyrir 1. nóvember í fyrra. Ein tillaga nefndarinnar hljóðaði upp á að ný starfsstöð utanríkisráðuneytisins yrði flutt á Hvammstanga og að minnsta kosti þrjú störf flutt frá Reykjavík af því tilefni. Í fjárlagafrumvarpinu er leitað eftir 26 milljóna króna framlagi í því skyni að opna starfsstöð á landsbyggðinni til að sinna skjalavörslu fyrir sendiskrifstofur. Þó ekki sé þess getið hvar þessi nýja starfsstöð verði sett á laggirnar er talað um að þetta rími við tillögur landshlutanefndarinnar.Stefán Vagn Stefánsson, formaður NV-nefndar og oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði.vísir/valliStefán Vagn var formaður nefndarinnar. Hann er ósáttur við hversu langan tíma hefur tekið að vinna úr þessum tillögum í forsætisráðuneytinu. „Það eru vissulega vonbrigði að engin þeirra tillagna sem við komum fram með hafi náð inn í fjárlagafrumvarpið sem nú er til meðferðar. Við hins vegar vonumst eftir því að eitthvað af þeim tillögum sem við komum með fari inn á fjárlög sem breytingartillaga inni í fjárlaganefnd þingsins. Það er nú liðið næstum ár síðan við skiluðum inn tillögum og ég trúi því ekki að menn setji á fót nefnd sem skilar tillögum ef ekkert á svo að gera með þær,“ segir Stefán Vagn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum forsætisráðuneytisins við því hvers vegna svo fáar tillögur frá nefndinni væru komnar fram. Í svari ráðuneytisins kemur fram að tillögurnar hafi verið til skoðunar í fagráðuneytum og áætlað er að ráðuneytin ljúki umfjöllun sinni á næstu vikum. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að málið komi að nýju til umfjöllunar í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Aðeins eina þeirra 25 tillagna sem landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra lagði fram fyrir ríkisstjórn í október í fyrra er að finna í fjárlögum fyrir árið 2016. Stefán Vagn Stefánsson, formaður bæjarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, er ósáttur við hversu lengi hefur dregist að vinna úr tillögunum í forsætisráðuneytinu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 9. maí árið 2014 að setja á laggirnar landshlutanefnd til þess að koma með tillögur sem miðuðu að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu frá Húnaflóa í vestri til Skagafjarðar í austri. Nefndin var undir forystu forsætisráðuneytis. Nefndin skilaði tillögunum 25 fyrir 1. nóvember í fyrra. Ein tillaga nefndarinnar hljóðaði upp á að ný starfsstöð utanríkisráðuneytisins yrði flutt á Hvammstanga og að minnsta kosti þrjú störf flutt frá Reykjavík af því tilefni. Í fjárlagafrumvarpinu er leitað eftir 26 milljóna króna framlagi í því skyni að opna starfsstöð á landsbyggðinni til að sinna skjalavörslu fyrir sendiskrifstofur. Þó ekki sé þess getið hvar þessi nýja starfsstöð verði sett á laggirnar er talað um að þetta rími við tillögur landshlutanefndarinnar.Stefán Vagn Stefánsson, formaður NV-nefndar og oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði.vísir/valliStefán Vagn var formaður nefndarinnar. Hann er ósáttur við hversu langan tíma hefur tekið að vinna úr þessum tillögum í forsætisráðuneytinu. „Það eru vissulega vonbrigði að engin þeirra tillagna sem við komum fram með hafi náð inn í fjárlagafrumvarpið sem nú er til meðferðar. Við hins vegar vonumst eftir því að eitthvað af þeim tillögum sem við komum með fari inn á fjárlög sem breytingartillaga inni í fjárlaganefnd þingsins. Það er nú liðið næstum ár síðan við skiluðum inn tillögum og ég trúi því ekki að menn setji á fót nefnd sem skilar tillögum ef ekkert á svo að gera með þær,“ segir Stefán Vagn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum forsætisráðuneytisins við því hvers vegna svo fáar tillögur frá nefndinni væru komnar fram. Í svari ráðuneytisins kemur fram að tillögurnar hafi verið til skoðunar í fagráðuneytum og áætlað er að ráðuneytin ljúki umfjöllun sinni á næstu vikum. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að málið komi að nýju til umfjöllunar í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira