Einungis ein tillaga skilar sér inn í fjárlögin Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2015 07:00 Lagt var til að flytja um 90 stöðugildi í landshlutann, langflest til Skagafjarðar, og að árlegur kostnaður við tillögurnar yrði um 350 milljónir króna. Aðeins eina þeirra 25 tillagna sem landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra lagði fram fyrir ríkisstjórn í október í fyrra er að finna í fjárlögum fyrir árið 2016. Stefán Vagn Stefánsson, formaður bæjarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, er ósáttur við hversu lengi hefur dregist að vinna úr tillögunum í forsætisráðuneytinu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 9. maí árið 2014 að setja á laggirnar landshlutanefnd til þess að koma með tillögur sem miðuðu að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu frá Húnaflóa í vestri til Skagafjarðar í austri. Nefndin var undir forystu forsætisráðuneytis. Nefndin skilaði tillögunum 25 fyrir 1. nóvember í fyrra. Ein tillaga nefndarinnar hljóðaði upp á að ný starfsstöð utanríkisráðuneytisins yrði flutt á Hvammstanga og að minnsta kosti þrjú störf flutt frá Reykjavík af því tilefni. Í fjárlagafrumvarpinu er leitað eftir 26 milljóna króna framlagi í því skyni að opna starfsstöð á landsbyggðinni til að sinna skjalavörslu fyrir sendiskrifstofur. Þó ekki sé þess getið hvar þessi nýja starfsstöð verði sett á laggirnar er talað um að þetta rími við tillögur landshlutanefndarinnar.Stefán Vagn Stefánsson, formaður NV-nefndar og oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði.vísir/valliStefán Vagn var formaður nefndarinnar. Hann er ósáttur við hversu langan tíma hefur tekið að vinna úr þessum tillögum í forsætisráðuneytinu. „Það eru vissulega vonbrigði að engin þeirra tillagna sem við komum fram með hafi náð inn í fjárlagafrumvarpið sem nú er til meðferðar. Við hins vegar vonumst eftir því að eitthvað af þeim tillögum sem við komum með fari inn á fjárlög sem breytingartillaga inni í fjárlaganefnd þingsins. Það er nú liðið næstum ár síðan við skiluðum inn tillögum og ég trúi því ekki að menn setji á fót nefnd sem skilar tillögum ef ekkert á svo að gera með þær,“ segir Stefán Vagn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum forsætisráðuneytisins við því hvers vegna svo fáar tillögur frá nefndinni væru komnar fram. Í svari ráðuneytisins kemur fram að tillögurnar hafi verið til skoðunar í fagráðuneytum og áætlað er að ráðuneytin ljúki umfjöllun sinni á næstu vikum. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að málið komi að nýju til umfjöllunar í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Aðeins eina þeirra 25 tillagna sem landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra lagði fram fyrir ríkisstjórn í október í fyrra er að finna í fjárlögum fyrir árið 2016. Stefán Vagn Stefánsson, formaður bæjarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, er ósáttur við hversu lengi hefur dregist að vinna úr tillögunum í forsætisráðuneytinu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 9. maí árið 2014 að setja á laggirnar landshlutanefnd til þess að koma með tillögur sem miðuðu að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu frá Húnaflóa í vestri til Skagafjarðar í austri. Nefndin var undir forystu forsætisráðuneytis. Nefndin skilaði tillögunum 25 fyrir 1. nóvember í fyrra. Ein tillaga nefndarinnar hljóðaði upp á að ný starfsstöð utanríkisráðuneytisins yrði flutt á Hvammstanga og að minnsta kosti þrjú störf flutt frá Reykjavík af því tilefni. Í fjárlagafrumvarpinu er leitað eftir 26 milljóna króna framlagi í því skyni að opna starfsstöð á landsbyggðinni til að sinna skjalavörslu fyrir sendiskrifstofur. Þó ekki sé þess getið hvar þessi nýja starfsstöð verði sett á laggirnar er talað um að þetta rími við tillögur landshlutanefndarinnar.Stefán Vagn Stefánsson, formaður NV-nefndar og oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði.vísir/valliStefán Vagn var formaður nefndarinnar. Hann er ósáttur við hversu langan tíma hefur tekið að vinna úr þessum tillögum í forsætisráðuneytinu. „Það eru vissulega vonbrigði að engin þeirra tillagna sem við komum fram með hafi náð inn í fjárlagafrumvarpið sem nú er til meðferðar. Við hins vegar vonumst eftir því að eitthvað af þeim tillögum sem við komum með fari inn á fjárlög sem breytingartillaga inni í fjárlaganefnd þingsins. Það er nú liðið næstum ár síðan við skiluðum inn tillögum og ég trúi því ekki að menn setji á fót nefnd sem skilar tillögum ef ekkert á svo að gera með þær,“ segir Stefán Vagn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum forsætisráðuneytisins við því hvers vegna svo fáar tillögur frá nefndinni væru komnar fram. Í svari ráðuneytisins kemur fram að tillögurnar hafi verið til skoðunar í fagráðuneytum og áætlað er að ráðuneytin ljúki umfjöllun sinni á næstu vikum. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að málið komi að nýju til umfjöllunar í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira