Læknisskoðun að baki hjá Jóni Arnóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2015 22:28 Jón Arnór keyrir á spænska risann Pau Gasol í leik gegn Spánverjum á EM í Berlín. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og nýjasti liðsmaður Valencia Basket Club, er mættur til spænsku borgarinnar á austurströnd Spánar. Hann gekkst undir allsherjar læknisskoðun hjá félaginu í dag þar sem hann var myndaður í bak og fyrir auk þess sem hann gekkst undir þolpróf. Jón Arnór, sem fór á kostum með karlalandsliðinu á Evrópumótinu í Berlín, sagði í samtali við Vísi í kvöld að skoðunin hefði gengið vel. Nú tæki við einn frídagur á morgun áður en hann æfir með nýjum liðsfélögum sínum á föstudag. „Ég fékk einn aukafrídag,“ sagði Jón Arnór sem kenndi sér aðeins í hægra hné eftir tapið gegn Ítölum í hörkuleik í Berlín. Meiðslin höfðu þó lítil áhrif á frammistöðu hans gegn Serbum og Tyrkjum.Jón Arnór spilaði fimm leiki á sex dögum með íslenska landsliðinu á EM í Berlín og fór á kostum.Vísir/ValliSmá bólga og vökvi - ekkert alvarlegt „Það þurfti aðeins að sprauta í hnéð,“ sagði Jón Arnór sem fór í segulómskoðun vegna meiðslanna. Þar fékkst staðfest að ekkert alvarlegt væri á ferðinni heldur myndaðist aðeins bólga og vökvi vegna núnings hnéskeljar við brjóskið. Jón Arnór hélt utan til Valencia í gær og hitti þá nýju liðsfélagana. Jón Arnór þekkir ágætlega til í Valencia en hann samdi við félagið, sem þá hét Pamesa Valencia, til þriggja ára sumarið 2006. Hann átti þó erfitt uppdráttar þar meðal annars vegna meiðsla á ökkla sem hann varð fyrir í landsleik og yfirgaf félagið í febrúar 2007. Landsliðsmaðurinn samdi til þriggja mánaða við spænska félagið en telja má afar líklegt að félagið vlji tryggja sér þjónustu hans til lengri tíma áður en langt um líður. Jón Arnór var kjörinn íþróttamaður ársins í janúar síðastliðnum en hann leikur nú með ellefta liði sínu á fjórtán ára atvinnumannaferli.Að neðan má sjá Jón Arnór í læknisskoðuninni í dag.Le presentaremos el viernes en el KM.0 del “Circuit 5K Jardí del Túria”. Tramo 11 bajo puente Ángel Custodio. ¿Te...Posted by Valencia Basket Club on Wednesday, September 16, 2015 EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór semur við Valencia Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni. 10. september 2015 22:41 Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og nýjasti liðsmaður Valencia Basket Club, er mættur til spænsku borgarinnar á austurströnd Spánar. Hann gekkst undir allsherjar læknisskoðun hjá félaginu í dag þar sem hann var myndaður í bak og fyrir auk þess sem hann gekkst undir þolpróf. Jón Arnór, sem fór á kostum með karlalandsliðinu á Evrópumótinu í Berlín, sagði í samtali við Vísi í kvöld að skoðunin hefði gengið vel. Nú tæki við einn frídagur á morgun áður en hann æfir með nýjum liðsfélögum sínum á föstudag. „Ég fékk einn aukafrídag,“ sagði Jón Arnór sem kenndi sér aðeins í hægra hné eftir tapið gegn Ítölum í hörkuleik í Berlín. Meiðslin höfðu þó lítil áhrif á frammistöðu hans gegn Serbum og Tyrkjum.Jón Arnór spilaði fimm leiki á sex dögum með íslenska landsliðinu á EM í Berlín og fór á kostum.Vísir/ValliSmá bólga og vökvi - ekkert alvarlegt „Það þurfti aðeins að sprauta í hnéð,“ sagði Jón Arnór sem fór í segulómskoðun vegna meiðslanna. Þar fékkst staðfest að ekkert alvarlegt væri á ferðinni heldur myndaðist aðeins bólga og vökvi vegna núnings hnéskeljar við brjóskið. Jón Arnór hélt utan til Valencia í gær og hitti þá nýju liðsfélagana. Jón Arnór þekkir ágætlega til í Valencia en hann samdi við félagið, sem þá hét Pamesa Valencia, til þriggja ára sumarið 2006. Hann átti þó erfitt uppdráttar þar meðal annars vegna meiðsla á ökkla sem hann varð fyrir í landsleik og yfirgaf félagið í febrúar 2007. Landsliðsmaðurinn samdi til þriggja mánaða við spænska félagið en telja má afar líklegt að félagið vlji tryggja sér þjónustu hans til lengri tíma áður en langt um líður. Jón Arnór var kjörinn íþróttamaður ársins í janúar síðastliðnum en hann leikur nú með ellefta liði sínu á fjórtán ára atvinnumannaferli.Að neðan má sjá Jón Arnór í læknisskoðuninni í dag.Le presentaremos el viernes en el KM.0 del “Circuit 5K Jardí del Túria”. Tramo 11 bajo puente Ángel Custodio. ¿Te...Posted by Valencia Basket Club on Wednesday, September 16, 2015
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór semur við Valencia Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni. 10. september 2015 22:41 Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Jón Arnór semur við Valencia Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni. 10. september 2015 22:41
Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13
Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31