Valanciunas frábær í sigri Litháa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2015 22:59 Jonas Valanciunas átti frábæran leik í kvöld. vísir/getty Litháen varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í körfubolta, EuroBasket, eftir 10 stiga sigur, 95-85, á Ítalíu. Leikurinn var jafn og spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. Litháar voru þremur stigum yfir, 79-76, þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en vítaskot frá Pietro Aradori og sniðsskot frá Dario Gallinari tryggðu Ítölum framlengingu. Jonas Valanciunas skoraði fyrstu stig framlengingarinnar en Gallinari jafnaði strax í 81-81. En þá tóku Litháar yfir, skoruðu níu stig gegn tveimur Ítala og náðu sjö stiga forskoti, 90-83. Þá forystu létu Litháar ekki af hendi og þeir fögnuðu á endanum 10 stiga sigri, 95-85, og sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta Serbíu.Sjá einnig: Serbar í undanúrslit eftir 14 stiga sigur á Tékkum Valanciunas átti frábæran leik í liði Litháen en hann skoraði 26 stig og tók 15 fráköst. Þessi öflugi leikmaður Toronto Raptors í NBA-deildinni hitti úr 11 af 13 skotum sínum í leiknum. Raunar var skotnýting Litháa frábær í kvöld en þeir hittu úr 54,0% skota sinna inni í teig og 61,0% af þriggja stiga skotum þeirra rötuðu rétta leið. Til samanburðar var þriggja stiga skotnýting Ítala aðeins 29,0%. Jonas Maciulis átti einnig flottan leik í liði Litháa; skoraði 19 stig og tók 10 fráköst. Mantas Kalnietis stóð einnig fyrir sínu með 14 stig og 11 stoðsendingar. Gallinari var stigahæstur í liði Ítala með 21 stig en Marco Belinelli kom næstur með 18 stig. EM 2015 í Berlín Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira
Litháen varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í körfubolta, EuroBasket, eftir 10 stiga sigur, 95-85, á Ítalíu. Leikurinn var jafn og spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. Litháar voru þremur stigum yfir, 79-76, þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en vítaskot frá Pietro Aradori og sniðsskot frá Dario Gallinari tryggðu Ítölum framlengingu. Jonas Valanciunas skoraði fyrstu stig framlengingarinnar en Gallinari jafnaði strax í 81-81. En þá tóku Litháar yfir, skoruðu níu stig gegn tveimur Ítala og náðu sjö stiga forskoti, 90-83. Þá forystu létu Litháar ekki af hendi og þeir fögnuðu á endanum 10 stiga sigri, 95-85, og sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta Serbíu.Sjá einnig: Serbar í undanúrslit eftir 14 stiga sigur á Tékkum Valanciunas átti frábæran leik í liði Litháen en hann skoraði 26 stig og tók 15 fráköst. Þessi öflugi leikmaður Toronto Raptors í NBA-deildinni hitti úr 11 af 13 skotum sínum í leiknum. Raunar var skotnýting Litháa frábær í kvöld en þeir hittu úr 54,0% skota sinna inni í teig og 61,0% af þriggja stiga skotum þeirra rötuðu rétta leið. Til samanburðar var þriggja stiga skotnýting Ítala aðeins 29,0%. Jonas Maciulis átti einnig flottan leik í liði Litháa; skoraði 19 stig og tók 10 fráköst. Mantas Kalnietis stóð einnig fyrir sínu með 14 stig og 11 stoðsendingar. Gallinari var stigahæstur í liði Ítala með 21 stig en Marco Belinelli kom næstur með 18 stig.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti