Biskupar segja að okkur beri að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2015 16:33 Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Vísir/GVA Biskupar Þjóðkirkjunnar hvetja allt kirkjufólk til að bregðast fljótt og af hlýju við þeim mikla vanda er við blasir varðandi flótta fólks frá heimalandi sínu. „Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur, segir í sameiginlegri tilkynningu frá þeim Agnesi M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskup í Skálholti, og Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum. „Hin kristna köllun gagnvart náunga okkar birtist í orðum Jesú þar sem hann segir: “Því að hungraður var ég og þið gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þið gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þið hýstuð mig, nakinn og þið klædduð mig, sjúkur var ég og þið vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þið komuð til mín. Allt sem þið gerið einum minna minnstu bræðra og systra það gerið þið mér.” (Matt. 25. 35-36, 40b) Móðir Teresa hafði þessi orð í huga þegar hún gekk um á milli hinna fátæku í Kalkútta. Hún sá ásjónu Jesú í andlitum hinna stéttlausu sem lágu í göturæsinu. Sem aldrei fyrr beinast þessi orð beinlínis að okkur. Tugþúsundir eru á flótta og í leit að nýjum heimkynnum. Það er þakkar - og gleðiefni að meiri hluti þjóðarinnar vill bregðast vel við og taka vel á móti þeim sem hingað leita. Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur. Því viljum við hvetja söfnuði landsins til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma flóttafólki til hjálpar eftir þeim mætti sem þeir ráða við, hver á sínum stað. Söfnuðir eru hvattir til að vinna með sveitastjórnum sínum, og hjálparsamtökum sem skipuleggja móttöku flóttafólksins, en einnig að taka frumkvæði í að styðja einstaklinga, börn og aldraða sem orðið hafa fyrir ólýsanlegum hremmingum. Sýnum kærleikann í verki og verum öll með í þessari stóru köllun samtímans,“ segir í tilkynningunni. Flóttamenn Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Biskupar Þjóðkirkjunnar hvetja allt kirkjufólk til að bregðast fljótt og af hlýju við þeim mikla vanda er við blasir varðandi flótta fólks frá heimalandi sínu. „Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur, segir í sameiginlegri tilkynningu frá þeim Agnesi M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskup í Skálholti, og Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum. „Hin kristna köllun gagnvart náunga okkar birtist í orðum Jesú þar sem hann segir: “Því að hungraður var ég og þið gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þið gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þið hýstuð mig, nakinn og þið klædduð mig, sjúkur var ég og þið vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þið komuð til mín. Allt sem þið gerið einum minna minnstu bræðra og systra það gerið þið mér.” (Matt. 25. 35-36, 40b) Móðir Teresa hafði þessi orð í huga þegar hún gekk um á milli hinna fátæku í Kalkútta. Hún sá ásjónu Jesú í andlitum hinna stéttlausu sem lágu í göturæsinu. Sem aldrei fyrr beinast þessi orð beinlínis að okkur. Tugþúsundir eru á flótta og í leit að nýjum heimkynnum. Það er þakkar - og gleðiefni að meiri hluti þjóðarinnar vill bregðast vel við og taka vel á móti þeim sem hingað leita. Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur. Því viljum við hvetja söfnuði landsins til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma flóttafólki til hjálpar eftir þeim mætti sem þeir ráða við, hver á sínum stað. Söfnuðir eru hvattir til að vinna með sveitastjórnum sínum, og hjálparsamtökum sem skipuleggja móttöku flóttafólksins, en einnig að taka frumkvæði í að styðja einstaklinga, börn og aldraða sem orðið hafa fyrir ólýsanlegum hremmingum. Sýnum kærleikann í verki og verum öll með í þessari stóru köllun samtímans,“ segir í tilkynningunni.
Flóttamenn Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira