Fótbolti

Eitt lítið skref eftir hjá Þrótturum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Jónsson er búinn að raða inn mörkum fyrir Þrótt.
Viktor Jónsson er búinn að raða inn mörkum fyrir Þrótt. vísir/anton
Þróttarar geta tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla í dag þegar lokaumferð 1. deildar karla fer fram. Þróttur sem spilaði síðast í úrvalsdeildinni 2009 en liðinu nægir jafntefli á heimavelli á móti Selfossi til að komast aftur upp.

Þróttur hefur þriggja stiga og sex marka forskot á KA sem þýðir að aðeins stórt tap og stórsigur KA á nágrönnum sínum í Þór á sama tíma kemur KA-mönnum upp fyrir Þrótt. Þróttarar ætla skapa skemmtilega umgjörð í kringum leikinn en hann mun blandast inn Októberfest-hátíð félagsins í risatjaldi í Laugardal.

Víkingar úr Ólafsvík hafa tryggt sér sigur í deildinni fyrir nokkru og taka við bikarnum eftir heimaleik á móti Fjarðabyggð. Þeir hafa þegar jafnað stigametið í B-deildinni og taka það af Skagamönnum með því að ná í stig.

Þróttarar geta ekki aðeins komist upp í kvöld því þeir geta einnig eignast markakóng deildarinnar. Til að svo verði þarf þó Viktor Jónsson að skora tveimur mörkum fleiri í lokaumferðinni en Haukamaðurinn Björgvin Stefánsson.

Haukar spila við HK í Kórnum. Þrír leikir verða í beinni í lokaumferðinni. leikur Víkinga og Fjarðabyggðar er sýndur á Bravó, leikur Þór og KA á Vísi og leikur Þróttar og Selfoss á Sporttv. Allir leikir hefjast klukkan 14.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×