Talar sjaldan við Óla Stef Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2015 08:00 Ólafur Stefánsson tók fram skóna í vetur og spilaði með Kolding í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Daníel Jón Arnór Stefánsson er yngstur fimm systkina. Elst er Íris, svo kemur Ólafur, næstur Eggert og svo Stefanía. Um mikla íþróttafjölskyldu er að ræða en Eggert spilaði með Fram í efstu deild í fótbolta, Stefanía sankaði að sér verðlaunum í tennis og Ólaf Stefánsson þarf varla að kynna fyrir neinum, hlaðinn verðlaunum eftir langan atvinnumannaferil í handbolta. Ólafur hefur verið leiðtogi karlalandsliðsins í handbolta sem vann frækin afrek þar sem silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 stendur upp úr. Jón Arnór hefur á svipaðan hátt leitt körfuboltalandsliðið á nýjar slóðir eftir fyrsta stórmót landsliðsins í Berlín. Jón Arnór segir þá Ólaf þó aldrei hafa rætt saman um hlutverk leiðtogans eða lært hvor af öðrum.Sjá einnig: „Hvað er málið með þennan númer átta?“ „Við tölum voðalega lítið saman til að byrja með,“ segir Jón Arnór. Þegar þeir ræði saman á annað borð sitji þó mikið eftir. Þeir hafi reyndar náð kaffibolla fyrr í sumar eftir viðtal hjá RÚV þar sem þeir ræddu í klukkutíma. „Ég var að reyna að útskýra fyrir honum ákveðna hluti á mínum ferli, hvernig mér liði gagnvart landsliðinu og fleira. Hann kom með mjög góða punkta eins og að við yrðum að fá eins mikið út úr þessari keppni og við gætum. Það yrði að vera ákveðið markmið, ekki bara að fara og vera ánægðir. Hefðum við tapað öllum leikjunum með fimmtíu stigum og ekki staðið í liðunum hefðum við ekki getað gengið sáttir frá borði. Það hefði verið allt önnur tilfinning.“Jón Arnór einbeittur í leik Íslands og Tyrklands á EM í Berlín.Vísir/ValliBreytist þegar allir verða á Íslandi Það kemur blaðamanni mjög á óvart að Jón Arnór og Ólafur talist ekki oftar við. Þeir eru bræður, báðir atvinnumenn og með sameiginleg áhugamál. „Ég hef alltaf verið úti og hann úti í sínu svo við höfum varla hist einu sinni yfir sumarið. Svo er hann rokinn í stórmót og við aldrei náð að tengjast,“ segir Jón Arnór. Þeir ræði samt alltaf að þegar þeir flytji heim muni það breytast. „Óli er nú fluttur heim og orðinn þokkalega jarðbundinn. Þá kannski byrjar eitthvað og það myndast meiri tengsl,“ segir Jón Arnór. Það séu þó alltaf fagnarfundir þegar þeir hittist og mjög náttúrulegt, eins og þeir hafi verið að ræða saman í gær. „Þannig eiga bræðratengslin að vera,“ segir Jón Arnór. Hann tali sömuleiðis lítið við Eggert bróður sinn þótt samband þeirra sé mjög náið. Þeir tali um allt milli himins og jarðar þegar þeir hittast. „Við erum bara svo lélegir að taka upp símann og hringja.“Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.Að neðan má sjá innslag sem spænsk sjónvarpsstöð vann í tilefni af komu Jóns Arnórs til CAI Zaragoza árið 2011. Þar er fjallað um boltabræðurna Eggert, Ólaf og Jón Arnór. EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson er yngstur fimm systkina. Elst er Íris, svo kemur Ólafur, næstur Eggert og svo Stefanía. Um mikla íþróttafjölskyldu er að ræða en Eggert spilaði með Fram í efstu deild í fótbolta, Stefanía sankaði að sér verðlaunum í tennis og Ólaf Stefánsson þarf varla að kynna fyrir neinum, hlaðinn verðlaunum eftir langan atvinnumannaferil í handbolta. Ólafur hefur verið leiðtogi karlalandsliðsins í handbolta sem vann frækin afrek þar sem silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 stendur upp úr. Jón Arnór hefur á svipaðan hátt leitt körfuboltalandsliðið á nýjar slóðir eftir fyrsta stórmót landsliðsins í Berlín. Jón Arnór segir þá Ólaf þó aldrei hafa rætt saman um hlutverk leiðtogans eða lært hvor af öðrum.Sjá einnig: „Hvað er málið með þennan númer átta?“ „Við tölum voðalega lítið saman til að byrja með,“ segir Jón Arnór. Þegar þeir ræði saman á annað borð sitji þó mikið eftir. Þeir hafi reyndar náð kaffibolla fyrr í sumar eftir viðtal hjá RÚV þar sem þeir ræddu í klukkutíma. „Ég var að reyna að útskýra fyrir honum ákveðna hluti á mínum ferli, hvernig mér liði gagnvart landsliðinu og fleira. Hann kom með mjög góða punkta eins og að við yrðum að fá eins mikið út úr þessari keppni og við gætum. Það yrði að vera ákveðið markmið, ekki bara að fara og vera ánægðir. Hefðum við tapað öllum leikjunum með fimmtíu stigum og ekki staðið í liðunum hefðum við ekki getað gengið sáttir frá borði. Það hefði verið allt önnur tilfinning.“Jón Arnór einbeittur í leik Íslands og Tyrklands á EM í Berlín.Vísir/ValliBreytist þegar allir verða á Íslandi Það kemur blaðamanni mjög á óvart að Jón Arnór og Ólafur talist ekki oftar við. Þeir eru bræður, báðir atvinnumenn og með sameiginleg áhugamál. „Ég hef alltaf verið úti og hann úti í sínu svo við höfum varla hist einu sinni yfir sumarið. Svo er hann rokinn í stórmót og við aldrei náð að tengjast,“ segir Jón Arnór. Þeir ræði samt alltaf að þegar þeir flytji heim muni það breytast. „Óli er nú fluttur heim og orðinn þokkalega jarðbundinn. Þá kannski byrjar eitthvað og það myndast meiri tengsl,“ segir Jón Arnór. Það séu þó alltaf fagnarfundir þegar þeir hittist og mjög náttúrulegt, eins og þeir hafi verið að ræða saman í gær. „Þannig eiga bræðratengslin að vera,“ segir Jón Arnór. Hann tali sömuleiðis lítið við Eggert bróður sinn þótt samband þeirra sé mjög náið. Þeir tali um allt milli himins og jarðar þegar þeir hittast. „Við erum bara svo lélegir að taka upp símann og hringja.“Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.Að neðan má sjá innslag sem spænsk sjónvarpsstöð vann í tilefni af komu Jóns Arnórs til CAI Zaragoza árið 2011. Þar er fjallað um boltabræðurna Eggert, Ólaf og Jón Arnór.
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00