Flugslysaæfing hafin í Grímsey Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2015 10:55 Aðstæður í Grímsey eru þannig að þar eru einungis hluti hinna hefðbundnu viðbragðsaðila eins og lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir, Rauði krossinn og heilbrigðisstarfsmenn. Sömu einstaklingar eru að hluta til í slökkviliði og björgunarsveit. Vísir/pjetur Flugslysaæfing hófst í Grímsey fyrr í dag þar sem æfð eru viðbrögð við flugslysi. Markmiðið með flugslysaæfingum er að láta reyna á samvinnu allra viðbragðseininga á því svæði sem flugslys verða. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að aðstæður í Grímsey séu þannig að þar sé einungis hluti hinna hefðbundnu viðbragðsaðila eins og lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir, Rauði krossinn og heilbrigðisstarfsmenn. Sömu einstaklingar eru að hluta til í slökkviliði og björgunarsveit. „Verði stóráfall í Grímsey er gert ráð fyrir að aðstoð berist frá nærliggjandi svæðum en þangað til sú aðstoð berst, reynir á heimamenn. Við undirbúning á æfingunni var boðið upp á fræðslu í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og var lögð áhersla á að sem flestir gætu nýtt sér þá fræðslu. Farið var yfir skipulag á slysavettvangi, umönnun og bráðaflokkun slasaðra, aðkomu að flugslysi, slökkvistarf og björgun. Að fræðslunni komu ráðgjafar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Isavia, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Landspítala, slökkviliði Akureyrar og fleiri. Margir tóku þátt í fræðslunni sem var í boði og var áhugi heimamanna mikill. Æfingin hófst með því að sent var SMS í farsíma í Grímsey þar sem íbúar fengu tilkynningu um æfinguna og að flugvél hefði brotlent við enda flugvallarins. Þó svo að aðalmarkmið æfingarinnar hafi verið flugslys, þá nýtist fræðslan og undirbúningurinn þeim sem taka þátt í æfingunni við hvaða slys sem er. Hægt verður að fylgjast með æfingunni síðar í dag í Facebook-síðu almannavarnadeildarinnar,“ segir í tilkynningunni.Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Saturday, 19 September 2015 Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Flugslysaæfing hófst í Grímsey fyrr í dag þar sem æfð eru viðbrögð við flugslysi. Markmiðið með flugslysaæfingum er að láta reyna á samvinnu allra viðbragðseininga á því svæði sem flugslys verða. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að aðstæður í Grímsey séu þannig að þar sé einungis hluti hinna hefðbundnu viðbragðsaðila eins og lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir, Rauði krossinn og heilbrigðisstarfsmenn. Sömu einstaklingar eru að hluta til í slökkviliði og björgunarsveit. „Verði stóráfall í Grímsey er gert ráð fyrir að aðstoð berist frá nærliggjandi svæðum en þangað til sú aðstoð berst, reynir á heimamenn. Við undirbúning á æfingunni var boðið upp á fræðslu í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og var lögð áhersla á að sem flestir gætu nýtt sér þá fræðslu. Farið var yfir skipulag á slysavettvangi, umönnun og bráðaflokkun slasaðra, aðkomu að flugslysi, slökkvistarf og björgun. Að fræðslunni komu ráðgjafar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Isavia, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Landspítala, slökkviliði Akureyrar og fleiri. Margir tóku þátt í fræðslunni sem var í boði og var áhugi heimamanna mikill. Æfingin hófst með því að sent var SMS í farsíma í Grímsey þar sem íbúar fengu tilkynningu um æfinguna og að flugvél hefði brotlent við enda flugvallarins. Þó svo að aðalmarkmið æfingarinnar hafi verið flugslys, þá nýtist fræðslan og undirbúningurinn þeim sem taka þátt í æfingunni við hvaða slys sem er. Hægt verður að fylgjast með æfingunni síðar í dag í Facebook-síðu almannavarnadeildarinnar,“ segir í tilkynningunni.Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Saturday, 19 September 2015
Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira