Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 1-1 | Blikar þurfa að bíða eftir titlinum Guðmundur Marinó Ingvarsson á JÁVERK-vellinum skrifar 1. september 2015 09:38 Úr leik liðanna í kvöld. Ljósmynd / Sunnlenska fréttablaðið Selfoss og Breiðablik skildu jöfn 1-1 á Selfossi í Pepsí deild kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik er því enn einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum þegar tvær umferðir eru eftir. Breiðablik vissi að liðið myndi fagna Íslandsmeistaratitlinum með sigri í kvöld og mætti liðið mjög ákveðið til leiks. Selfoss lék til bikarúrslita á laugardaginn og ætlaði Breiðablik að nýta sér ef einhverja þreytu væri að finna í liðið heimamanna. Selfoss náði að standa af sér pressuna í byrjun og jafnaðist leikurinn nokkuð er leið á fyrri hálfleikinn sem var markalaus. Breiðablik skoraði fyrsta markið eftir tæpan stundarfjórðung af seinni hálfleik og bjuggust þá margir við að liðið myndi sigla titlinum í örugga höfn enda liðið ekki fengið á sig mark frá 28. maí. Selfoss hafði engan áhuga á að horfa á andstæðing sinn fagna titli í öðrum leiknum í röð og tók það liðið aðeins fjórar mínútur að jafna metin og skora þriðja markið sem Breiðablik fær á sig í 16 leikjum í sumar. Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigurinn. Breiðablik fékk besta færið í uppbótartíma en Selfoss fékk fleiri færi og geta bæði lið nagað sig í handarbökin með að hafa ekki landað sigri. Á sama tíma lagði Stjarnan ÍBV 2-1 með marki í uppbótartíma en hefði ÍBV náð stigi þar hefði Breiðablik fagnað titlinum. Breiðablik mætir Þór/KA á útivelli í næstu umferð og fær þá annað tækifæri til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Telma: Hefðum átt að gera betur„Þetta eru mikil vonbrigði. Við ætluðum að vinna þennan leik og tryggja okkur þrjú stig og þennan titil,“ sagði Telma Hjaltalín Þrastardóttir markaskorari Breiðablik í kvöld. „Við bjuggumst við þessu en áttum að gera betur í okkar sóknarleik og sérstaklega í markinu þeirra. Við hefðum átt að hreinsa þetta frá,“ sagði Telma vonsvikin með að sjá Sonný Láru markvörð þurfa að sækja boltann í netið í fyrsta sinn síðan í maí. „Vörnin okkar er búin að vera gríðarlega sterk í sumar en það hlaut að koma að því að hún fengi mark á sig.“ Þrátt fyrir að Breiðablik hafi varla fengið mark á sig í sumar segir Telma liðið ekki hafa fallið í þá gryfju að halda að þetta væri komið þegar hún skoraði. „Nei, engin okkar hugsar svoleiðis. Við ætluðum að spila eins og við erum búnar að spila og lenda ekki undir pressu. Það gekk bara ekki upp. „Það eru tveir leikir eftir og við ætlum að gíra okkur upp í næsta leik og klára þetta,“ sagði Telma ákveðin. Dagný: Orðnar þreyttar á tali um að þær haldi endalaust hreinuDagný Brynjarsdóttir markaskorari Selfoss í kvöld var ákveðin í því að horfa ekki upp á annað lið fagna titli í andlitið á sér á fjórum dögum. „Ég viðurkenni að það er langt síðan mér leið eins og á laugardaginn. Maður var smá andlega veikur á laugardaginn, sunnudaginn og í gær og við vorum staðráðnar í því að í dag þá ætluðum við ekki að horfa á hitt liðið fagna titli í andlitinu á okkur og þá sérstaklega ekki hér á heimavelli,“ sagði Dagný. „Við vorum orðnar þreyttar á þessu tali um að þær haldi endalaust hreinu. Gunni (Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss) er frá Egilsstöðum og Höttur frá Egilsstöðum ætti metið í að halda hreinu og hann vildi halda metinu þar. Við ákváðum að standa með Egilsstaðabúanum og klára þetta.“ Dagný segir ekkert hafa farið um þær þegar Breiðablik komst yfir þrátt fyrir hve fá mörk Breiðablik hefur fengi á sig í sumar. „Mér fannst það ekki. Breiðablik var betra fyrsta korterið. Þá vorum við í smá basli og náðum ekki að finna okkur en mér fannst við betri í leiknum og skapa okkur fleiri færi. „Það var ekki að sjá á leiknum í dag að við vorum að spila fyrir þremur dögum. Við mætum tveimur bestu liðum landsins og mér fannst við vera með yfirhöndina í baráttunni og skapa færin. „Þó við höfum lent undir þá vorum við með yfirhöndina og ég varð aldrei stressuð yfir að við myndum missa þetta niður. „Þó ég viti ekki tölfræðina þá held ég að ekkert lið hafi skapað sér eins mörg færi gegn Breiðabliki í sumar. Við láum í færum og hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. „Í endann hefði þetta getað fallið fyrir þær en við láum framarlega. Það voru ein mistök og þær komust einar gegn markmanni. „Í sumar er þetta búið að detta svolítið stöngin út fyrir okkur. Við höfum skapað 10 til 15 færi í leik en þetta eru verðandi Íslandsmeistarar og gera 1-1 jafntefli og vera með yfirhöndina, við getum borið höfuðið hátt,“ sagði Dagný. Selfoss stillti upp sama liði og gegn Stjörnunni í bikarúrslitunum og þrátt fyrir það voru lítil þreytumerki að sjá á liðinu. „Við erum með þunnan hóp og erum að spila á sama liði og á laugardaginn. Mér finnst þetta sýna hve mikil gæði eru í þessu unga liði. Við erum í fanta formi. Það er ekki margir sem mæta Íslandsmeisturunum og eru með yfirhöndina fjórum dögum eftir stóran leik,“ sagði Dagný. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Sjá meira
Selfoss og Breiðablik skildu jöfn 1-1 á Selfossi í Pepsí deild kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik er því enn einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum þegar tvær umferðir eru eftir. Breiðablik vissi að liðið myndi fagna Íslandsmeistaratitlinum með sigri í kvöld og mætti liðið mjög ákveðið til leiks. Selfoss lék til bikarúrslita á laugardaginn og ætlaði Breiðablik að nýta sér ef einhverja þreytu væri að finna í liðið heimamanna. Selfoss náði að standa af sér pressuna í byrjun og jafnaðist leikurinn nokkuð er leið á fyrri hálfleikinn sem var markalaus. Breiðablik skoraði fyrsta markið eftir tæpan stundarfjórðung af seinni hálfleik og bjuggust þá margir við að liðið myndi sigla titlinum í örugga höfn enda liðið ekki fengið á sig mark frá 28. maí. Selfoss hafði engan áhuga á að horfa á andstæðing sinn fagna titli í öðrum leiknum í röð og tók það liðið aðeins fjórar mínútur að jafna metin og skora þriðja markið sem Breiðablik fær á sig í 16 leikjum í sumar. Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigurinn. Breiðablik fékk besta færið í uppbótartíma en Selfoss fékk fleiri færi og geta bæði lið nagað sig í handarbökin með að hafa ekki landað sigri. Á sama tíma lagði Stjarnan ÍBV 2-1 með marki í uppbótartíma en hefði ÍBV náð stigi þar hefði Breiðablik fagnað titlinum. Breiðablik mætir Þór/KA á útivelli í næstu umferð og fær þá annað tækifæri til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Telma: Hefðum átt að gera betur„Þetta eru mikil vonbrigði. Við ætluðum að vinna þennan leik og tryggja okkur þrjú stig og þennan titil,“ sagði Telma Hjaltalín Þrastardóttir markaskorari Breiðablik í kvöld. „Við bjuggumst við þessu en áttum að gera betur í okkar sóknarleik og sérstaklega í markinu þeirra. Við hefðum átt að hreinsa þetta frá,“ sagði Telma vonsvikin með að sjá Sonný Láru markvörð þurfa að sækja boltann í netið í fyrsta sinn síðan í maí. „Vörnin okkar er búin að vera gríðarlega sterk í sumar en það hlaut að koma að því að hún fengi mark á sig.“ Þrátt fyrir að Breiðablik hafi varla fengið mark á sig í sumar segir Telma liðið ekki hafa fallið í þá gryfju að halda að þetta væri komið þegar hún skoraði. „Nei, engin okkar hugsar svoleiðis. Við ætluðum að spila eins og við erum búnar að spila og lenda ekki undir pressu. Það gekk bara ekki upp. „Það eru tveir leikir eftir og við ætlum að gíra okkur upp í næsta leik og klára þetta,“ sagði Telma ákveðin. Dagný: Orðnar þreyttar á tali um að þær haldi endalaust hreinuDagný Brynjarsdóttir markaskorari Selfoss í kvöld var ákveðin í því að horfa ekki upp á annað lið fagna titli í andlitið á sér á fjórum dögum. „Ég viðurkenni að það er langt síðan mér leið eins og á laugardaginn. Maður var smá andlega veikur á laugardaginn, sunnudaginn og í gær og við vorum staðráðnar í því að í dag þá ætluðum við ekki að horfa á hitt liðið fagna titli í andlitinu á okkur og þá sérstaklega ekki hér á heimavelli,“ sagði Dagný. „Við vorum orðnar þreyttar á þessu tali um að þær haldi endalaust hreinu. Gunni (Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss) er frá Egilsstöðum og Höttur frá Egilsstöðum ætti metið í að halda hreinu og hann vildi halda metinu þar. Við ákváðum að standa með Egilsstaðabúanum og klára þetta.“ Dagný segir ekkert hafa farið um þær þegar Breiðablik komst yfir þrátt fyrir hve fá mörk Breiðablik hefur fengi á sig í sumar. „Mér fannst það ekki. Breiðablik var betra fyrsta korterið. Þá vorum við í smá basli og náðum ekki að finna okkur en mér fannst við betri í leiknum og skapa okkur fleiri færi. „Það var ekki að sjá á leiknum í dag að við vorum að spila fyrir þremur dögum. Við mætum tveimur bestu liðum landsins og mér fannst við vera með yfirhöndina í baráttunni og skapa færin. „Þó við höfum lent undir þá vorum við með yfirhöndina og ég varð aldrei stressuð yfir að við myndum missa þetta niður. „Þó ég viti ekki tölfræðina þá held ég að ekkert lið hafi skapað sér eins mörg færi gegn Breiðabliki í sumar. Við láum í færum og hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. „Í endann hefði þetta getað fallið fyrir þær en við láum framarlega. Það voru ein mistök og þær komust einar gegn markmanni. „Í sumar er þetta búið að detta svolítið stöngin út fyrir okkur. Við höfum skapað 10 til 15 færi í leik en þetta eru verðandi Íslandsmeistarar og gera 1-1 jafntefli og vera með yfirhöndina, við getum borið höfuðið hátt,“ sagði Dagný. Selfoss stillti upp sama liði og gegn Stjörnunni í bikarúrslitunum og þrátt fyrir það voru lítil þreytumerki að sjá á liðinu. „Við erum með þunnan hóp og erum að spila á sama liði og á laugardaginn. Mér finnst þetta sýna hve mikil gæði eru í þessu unga liði. Við erum í fanta formi. Það er ekki margir sem mæta Íslandsmeisturunum og eru með yfirhöndina fjórum dögum eftir stóran leik,“ sagði Dagný.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Sjá meira