Aurum-málinu frestað þar sem skjölum var ábótavant Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. september 2015 10:00 Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding eru tveir sakborninga í Aurum-málinu. vísir/gva Málflutningi um kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sem dómari í Aurum-málinu var frestað. Fyrirtaka málsins var í morgun og var fyrirhugað að málflutningur færi fram en var því slegið á frest þar sem verjendur höfðu ekki öll gögn sem ákæruvaldið byggði á. Er málið var tekið fyrir í morgun lagði sérstakur saksóknari fram gögn sem flest voru lögð fyrir í Hæstarétti fyrr á þessu ári. Einnig voru nefnd til sögunnar gögn sem send voru með tölvupósti þann 9. júní síðastliðinn. „Þið kannist allir við þessi gögn, ekki satt? Þið eruð hér allir tilgreindir í cc,“ spurði dómarinn verjendurna en enginn þeirra kannaðist við að hafa fengið gögnin send í tölvupósti. Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, sagði að ekkert yrði vísað til þeirra gagna í málflutningnum. Hann lagði fram önnur skjöl sem hann hugðist nýta en þeirra á meðal eru endurrit af hádegisfréttum RÚV og úrklippur úr blaðagreinum sem birtust ýmist í Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu. „Ég veit hver dómkrafan er en ég hef ekki fengið eitt einasta gagn er snýr að henni,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er hann lagði fram bókun. Hann sagði að það gæti ekki samræmst reglum að mæta til þinghalds án þess að nokkuð hafi verið lagt fram um það sem gera á kröfu um. Undir þetta tóku verjendur annara sakborninga. Saksóknari var því ekki mótfallinn að málinu yrði frestað um nokkra daga og var það því niðurstaðan. Í málinu eru þeir Jón Ásgeiri Jóhannessyni, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Snýr ákæran að sex milljarða króna láni sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. Vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Sakborningarnir voru sýknaðir í héraðsdómi síðasta sumar en dómurinn var ómerktur af Hæstarétti sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í málinu, við Ólaf Ólafsson, oft kenndur við Samskip, en Sverrir og Ólafur eru bræður. Ólafur var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al-Thani málinu. Málið verður tekið fyrir að nýju mánudaginn 14. september. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Málflutningi um kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sem dómari í Aurum-málinu var frestað. Fyrirtaka málsins var í morgun og var fyrirhugað að málflutningur færi fram en var því slegið á frest þar sem verjendur höfðu ekki öll gögn sem ákæruvaldið byggði á. Er málið var tekið fyrir í morgun lagði sérstakur saksóknari fram gögn sem flest voru lögð fyrir í Hæstarétti fyrr á þessu ári. Einnig voru nefnd til sögunnar gögn sem send voru með tölvupósti þann 9. júní síðastliðinn. „Þið kannist allir við þessi gögn, ekki satt? Þið eruð hér allir tilgreindir í cc,“ spurði dómarinn verjendurna en enginn þeirra kannaðist við að hafa fengið gögnin send í tölvupósti. Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, sagði að ekkert yrði vísað til þeirra gagna í málflutningnum. Hann lagði fram önnur skjöl sem hann hugðist nýta en þeirra á meðal eru endurrit af hádegisfréttum RÚV og úrklippur úr blaðagreinum sem birtust ýmist í Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu. „Ég veit hver dómkrafan er en ég hef ekki fengið eitt einasta gagn er snýr að henni,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er hann lagði fram bókun. Hann sagði að það gæti ekki samræmst reglum að mæta til þinghalds án þess að nokkuð hafi verið lagt fram um það sem gera á kröfu um. Undir þetta tóku verjendur annara sakborninga. Saksóknari var því ekki mótfallinn að málinu yrði frestað um nokkra daga og var það því niðurstaðan. Í málinu eru þeir Jón Ásgeiri Jóhannessyni, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Snýr ákæran að sex milljarða króna láni sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. Vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Sakborningarnir voru sýknaðir í héraðsdómi síðasta sumar en dómurinn var ómerktur af Hæstarétti sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í málinu, við Ólaf Ólafsson, oft kenndur við Samskip, en Sverrir og Ólafur eru bræður. Ólafur var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al-Thani málinu. Málið verður tekið fyrir að nýju mánudaginn 14. september.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10