„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2015 10:30 Sýrlenskur faðir heldur á syni sínum en þeir feðgar eru nýkomnir til Þýskalands eftir langt ferðalag. vísir/getty Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur, Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. Gríðarlega mikill fjöldi Íslendinga hefur boðist til að aðstoða þá flóttamenn sem myndu koma hingað til lands og hefur fólk boðið fram alls konar aðstoð, allt frá félagslegum stuðningi yfir í heilu húsin. Alls eru yfir 12 þúsund manns búnir að merkja sig inn á viðburðinn Kæra Eygló Harðar en eitthvað færri hafa skrifað formleg innlegg þar sem þeir bjóða fram aðstoð. Miðlar á borð við Guardian, Telegraph og Time hafa fjallað um málið á fréttavefjum sínum. Í umfjöllun Telegraph er meðal annars sagt frá Heklu Stefánsdóttur, einstæðri móður, sem skrifaði til Eyglóar að hún vildi gjarnan taka að sér barn á flótta. Þá er vitnað í orð Eyglóar Harðardóttur, félagsmálaráðherra, um að yfirvöld vilji gjarnan taka á móti fleiri flóttamönnum en þeim 50 sem nú þegar hefur verið ákveðið að taka á móti. Þá er einng fjallað um málið á vef The Daily Star í Líbanon, á vef The Malaysian Insider í Malasíu og á vef Dunya News í Pakistan. Það er því deginum ljósara að góðvild Íslendinga í garð flóttamanna hefur vakið athygli víða um heim en Vísir greindi frá því í gær að meðal annars hafi orðið sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum um helgina í kjölfar þess að Íslendingar fóru að skrifa á Facebook til félagsmálaráðherra. Vinna stendur nú yfir bæði hjá Rauða krossinum og velferðarráðuneytinu við að taka saman og reyna að ná utan um allan þann mikla fjölda sem boðið hefur fram aðstoð sína og greina hvers konar hjálp almenningur er viljugur til að veita. Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur, Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. Gríðarlega mikill fjöldi Íslendinga hefur boðist til að aðstoða þá flóttamenn sem myndu koma hingað til lands og hefur fólk boðið fram alls konar aðstoð, allt frá félagslegum stuðningi yfir í heilu húsin. Alls eru yfir 12 þúsund manns búnir að merkja sig inn á viðburðinn Kæra Eygló Harðar en eitthvað færri hafa skrifað formleg innlegg þar sem þeir bjóða fram aðstoð. Miðlar á borð við Guardian, Telegraph og Time hafa fjallað um málið á fréttavefjum sínum. Í umfjöllun Telegraph er meðal annars sagt frá Heklu Stefánsdóttur, einstæðri móður, sem skrifaði til Eyglóar að hún vildi gjarnan taka að sér barn á flótta. Þá er vitnað í orð Eyglóar Harðardóttur, félagsmálaráðherra, um að yfirvöld vilji gjarnan taka á móti fleiri flóttamönnum en þeim 50 sem nú þegar hefur verið ákveðið að taka á móti. Þá er einng fjallað um málið á vef The Daily Star í Líbanon, á vef The Malaysian Insider í Malasíu og á vef Dunya News í Pakistan. Það er því deginum ljósara að góðvild Íslendinga í garð flóttamanna hefur vakið athygli víða um heim en Vísir greindi frá því í gær að meðal annars hafi orðið sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum um helgina í kjölfar þess að Íslendingar fóru að skrifa á Facebook til félagsmálaráðherra. Vinna stendur nú yfir bæði hjá Rauða krossinum og velferðarráðuneytinu við að taka saman og reyna að ná utan um allan þann mikla fjölda sem boðið hefur fram aðstoð sína og greina hvers konar hjálp almenningur er viljugur til að veita.
Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24
Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04
„Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30
Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58