Þaulreyndur geðlæknir segir of fáa meðferðaraðila fyrir flóttafólk Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2015 07:00 Páll Eiríksson geðlæknir mynd/aðsend „Við gætum vafalaust tekið við hundruðum flóttamanna en við höfum þó ekki það sem þarf,“ segir Páll Eiríksson geðlæknir um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. „Hvar er liðið sem á að taka á móti fólkinu sem gengið hefur í gegnum andlegar og líkamlegar hörmungar og þarf á mikilli þjónustu að halda?“ spyr Páll. Páll vann í nokkur ár sem geðráðgjafi í flóttamannabúðum í Blekinge í Svíþjóð og kynntist vel þeim vandamálum sem flóttamenn frá Júgóslavíu sem þangað komu kljáðust við. Hann hefur starfað sem geðlæknir hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Fólk sem heldur að matarboð eða eitt bros geti breytt hrikalegri vanlíðan vegna foreldramissis, makamissis, missis eigna, lands og þjóða veit ekki hvað það er að tala um. Það þarf svo miklu meira til,“ segir Páll og vitnar í orð Þóris Guðmundssonar, deildarstjóra Rauða krossins í Reykjavík, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þórir sagði Ísland auðveldlega geta tekið á móti hundruðum flóttamanna næstu tvö ár. Páll tekur dæmi um að Ísland myndi ákveða að taka við 300 flóttamönnum. „Það þyrftu allir sálfræðihjálp eða að komast til geðlæknis vegna áfallastreitu eða váhrifa. Við höfum ekki slíkan mannskap hér á landi,“ segir Páll og bætir við að fólkið hafi allt upplifað mikil áföll og að flestir hafi séð vini eða fjölskyldumeðlimi svelta, drukkna eða vera drepna. „Þetta fólk er að koma úr vægast sagt hræðilegum aðstæðum. Hvað hafa til dæmis margir Íslendingar séð morð?“ Páll segir mikilvægt að stjórnvöld varist það að taka á móti fleiri flóttamönnum en við ráðum við. „Við eigum þó klárlega að taka á móti einhverjum og gera það eins vel og við getum. Það eru langir biðlistar hjá sálfræðingum og geðlæknum á Íslandi og við verðum að vera í stakk búin að hjálpa fólkinu sem við ætlum að taka á móti þannig að sómi sé að,“ segir Páll. Flóttamenn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
„Við gætum vafalaust tekið við hundruðum flóttamanna en við höfum þó ekki það sem þarf,“ segir Páll Eiríksson geðlæknir um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. „Hvar er liðið sem á að taka á móti fólkinu sem gengið hefur í gegnum andlegar og líkamlegar hörmungar og þarf á mikilli þjónustu að halda?“ spyr Páll. Páll vann í nokkur ár sem geðráðgjafi í flóttamannabúðum í Blekinge í Svíþjóð og kynntist vel þeim vandamálum sem flóttamenn frá Júgóslavíu sem þangað komu kljáðust við. Hann hefur starfað sem geðlæknir hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Fólk sem heldur að matarboð eða eitt bros geti breytt hrikalegri vanlíðan vegna foreldramissis, makamissis, missis eigna, lands og þjóða veit ekki hvað það er að tala um. Það þarf svo miklu meira til,“ segir Páll og vitnar í orð Þóris Guðmundssonar, deildarstjóra Rauða krossins í Reykjavík, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þórir sagði Ísland auðveldlega geta tekið á móti hundruðum flóttamanna næstu tvö ár. Páll tekur dæmi um að Ísland myndi ákveða að taka við 300 flóttamönnum. „Það þyrftu allir sálfræðihjálp eða að komast til geðlæknis vegna áfallastreitu eða váhrifa. Við höfum ekki slíkan mannskap hér á landi,“ segir Páll og bætir við að fólkið hafi allt upplifað mikil áföll og að flestir hafi séð vini eða fjölskyldumeðlimi svelta, drukkna eða vera drepna. „Þetta fólk er að koma úr vægast sagt hræðilegum aðstæðum. Hvað hafa til dæmis margir Íslendingar séð morð?“ Páll segir mikilvægt að stjórnvöld varist það að taka á móti fleiri flóttamönnum en við ráðum við. „Við eigum þó klárlega að taka á móti einhverjum og gera það eins vel og við getum. Það eru langir biðlistar hjá sálfræðingum og geðlæknum á Íslandi og við verðum að vera í stakk búin að hjálpa fólkinu sem við ætlum að taka á móti þannig að sómi sé að,“ segir Páll.
Flóttamenn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent