Aldraðir eiga mikinn rétt samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar Björgvin Guðmundsson skrifar 2. september 2015 09:30 Fyrir skömmu vannst dómsmál gegn ríkinu, sem höfðað var vegna þess, að svonefndur túlkasjóður greiddi ekki heyrnarlausum lögbundin framlög svo unnt væri að gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi og taka þátt í samfélaginu. Helsta málsvörn ríkisins var sú, að ekki hefðu verið til fjármunir til þess að kosta túlk. Fyrir dómi var þessari málsvörn vísað frá og sagt, að réttur heyrnarlausra væri stjórnarskrárvarinn samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar. Snædís Hjartardóttir fór í prófmál gegn ríkinu, þar eð hún fékk ekki túlkaþjónustu eins og áskilið er. Hún vann málið. Hún gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu án túlkaþjónustu. Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar átti hún rétt á túlkaþjónustu. Lögmaður Snædísar í màlinu var Páll Rúnar M. Kristjánsson.Eiga aldraðir og öryrkjar sama rétt? Aldraðir og öryrkjar eiga einnig rétt á aðstoð frá ríkinu til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þeir, sem hafa einungis lífeyri frá Tryggingastofnun, geta það ekki. Lífeyrir þeirra er svo naumt skammtaður, að hann dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum og sumir geta hvorki leyst út lyf sín eða leitað læknis. Ég ræddi við eldri borgara, einhleyping, sem aðeins fær 140 þúsund kr. á mánuði frá Tryggingastofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eftir skatt. TR skerðir tryggingabætur hans vegna lífeyrissjóðsins. Það er gagnrýnisvert. Það á ekki að skerða lífeyri frá TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóði, þar eð sá lífeyrir er eign eldri borgarans. Alls er þessi eldri borgari með 190 þúsund kr. eftir skatt. Af þeirri fjárhæð þarf hann að borga öll sín útgjöld, húsaleigu,mat, fatnað, lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.fl. Hann á í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman og hefur stundum orðið að neita sér um læknishjálp og átt erfitt með að leysa út lyfin sín. Hann kemst ekki á tónleika eða í leikhús og getur ekki veitt sér neitt. Vín er ekki inni í myndinni. Hann hefur ekki efni á internetinu. Húsaleiga hans er lág og það má segja, að það bjargi honum þannig að hann geti alltaf keypt mat. Að mínu mati er verið að brjóta á mannréttindum þessa eldri borgara. Það er verið að brjóta stjórnarskrána. Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess hve lífeyrir hans er naumt skammtaður af ríkinu.Brotið á vistmönnum hjúkrunarheimila Annað mál vil ég nefna. Það brýtur gegn lögum og stjórnarskrá og er brot á mannhelgi að svipta eldri borgara nær öllum lífeyri sínum frá TR, þegar þeir eru vistaðir á hjúkrunarheimili eða elliheimili. Slíkt fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar lífeyrinn í sínar hendur enda þótt þeir séu komnir á hjúkrunarheimili og síðan greiða þeir sjálfir þann kostnað við dvöl á hjúkrunarheimili, sem þeim ber að greiða. Ég tel þetta fyrirkomulag hér augljóst stjórnarskrárbrot. Ef til vill er það einnig brot á lögum og stjórnarskrá, að skerða lífeyri aldraðra frá TR vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Eldri borgarar eru búnir að greiða alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og lífeyrir þar er þeirra eign. Sú eign á ekki að skerða greiðslur þeirra frá almannatryggingum. Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að gera það strax. Eldri borgurum er í stjórnarskrá tryggð aðstoð frá ríkinu til þess að lifa eðlilegu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis tekjur frá TR hafa fæstir efni á bíl og ekki heldur tölvubúnaði og margir þeirra hafa ekki efni á sjónvarpi eða þvottavél. Allir eldri borgarar eiga að geta lifað eðlilegu lífi eins og borgarar almennt í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu vannst dómsmál gegn ríkinu, sem höfðað var vegna þess, að svonefndur túlkasjóður greiddi ekki heyrnarlausum lögbundin framlög svo unnt væri að gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi og taka þátt í samfélaginu. Helsta málsvörn ríkisins var sú, að ekki hefðu verið til fjármunir til þess að kosta túlk. Fyrir dómi var þessari málsvörn vísað frá og sagt, að réttur heyrnarlausra væri stjórnarskrárvarinn samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar. Snædís Hjartardóttir fór í prófmál gegn ríkinu, þar eð hún fékk ekki túlkaþjónustu eins og áskilið er. Hún vann málið. Hún gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu án túlkaþjónustu. Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar átti hún rétt á túlkaþjónustu. Lögmaður Snædísar í màlinu var Páll Rúnar M. Kristjánsson.Eiga aldraðir og öryrkjar sama rétt? Aldraðir og öryrkjar eiga einnig rétt á aðstoð frá ríkinu til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þeir, sem hafa einungis lífeyri frá Tryggingastofnun, geta það ekki. Lífeyrir þeirra er svo naumt skammtaður, að hann dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum og sumir geta hvorki leyst út lyf sín eða leitað læknis. Ég ræddi við eldri borgara, einhleyping, sem aðeins fær 140 þúsund kr. á mánuði frá Tryggingastofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eftir skatt. TR skerðir tryggingabætur hans vegna lífeyrissjóðsins. Það er gagnrýnisvert. Það á ekki að skerða lífeyri frá TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóði, þar eð sá lífeyrir er eign eldri borgarans. Alls er þessi eldri borgari með 190 þúsund kr. eftir skatt. Af þeirri fjárhæð þarf hann að borga öll sín útgjöld, húsaleigu,mat, fatnað, lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.fl. Hann á í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman og hefur stundum orðið að neita sér um læknishjálp og átt erfitt með að leysa út lyfin sín. Hann kemst ekki á tónleika eða í leikhús og getur ekki veitt sér neitt. Vín er ekki inni í myndinni. Hann hefur ekki efni á internetinu. Húsaleiga hans er lág og það má segja, að það bjargi honum þannig að hann geti alltaf keypt mat. Að mínu mati er verið að brjóta á mannréttindum þessa eldri borgara. Það er verið að brjóta stjórnarskrána. Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess hve lífeyrir hans er naumt skammtaður af ríkinu.Brotið á vistmönnum hjúkrunarheimila Annað mál vil ég nefna. Það brýtur gegn lögum og stjórnarskrá og er brot á mannhelgi að svipta eldri borgara nær öllum lífeyri sínum frá TR, þegar þeir eru vistaðir á hjúkrunarheimili eða elliheimili. Slíkt fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar lífeyrinn í sínar hendur enda þótt þeir séu komnir á hjúkrunarheimili og síðan greiða þeir sjálfir þann kostnað við dvöl á hjúkrunarheimili, sem þeim ber að greiða. Ég tel þetta fyrirkomulag hér augljóst stjórnarskrárbrot. Ef til vill er það einnig brot á lögum og stjórnarskrá, að skerða lífeyri aldraðra frá TR vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Eldri borgarar eru búnir að greiða alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og lífeyrir þar er þeirra eign. Sú eign á ekki að skerða greiðslur þeirra frá almannatryggingum. Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að gera það strax. Eldri borgurum er í stjórnarskrá tryggð aðstoð frá ríkinu til þess að lifa eðlilegu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis tekjur frá TR hafa fæstir efni á bíl og ekki heldur tölvubúnaði og margir þeirra hafa ekki efni á sjónvarpi eða þvottavél. Allir eldri borgarar eiga að geta lifað eðlilegu lífi eins og borgarar almennt í þjóðfélaginu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun