Vönustu aðstoðarþjálfararnir í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 14:00 Marco van Basten og Ruud van Nistelrooy sitthvoru megin við aðalmanninn Danny Blind. vísir/getty Aðstoðarmenn Danny Blind, landsliðsþjálfara Hollendinga, eru gömlu markakóngarnir Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy en Ísland mætir einmitt Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld. Hollendingar hafa oft áður nýtt sér þekkingu og innsýn færustu knattspyrnumanna þjóðarinnar áður en sjaldan hafa þeir státað af öðru eins tvíeyki á bekknum. Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy eru tveir af öflugustu markaskoruum Hollendinga í sögunni og eru báðir leikmenn sem voru taldir í hópi allra berstu framherja heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Ruud Van Nistelrooy og Danny Blind voru aðstoðarþjálfarar Guus Hiddink frá því að hann tók við liðinu af Louis van Gaal eftir HM 2014. Þegar Blind fékk stöðuhækkun þegar hann tók við hollenska landsliðinu af Hiddink í lok júní þá vantaði annan aðstoðarþjálfara. Blind sannfærði Marco Van Basten í byrjun júlí um að hætta sem aðstoðarþjálfari AZ Alkmaar og hjálpa hollenska landsliðinu. Van Basten var aðalþjálfari hollenska liðsins frá 2004 til 2008 en hann var þegar búinn að stíga niður sem aðalþjálfari AZ Alkmaar. Báðir áttu þeir Van Nistelrooy og Van Basten frábæra fótboltaferla, Van Nistelrooy gerði það gott hjá bæði og Manchester United og Real Madrid en Van Basten var í lykilhlutverki í góðærinu hjá AC Milan og var aðalmaðurinn þegar Hollendingar urðu Evrópumeistarar 1988. Ruud van Nistelrooy skoraði 35 mörk í 70 landsleikjum fyrir Holland en Marco Van Basten skoraði 24 mörk í 58 landsleikjum. Svona til fróðleiks má minnast á það að Van Basten spilaði einmitt fyrsta landsleik sinn á móti Íslandi 7. september 1983 þegar Holland vann 3-0 sigur í leik þjóðanna í Groningen. Fyrsti leikur hans sem aðstoðarþjálfari verður því einnig á móti Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Aðstoðarmenn Danny Blind, landsliðsþjálfara Hollendinga, eru gömlu markakóngarnir Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy en Ísland mætir einmitt Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld. Hollendingar hafa oft áður nýtt sér þekkingu og innsýn færustu knattspyrnumanna þjóðarinnar áður en sjaldan hafa þeir státað af öðru eins tvíeyki á bekknum. Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy eru tveir af öflugustu markaskoruum Hollendinga í sögunni og eru báðir leikmenn sem voru taldir í hópi allra berstu framherja heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Ruud Van Nistelrooy og Danny Blind voru aðstoðarþjálfarar Guus Hiddink frá því að hann tók við liðinu af Louis van Gaal eftir HM 2014. Þegar Blind fékk stöðuhækkun þegar hann tók við hollenska landsliðinu af Hiddink í lok júní þá vantaði annan aðstoðarþjálfara. Blind sannfærði Marco Van Basten í byrjun júlí um að hætta sem aðstoðarþjálfari AZ Alkmaar og hjálpa hollenska landsliðinu. Van Basten var aðalþjálfari hollenska liðsins frá 2004 til 2008 en hann var þegar búinn að stíga niður sem aðalþjálfari AZ Alkmaar. Báðir áttu þeir Van Nistelrooy og Van Basten frábæra fótboltaferla, Van Nistelrooy gerði það gott hjá bæði og Manchester United og Real Madrid en Van Basten var í lykilhlutverki í góðærinu hjá AC Milan og var aðalmaðurinn þegar Hollendingar urðu Evrópumeistarar 1988. Ruud van Nistelrooy skoraði 35 mörk í 70 landsleikjum fyrir Holland en Marco Van Basten skoraði 24 mörk í 58 landsleikjum. Svona til fróðleiks má minnast á það að Van Basten spilaði einmitt fyrsta landsleik sinn á móti Íslandi 7. september 1983 þegar Holland vann 3-0 sigur í leik þjóðanna í Groningen. Fyrsti leikur hans sem aðstoðarþjálfari verður því einnig á móti Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira