Vönustu aðstoðarþjálfararnir í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 14:00 Marco van Basten og Ruud van Nistelrooy sitthvoru megin við aðalmanninn Danny Blind. vísir/getty Aðstoðarmenn Danny Blind, landsliðsþjálfara Hollendinga, eru gömlu markakóngarnir Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy en Ísland mætir einmitt Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld. Hollendingar hafa oft áður nýtt sér þekkingu og innsýn færustu knattspyrnumanna þjóðarinnar áður en sjaldan hafa þeir státað af öðru eins tvíeyki á bekknum. Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy eru tveir af öflugustu markaskoruum Hollendinga í sögunni og eru báðir leikmenn sem voru taldir í hópi allra berstu framherja heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Ruud Van Nistelrooy og Danny Blind voru aðstoðarþjálfarar Guus Hiddink frá því að hann tók við liðinu af Louis van Gaal eftir HM 2014. Þegar Blind fékk stöðuhækkun þegar hann tók við hollenska landsliðinu af Hiddink í lok júní þá vantaði annan aðstoðarþjálfara. Blind sannfærði Marco Van Basten í byrjun júlí um að hætta sem aðstoðarþjálfari AZ Alkmaar og hjálpa hollenska landsliðinu. Van Basten var aðalþjálfari hollenska liðsins frá 2004 til 2008 en hann var þegar búinn að stíga niður sem aðalþjálfari AZ Alkmaar. Báðir áttu þeir Van Nistelrooy og Van Basten frábæra fótboltaferla, Van Nistelrooy gerði það gott hjá bæði og Manchester United og Real Madrid en Van Basten var í lykilhlutverki í góðærinu hjá AC Milan og var aðalmaðurinn þegar Hollendingar urðu Evrópumeistarar 1988. Ruud van Nistelrooy skoraði 35 mörk í 70 landsleikjum fyrir Holland en Marco Van Basten skoraði 24 mörk í 58 landsleikjum. Svona til fróðleiks má minnast á það að Van Basten spilaði einmitt fyrsta landsleik sinn á móti Íslandi 7. september 1983 þegar Holland vann 3-0 sigur í leik þjóðanna í Groningen. Fyrsti leikur hans sem aðstoðarþjálfari verður því einnig á móti Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Aðstoðarmenn Danny Blind, landsliðsþjálfara Hollendinga, eru gömlu markakóngarnir Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy en Ísland mætir einmitt Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld. Hollendingar hafa oft áður nýtt sér þekkingu og innsýn færustu knattspyrnumanna þjóðarinnar áður en sjaldan hafa þeir státað af öðru eins tvíeyki á bekknum. Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy eru tveir af öflugustu markaskoruum Hollendinga í sögunni og eru báðir leikmenn sem voru taldir í hópi allra berstu framherja heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Ruud Van Nistelrooy og Danny Blind voru aðstoðarþjálfarar Guus Hiddink frá því að hann tók við liðinu af Louis van Gaal eftir HM 2014. Þegar Blind fékk stöðuhækkun þegar hann tók við hollenska landsliðinu af Hiddink í lok júní þá vantaði annan aðstoðarþjálfara. Blind sannfærði Marco Van Basten í byrjun júlí um að hætta sem aðstoðarþjálfari AZ Alkmaar og hjálpa hollenska landsliðinu. Van Basten var aðalþjálfari hollenska liðsins frá 2004 til 2008 en hann var þegar búinn að stíga niður sem aðalþjálfari AZ Alkmaar. Báðir áttu þeir Van Nistelrooy og Van Basten frábæra fótboltaferla, Van Nistelrooy gerði það gott hjá bæði og Manchester United og Real Madrid en Van Basten var í lykilhlutverki í góðærinu hjá AC Milan og var aðalmaðurinn þegar Hollendingar urðu Evrópumeistarar 1988. Ruud van Nistelrooy skoraði 35 mörk í 70 landsleikjum fyrir Holland en Marco Van Basten skoraði 24 mörk í 58 landsleikjum. Svona til fróðleiks má minnast á það að Van Basten spilaði einmitt fyrsta landsleik sinn á móti Íslandi 7. september 1983 þegar Holland vann 3-0 sigur í leik þjóðanna í Groningen. Fyrsti leikur hans sem aðstoðarþjálfari verður því einnig á móti Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira