Hjálparstarf kirkjunnar brýnir fyrir stjórnvöldum að virða mannréttindi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 16:44 Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. „Fólkið er að deyja við bæjardyrnar – Evrópskt samfélag verður að bregðar við núna”. Þetta er yfirskrift yfirlýsingar sem framkvæmdastjórar kirkjutengdra hjálparstofnanna á Norðurlöndunum sendu á dögunum frá sér tilkynningu vegna flóttamannavandans í Evrópu. Framkvæmdastjórarnir funduðu í danska bænum Hróarskeldu í lok ágústmánaðar og sendu yfirlýsinguna frá sér í lok fundarins. Í yfirlýsingunni kemur fram að þeir sem leiðtogar hjálparstofnana sem starfa á grunni kristinna gilda teljum brýnt að evrópskt samfélag bregðist tafarlaust við neyð flóttafólks. Nú reyni á að orðum fylgi athafnir.Verðum að axla ábyrgð Evrópubúar séu í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og stjórnvöld mega ekki bregðast þeirri skyldu sinni að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. Flóttafólki því sem nú streymir til Evrópu verði að koma til aðstoðar. Fólk sem hefur flúið heimaland sitt vegna stríðsátaka verði að njóta þeirrar aðstoðar sem því ber samkvæmt alþjóðalögum um mannréttindi og réttindi flóttafólks. Stöðugt þyngri straumur flóttafólks til Evrópu er afleiðing fátæktar og stríðsátaka. Evrópubúar verði að taka höndum saman og veita aðstoð. Að reisa girðingar og loka fólk úti sé engin lausn. Vandinn verður hins vegar ekki leystur nema með því að ráðast að rótum hans. Norrænar kirkjutengdar hjálparstofnanir eru staðráðnar í að halda áfram að þrýsta á stjórnvöld svo þau efli virðingu fyrir mannréttindum. Þær munu halda áfram neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu og leggja áherslu á að aðstæður skapist þannig að fólk sé ekki nauðbeygt til að að yfirgefa heimkynni sín. „Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð og gera það sem við getum til að taka á móti flóttafólki. Það skelfilega ástand sem nú ríkir er líka áminning um að auka þarf fjármagn til þróunarsamvinnu. Með því að bæta ástandið á þeim svæðum sem fólk er að flýja frá er tekist á við rót vandans. Að draga úr þróunarsamvinnu í þessu ástandi er í raun að skjóta sig í fótinn,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Kirkjunnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Lögreglan í Búdapest fylgist með en sjálfboðaliðar gefa mat og föt. Í Bretlandi segist David Cameron vilja koma á friði í Sýrlandi frekar en að taka við fleiri flóttamönnum. 3. september 2015 07:00 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Fólkið er að deyja við bæjardyrnar – Evrópskt samfélag verður að bregðar við núna”. Þetta er yfirskrift yfirlýsingar sem framkvæmdastjórar kirkjutengdra hjálparstofnanna á Norðurlöndunum sendu á dögunum frá sér tilkynningu vegna flóttamannavandans í Evrópu. Framkvæmdastjórarnir funduðu í danska bænum Hróarskeldu í lok ágústmánaðar og sendu yfirlýsinguna frá sér í lok fundarins. Í yfirlýsingunni kemur fram að þeir sem leiðtogar hjálparstofnana sem starfa á grunni kristinna gilda teljum brýnt að evrópskt samfélag bregðist tafarlaust við neyð flóttafólks. Nú reyni á að orðum fylgi athafnir.Verðum að axla ábyrgð Evrópubúar séu í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og stjórnvöld mega ekki bregðast þeirri skyldu sinni að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. Flóttafólki því sem nú streymir til Evrópu verði að koma til aðstoðar. Fólk sem hefur flúið heimaland sitt vegna stríðsátaka verði að njóta þeirrar aðstoðar sem því ber samkvæmt alþjóðalögum um mannréttindi og réttindi flóttafólks. Stöðugt þyngri straumur flóttafólks til Evrópu er afleiðing fátæktar og stríðsátaka. Evrópubúar verði að taka höndum saman og veita aðstoð. Að reisa girðingar og loka fólk úti sé engin lausn. Vandinn verður hins vegar ekki leystur nema með því að ráðast að rótum hans. Norrænar kirkjutengdar hjálparstofnanir eru staðráðnar í að halda áfram að þrýsta á stjórnvöld svo þau efli virðingu fyrir mannréttindum. Þær munu halda áfram neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu og leggja áherslu á að aðstæður skapist þannig að fólk sé ekki nauðbeygt til að að yfirgefa heimkynni sín. „Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð og gera það sem við getum til að taka á móti flóttafólki. Það skelfilega ástand sem nú ríkir er líka áminning um að auka þarf fjármagn til þróunarsamvinnu. Með því að bæta ástandið á þeim svæðum sem fólk er að flýja frá er tekist á við rót vandans. Að draga úr þróunarsamvinnu í þessu ástandi er í raun að skjóta sig í fótinn,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Kirkjunnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Lögreglan í Búdapest fylgist með en sjálfboðaliðar gefa mat og föt. Í Bretlandi segist David Cameron vilja koma á friði í Sýrlandi frekar en að taka við fleiri flóttamönnum. 3. september 2015 07:00 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Lögreglan í Búdapest fylgist með en sjálfboðaliðar gefa mat og föt. Í Bretlandi segist David Cameron vilja koma á friði í Sýrlandi frekar en að taka við fleiri flóttamönnum. 3. september 2015 07:00
Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00
Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58
Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00