Sport

Dróni brotlenti á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Frá mótinu.
Frá mótinu. Vísir/Getty
Lögreglan í New York staðfesti í dag að einn einstaklingur hefði verið handtekinn eftir að dróni brotlenti í stúku á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Enginn var staddur í stúkunni þegar atvikið átti sér stað.

Sá seki er 26 árs gamall kennari úr New York en hann fannst á smábátahöfn stutt frá. Hafði hann sveimað yfir leik Flavia Pennetta og Monica Niculescu áður en dróninn tók skyndilega dýfu niður og beint í tóma stúkuna.

„Ég var ansi hrædd ef ég á að vera hreinskilinn, ég hélt að þetta yrðu endalokin mín miðað við það sem hefur verið að gerast í heiminum undanfarna mánuði,“ sagði Pennetta en þær stöðvuðu leik á meðan lögregla rannsakaði málið.

Myndir af drónanum ásamt myndum af lögreglumönnum við störf má sjá hér fyrir neðan.

Lögreglumenn að störfum.Vísir/GEtty
Dróninn.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×