Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 09:00 Pavel Ermolinskij og Jón Arnór Stefánsson ræða málin á æfingu í gær. Vísir/Valli Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. „Þetta er svakaleg höll og íslensku áhorfendurnir geta átt von á því að það fari vel um þau þarna. Við leikmennirnir fáum svo sem ekki að upplifa það en þetta er mjög falleg höll og maður komst í ákveðna stemningu þegar maður kom þarna inn og sá stærðina á þessu og ímyndaði sér fulla höll á morgun. Það var svolítið yfirþyrmandi en góð tilfinning. Ég hef ekki upplifað þetta áður,“ segir Pavel. Það var gaman að vera Íslendingur á Amsterdam Arena á fimmtudagskvöldið og það verður vonandi gaman að vera Íslendingur í Berlín í dag. „Ég heyrði að Íslendingarnir hafi átt völlinn í Hollandi í gær og ég býst ekki við minna af körfuboltaliðinu. Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara, mestir og bestir. Það breytist aldrei og ég á því ekki von á öðru en að við eignum okkur salinn,“ segir Pavel. Hverja þarf að stoppa hjá þýska liðinu í dag? „Það er einn þarna stór sem er í NBA, Nowitzki einhver,“ segir Pavel glottandi en bætir svo við: Markmiðið er að hlaupa eins og hundar og stoppa alla „Þetta eru allt saman frábærir leikmenn hjá öllum þessum þjóðum enda eru þetta bestu körfuboltaþjóðirnar í Evrópu. Það er enginn þarna sem maður getur eitthvað gleymt. Við munum að sjálfsögðu setja meiri áherslu á suma leikmenn en aðra en markmiðið er að hlaupa um eins og hundar og stoppa alla,“ segir Pavel. „Þetta er körfubolti. Eftir fyrstu mínútuna, eftir fyrstu körfuna okkar, fyrsta stoppið eða eitthvað gott sem við gerum þá áttum við okkur á því að þetta er sami leikur og við höfum alltaf spilað. Þeir eru að spila sama leik og síðast þegar ég gáði þá spila þeir með tvær hendur og tvo fætur og nota sama bolta. Um leið og við gerum eitthvað gott þá held að ég vöknum og hugsum: Nú spilum við strákar,“ segir Pavel. Íslensku strákarnir eru búnir að bíða nóg og vilja fara að spila. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 13.00 í dag að íslenskum tíma. „Við erum búnir að vera hérna svo lengi að menn vilja að fara að spila. Það er komin smá óþreyja í mannskapinn en ég hugsa í dag reyni menn að láta daginn líða hratt annaðhvort með því að spila á spila, horfa á sjónvarpið eða lesa bækur eins og ég,“ segir Pavel kannski meira í gríni en alvöru. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. „Þetta er svakaleg höll og íslensku áhorfendurnir geta átt von á því að það fari vel um þau þarna. Við leikmennirnir fáum svo sem ekki að upplifa það en þetta er mjög falleg höll og maður komst í ákveðna stemningu þegar maður kom þarna inn og sá stærðina á þessu og ímyndaði sér fulla höll á morgun. Það var svolítið yfirþyrmandi en góð tilfinning. Ég hef ekki upplifað þetta áður,“ segir Pavel. Það var gaman að vera Íslendingur á Amsterdam Arena á fimmtudagskvöldið og það verður vonandi gaman að vera Íslendingur í Berlín í dag. „Ég heyrði að Íslendingarnir hafi átt völlinn í Hollandi í gær og ég býst ekki við minna af körfuboltaliðinu. Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara, mestir og bestir. Það breytist aldrei og ég á því ekki von á öðru en að við eignum okkur salinn,“ segir Pavel. Hverja þarf að stoppa hjá þýska liðinu í dag? „Það er einn þarna stór sem er í NBA, Nowitzki einhver,“ segir Pavel glottandi en bætir svo við: Markmiðið er að hlaupa eins og hundar og stoppa alla „Þetta eru allt saman frábærir leikmenn hjá öllum þessum þjóðum enda eru þetta bestu körfuboltaþjóðirnar í Evrópu. Það er enginn þarna sem maður getur eitthvað gleymt. Við munum að sjálfsögðu setja meiri áherslu á suma leikmenn en aðra en markmiðið er að hlaupa um eins og hundar og stoppa alla,“ segir Pavel. „Þetta er körfubolti. Eftir fyrstu mínútuna, eftir fyrstu körfuna okkar, fyrsta stoppið eða eitthvað gott sem við gerum þá áttum við okkur á því að þetta er sami leikur og við höfum alltaf spilað. Þeir eru að spila sama leik og síðast þegar ég gáði þá spila þeir með tvær hendur og tvo fætur og nota sama bolta. Um leið og við gerum eitthvað gott þá held að ég vöknum og hugsum: Nú spilum við strákar,“ segir Pavel. Íslensku strákarnir eru búnir að bíða nóg og vilja fara að spila. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 13.00 í dag að íslenskum tíma. „Við erum búnir að vera hérna svo lengi að menn vilja að fara að spila. Það er komin smá óþreyja í mannskapinn en ég hugsa í dag reyni menn að láta daginn líða hratt annaðhvort með því að spila á spila, horfa á sjónvarpið eða lesa bækur eins og ég,“ segir Pavel kannski meira í gríni en alvöru.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00
Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15
Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30
Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00
Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00
Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41