Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. september 2015 22:34 Bryndís Björgvinsdóttir er stofnandi síðunnar. Vísir Bryndís Björgvinsdóttir batt enda á viðburðinn Kæra Eygló klukkan átta í kvöld. Hún segir árangurinn sýnilegan og telur að tilganginum hafi verið náð. Næstu skref eru að vinna úr upplýsingunum sem fram komu á viðburðinum. „Upphaflega hugmyndin var að gefa fólki tækifæri á að leggja til hugmyndir um hvernig við getum hjálpað flóttamönnum frá Sýrlandi og sýnt fram á að fólk hér á landi hafi vilja og getu til að gera betur, aðstoða meira og bregðast hraðar við en gert hefur verið,“ skrifaði Bryndís. Sautján þúsund manns voru skráðir á viðburðinn og tilboðin létu ekki á sér standa. Íslendingar lýstu því hver af öðrum yfir að þeir væru tilbúnir til að taka á móti manneskju eða styðja við hana með einhverjum hætti.Myndin sýnir flóttamenn brjóta sér leið til Tyrklands.vísir/afpMiðjarðarhafið ekki kastalasíki fyrir aðra að drukkna í „Ykkar framlög hafa haft ótrúleg áhrif og er árangurinn þegar orðinn raunverulegur og sýnilegur: Margir hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar hjá Rauða Krossinum, umræðan um mikilvægi þess að aðstoða flóttamenn frá Sýrlandi hefur aukist í fjölmiðlum og ríkisstjórnin hefur fundið fyrir þrýstingnum,“ skrifaði Bryndís. „Við munum á næstunni vinna myndband upp úr ferlinu og upplýsingunum, fréttunum og viðbrögðunum. Eygló fær aðgang að bréfunum, sem sýna eindreginn vilja margra til að gera betur og geyma einnig gagnlegar hugmyndir um móttöku flóttafólks. Klukkan 20:00 í kvöld lýkur viðburðinum og eftir það minnkar virkni þessarar síðu. Hins vegar mun baráttunni alls ekki ljúka og þrýstingnum ekki linna fyrr en við fáum skýrari svör frá yfirvöldum um hversu margir koma og hvenær.“ Hún segir baráttuna halda áfram og segir það miður en jafnframt frábært því að hún skilar árangri. „Að lokum: Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í. Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf. Hrædd við hvað? Fréttamyndirnar tala sínu máli: Börn. Og annað fólk. Fólk með börn. Kærar þakkir, allir sem hafa tekið þátt og þessir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem hafa haldið utan um síðuna, barist við rasista, komið með hugmyndir, þýtt og farið í viðtöl. Í raunvísindum segir að 1 + 1 + 1 séu þrír en þegar litið er til samfélagsmiðla og samtakamáttarins þá verða stundum 1 + 1 + 1 = 16.000. Lifi samtakamátturinn, friður og samkennd.“Hér má sjá færslu Bryndísar. Flóttamenn Tengdar fréttir Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32 Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45 Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Bryndís Björgvinsdóttir batt enda á viðburðinn Kæra Eygló klukkan átta í kvöld. Hún segir árangurinn sýnilegan og telur að tilganginum hafi verið náð. Næstu skref eru að vinna úr upplýsingunum sem fram komu á viðburðinum. „Upphaflega hugmyndin var að gefa fólki tækifæri á að leggja til hugmyndir um hvernig við getum hjálpað flóttamönnum frá Sýrlandi og sýnt fram á að fólk hér á landi hafi vilja og getu til að gera betur, aðstoða meira og bregðast hraðar við en gert hefur verið,“ skrifaði Bryndís. Sautján þúsund manns voru skráðir á viðburðinn og tilboðin létu ekki á sér standa. Íslendingar lýstu því hver af öðrum yfir að þeir væru tilbúnir til að taka á móti manneskju eða styðja við hana með einhverjum hætti.Myndin sýnir flóttamenn brjóta sér leið til Tyrklands.vísir/afpMiðjarðarhafið ekki kastalasíki fyrir aðra að drukkna í „Ykkar framlög hafa haft ótrúleg áhrif og er árangurinn þegar orðinn raunverulegur og sýnilegur: Margir hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar hjá Rauða Krossinum, umræðan um mikilvægi þess að aðstoða flóttamenn frá Sýrlandi hefur aukist í fjölmiðlum og ríkisstjórnin hefur fundið fyrir þrýstingnum,“ skrifaði Bryndís. „Við munum á næstunni vinna myndband upp úr ferlinu og upplýsingunum, fréttunum og viðbrögðunum. Eygló fær aðgang að bréfunum, sem sýna eindreginn vilja margra til að gera betur og geyma einnig gagnlegar hugmyndir um móttöku flóttafólks. Klukkan 20:00 í kvöld lýkur viðburðinum og eftir það minnkar virkni þessarar síðu. Hins vegar mun baráttunni alls ekki ljúka og þrýstingnum ekki linna fyrr en við fáum skýrari svör frá yfirvöldum um hversu margir koma og hvenær.“ Hún segir baráttuna halda áfram og segir það miður en jafnframt frábært því að hún skilar árangri. „Að lokum: Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í. Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf. Hrædd við hvað? Fréttamyndirnar tala sínu máli: Börn. Og annað fólk. Fólk með börn. Kærar þakkir, allir sem hafa tekið þátt og þessir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem hafa haldið utan um síðuna, barist við rasista, komið með hugmyndir, þýtt og farið í viðtöl. Í raunvísindum segir að 1 + 1 + 1 séu þrír en þegar litið er til samfélagsmiðla og samtakamáttarins þá verða stundum 1 + 1 + 1 = 16.000. Lifi samtakamátturinn, friður og samkennd.“Hér má sjá færslu Bryndísar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32 Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45 Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32
Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45
Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00