Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 07:00 Jón Arnór teygir hér fyrir leik liðsins gegn Dirk og félögum á morgun Vísir/getty Fyrsti mótherji Íslands á Eurobasket er Þýskaland en þar mun íslenskt landsliðið mæta í fyrsta sinn leikmanni sem hefur verið kosinn bestur í NBA-deildinni. Dirk Nowitzki er reyndar orðinn 37 ára og það er næstum því áratugur síðan að hann var besti leikmaður NBA-deildarinnar. Dirk er hinsvegar enn á fullu með Dallas Mavericks þar sem hann spilaði með Jóni Arnóri Stefánssyni á sínum tíma. Þeir voru liðsfélagar tímabilið 2003 til 2004. „Við vorum saman í heilt ár hjá Dallas og ég eyddi á sínum tíma mestum tímanum við honum og Steve (Nash). Við þekkjumst ágætlega. Ég hitti hann síðasta sumar þegar ég fór út til Dallas. Við náðum aðeins að rifja upp kynnin þar," segir Jón Arnór sem hitti Dirk og aðra fyrrum samherja á hótelinu þar sem öll liðin gista saman. „Hér í Berlín hef ég rekist á hann í matsalnum og eftir æfingar. Þetta er mikill eðalnáungi og góður gaur. það er því alltaf gaman að hitta hann," segir Jón Arnór. Það að Dirk Nowitzki ákvað að spila með þýska landsliðinu styrkir liðið gríðarlega enda illviðráðanlegur með mikla hæð og frábæra skottækni. „Það er frábært fyrir Ísland að fá að mæta svona leikmanni. Það er skemmtileg reynsla fyrir alla að taka þátt í þessu en ekki bara útaf honum því það eru fleiri stórstjörnur í þessu móti," segir Jón Arnór en hann talar vel um Þjóðverjann hávaxna. „Dirk Nowitzki er einn af þessum stóru og það hefur verið unun að horfa á hann í gegnum tíðina. Ég held að það sé flestir hérna aðdáendur hans og hafa alltaf haldið með honum því hann er góður gaur. Það sést mjög vel á vellinum og það verður því aðeins fallegra að spila móti honum en hinum," sagði Jón Arnór. EM 2015 í Berlín Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Sjá meira
Fyrsti mótherji Íslands á Eurobasket er Þýskaland en þar mun íslenskt landsliðið mæta í fyrsta sinn leikmanni sem hefur verið kosinn bestur í NBA-deildinni. Dirk Nowitzki er reyndar orðinn 37 ára og það er næstum því áratugur síðan að hann var besti leikmaður NBA-deildarinnar. Dirk er hinsvegar enn á fullu með Dallas Mavericks þar sem hann spilaði með Jóni Arnóri Stefánssyni á sínum tíma. Þeir voru liðsfélagar tímabilið 2003 til 2004. „Við vorum saman í heilt ár hjá Dallas og ég eyddi á sínum tíma mestum tímanum við honum og Steve (Nash). Við þekkjumst ágætlega. Ég hitti hann síðasta sumar þegar ég fór út til Dallas. Við náðum aðeins að rifja upp kynnin þar," segir Jón Arnór sem hitti Dirk og aðra fyrrum samherja á hótelinu þar sem öll liðin gista saman. „Hér í Berlín hef ég rekist á hann í matsalnum og eftir æfingar. Þetta er mikill eðalnáungi og góður gaur. það er því alltaf gaman að hitta hann," segir Jón Arnór. Það að Dirk Nowitzki ákvað að spila með þýska landsliðinu styrkir liðið gríðarlega enda illviðráðanlegur með mikla hæð og frábæra skottækni. „Það er frábært fyrir Ísland að fá að mæta svona leikmanni. Það er skemmtileg reynsla fyrir alla að taka þátt í þessu en ekki bara útaf honum því það eru fleiri stórstjörnur í þessu móti," segir Jón Arnór en hann talar vel um Þjóðverjann hávaxna. „Dirk Nowitzki er einn af þessum stóru og það hefur verið unun að horfa á hann í gegnum tíðina. Ég held að það sé flestir hérna aðdáendur hans og hafa alltaf haldið með honum því hann er góður gaur. Það sést mjög vel á vellinum og það verður því aðeins fallegra að spila móti honum en hinum," sagði Jón Arnór.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Sjá meira