Flóttamenn streyma inn í Austurríki Sveinn Arnarsson skrifar 5. september 2015 09:36 Þúsundir flóttamanna fóru frá Ungverjalandi í morgun og stefna á Vínarborg í Austurríki eftir að þýsk og austurrísk stjórnvöld samþykktu að taka á móti þeim. Austurríska lögreglan býst við að taka á móti um 10 þúsund flóttamönnum í dag frá Ungverjalandi og veita þeim fæði og skjól. Um klukkan þrjú í nótt að staðartíma komu rétt um eitt hundrað fólksflutningabílar til landamæraborgarinnar Nickelsdorf, Rúturnar voru sendar af austurrískum stjórnvöldum. Í Nickelsdorf beið fjöldi sýrlenskra flóttamanna eftir að komast inn í Austurríki. Hófust því flutningar á fólkinu í rauðabítið í morgun bæði með fólksflutningabílum sem og lest sem fer á þrjátíu mínútna fresti frá Nickelsdorf til Vínarborgar. Enn fleiri flóttamenn bíða á lestarstöðinni í Keleti í Ungverjalandi eftir því að komast leiðar sinnar lengra inn í Evrópu. Hundruð flóttamanna lögðu af stað fótgangandi gegnum Ungverjaland í gær eftir að hafa beðið dögum saman á lestarstöðinni í Búdapest. Sameinuðu þjóðirnar segja að runnin sé upp örlagastund fyrir Evrópu. Fólkið ætlaði gangandi til Austurríkis, um 240 kílómetra leið. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa reynt að hindra för þúsunda til Vestur-Evrópu og samþykktu í gær hert lög sem veitir meðal annars lögreglu auknar heimildir til að beita frekara valdi gegn straumi flóttafólks. Táragasi var beitt í flóttamannabúðum í bænum Röszke í gær þar sem verið er að reisa girðingu á landamærum Ungverjalands við Serbíu. Ungversk stjórnvöld hafa því í nótt ákveðið að opna landamæri sín til að hleypa flóttafólkinu í gegn á leið sinni ti Austurríkis og Þýskalands. Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannadeildar Sameinuðu Þjóðanna, sagði í gær vanta heildarstefnu evrópuríkja til að taka á þeim vanda sem steðjaði að þeim. Sameinuð áætlun Evrópuríkja væri ekki til staðar og brýndi fyrir þeim að setja upp áætlun til að taka við um 200.000 flóttamönnum frá stríðshrjáðu Sýrlandi. Flóttamenn Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þúsundir flóttamanna fóru frá Ungverjalandi í morgun og stefna á Vínarborg í Austurríki eftir að þýsk og austurrísk stjórnvöld samþykktu að taka á móti þeim. Austurríska lögreglan býst við að taka á móti um 10 þúsund flóttamönnum í dag frá Ungverjalandi og veita þeim fæði og skjól. Um klukkan þrjú í nótt að staðartíma komu rétt um eitt hundrað fólksflutningabílar til landamæraborgarinnar Nickelsdorf, Rúturnar voru sendar af austurrískum stjórnvöldum. Í Nickelsdorf beið fjöldi sýrlenskra flóttamanna eftir að komast inn í Austurríki. Hófust því flutningar á fólkinu í rauðabítið í morgun bæði með fólksflutningabílum sem og lest sem fer á þrjátíu mínútna fresti frá Nickelsdorf til Vínarborgar. Enn fleiri flóttamenn bíða á lestarstöðinni í Keleti í Ungverjalandi eftir því að komast leiðar sinnar lengra inn í Evrópu. Hundruð flóttamanna lögðu af stað fótgangandi gegnum Ungverjaland í gær eftir að hafa beðið dögum saman á lestarstöðinni í Búdapest. Sameinuðu þjóðirnar segja að runnin sé upp örlagastund fyrir Evrópu. Fólkið ætlaði gangandi til Austurríkis, um 240 kílómetra leið. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa reynt að hindra för þúsunda til Vestur-Evrópu og samþykktu í gær hert lög sem veitir meðal annars lögreglu auknar heimildir til að beita frekara valdi gegn straumi flóttafólks. Táragasi var beitt í flóttamannabúðum í bænum Röszke í gær þar sem verið er að reisa girðingu á landamærum Ungverjalands við Serbíu. Ungversk stjórnvöld hafa því í nótt ákveðið að opna landamæri sín til að hleypa flóttafólkinu í gegn á leið sinni ti Austurríkis og Þýskalands. Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannadeildar Sameinuðu Þjóðanna, sagði í gær vanta heildarstefnu evrópuríkja til að taka á þeim vanda sem steðjaði að þeim. Sameinuð áætlun Evrópuríkja væri ekki til staðar og brýndi fyrir þeim að setja upp áætlun til að taka við um 200.000 flóttamönnum frá stríðshrjáðu Sýrlandi.
Flóttamenn Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira