Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2015 15:35 Jón Arnór í baráttunni í dag. vísir/valli Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svektur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. „Maður er sár yfir því að tapa þessu. Ég er vonsvikinn að hafa ekki klárað þetta og er vonsvikinn út í sjálfan mig að hafa ekki sett þessi skot niður í lokin," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. Hann var ánægður með kaflann þegar Ísland saxaði á forskot heimamanna. „Við fengum þá góð skot, skotin sem við vildum. Við eyddum svakalegri orku í þennan leik og sögðum fyrir leikinn að við ættum séns í þennan leik." „Ég er vonsvikinn, en auðvitað er ég stoltur af því hvernig við börðumst. Ég var búinn að segja það í öðrum viðtölum að ég hef aldrei verið jafn stressaður fyrir neinn leik á ævinni eins og þennan." „Maður hefur alltaf verið með rútínu til að stjórna þessu, en hugleiðslan gekk greinilega ekki neitt." Jón Arnór segir að varnarleikurinn hafi verið algjörlega til fyrirmyndar. Liðið hafi barist til síðasta blóðdropa, en hefði jafnvel getað gert betur í sóknarleiknum. „Við vorum að stríða þeim mikið varnarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur og við börðumst eins og Íslendingar. Það er heppilegast." „Það er nátturlega gefið að þetta yrði erfitt, en fyrsti leikurinn er sénsinn aðeins meiri þegar hin liðin þekkja okkur kannski ekki vel. Maður veit aldrei. Ég held að þú þurfir að bera virðingu fyrir öllum liðunum í þessum riðli og þetta verða svona leikir." „Við fengum fullt af opnum færum og hefðum getað sett færin niður, en maður getur ekki hitt úr öllum skotunum. Við vorum auðvitað að gera fullt af mistökum líka, en hefðum kannski mátt nýta færin betur. „Það er mjög jákvætt að fá svona mörg opin skot og mér fannst við vera agressívir. Mér fannst við vera tilbúnir og þessi árs bið hefur gert okkur gott. Það var mikil orka í liðinu." Jón Arnór er leikreyndasti leikmaðurinn í hópnum og hefur spilað flestu leikina af öllum í hópnum á stóra sviðinu í stóru deildunum úti í heimi. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hinir strákarnir í liðinu stóðu sig á stóra sviðinu. „Nei, alls ekki. Við erum með gott lið, við erum með gott körfuboltalið. Við erum litlir, en við vinnum það upp á annan hátt. Við erum bara góðir í körfubolta og fólk sá það hér í dag." „Ég þarf að fara í ísbað. Ég er að stífna upp hérna í þessu viðtali," sem lofaði þó að mæta til leiks á völlinn á morgun: „Já, ég mæti!," sagði Jón Arnór í leikslok. EM 2015 í Berlín Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svektur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. „Maður er sár yfir því að tapa þessu. Ég er vonsvikinn að hafa ekki klárað þetta og er vonsvikinn út í sjálfan mig að hafa ekki sett þessi skot niður í lokin," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. Hann var ánægður með kaflann þegar Ísland saxaði á forskot heimamanna. „Við fengum þá góð skot, skotin sem við vildum. Við eyddum svakalegri orku í þennan leik og sögðum fyrir leikinn að við ættum séns í þennan leik." „Ég er vonsvikinn, en auðvitað er ég stoltur af því hvernig við börðumst. Ég var búinn að segja það í öðrum viðtölum að ég hef aldrei verið jafn stressaður fyrir neinn leik á ævinni eins og þennan." „Maður hefur alltaf verið með rútínu til að stjórna þessu, en hugleiðslan gekk greinilega ekki neitt." Jón Arnór segir að varnarleikurinn hafi verið algjörlega til fyrirmyndar. Liðið hafi barist til síðasta blóðdropa, en hefði jafnvel getað gert betur í sóknarleiknum. „Við vorum að stríða þeim mikið varnarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur og við börðumst eins og Íslendingar. Það er heppilegast." „Það er nátturlega gefið að þetta yrði erfitt, en fyrsti leikurinn er sénsinn aðeins meiri þegar hin liðin þekkja okkur kannski ekki vel. Maður veit aldrei. Ég held að þú þurfir að bera virðingu fyrir öllum liðunum í þessum riðli og þetta verða svona leikir." „Við fengum fullt af opnum færum og hefðum getað sett færin niður, en maður getur ekki hitt úr öllum skotunum. Við vorum auðvitað að gera fullt af mistökum líka, en hefðum kannski mátt nýta færin betur. „Það er mjög jákvætt að fá svona mörg opin skot og mér fannst við vera agressívir. Mér fannst við vera tilbúnir og þessi árs bið hefur gert okkur gott. Það var mikil orka í liðinu." Jón Arnór er leikreyndasti leikmaðurinn í hópnum og hefur spilað flestu leikina af öllum í hópnum á stóra sviðinu í stóru deildunum úti í heimi. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hinir strákarnir í liðinu stóðu sig á stóra sviðinu. „Nei, alls ekki. Við erum með gott lið, við erum með gott körfuboltalið. Við erum litlir, en við vinnum það upp á annan hátt. Við erum bara góðir í körfubolta og fólk sá það hér í dag." „Ég þarf að fara í ísbað. Ég er að stífna upp hérna í þessu viðtali," sem lofaði þó að mæta til leiks á völlinn á morgun: „Já, ég mæti!," sagði Jón Arnór í leikslok.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira