Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2015 18:25 Hlynur í leiknum í dag. vísir/valli „Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. „Við erum þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur eru eftir. Svo brjótum við á Belinelli og svo fengu þeir þrjú víti. Kannski urðum við aðeins of spenntir hérna í restina. Þetta er bara gífurlegt vonbrigði og svekkelsi." Hörður Axel Vilhjálmsson braut þá á Belinelli þegar hann var í þann mund að taka þriggja stiga skot og Belinelli setti öll þrjú stigin niður. Í þann mund breyttist leikurinn, en með stigunum þremur jöfnuðu Ítalar metin í 62-62. „Hann hefði tekið erfitt þriggja stiga skot og þótt hann sé einn af þeim betri í heiminum að taka þriggja stiga skot þá er hann bara 40%. Það eru meiri líkur en minni að hann klikki, en ég meina ef og hefði. Þetta eru íþróttir og svona gerist - þetta er bara ein stund í leiknum þó hún standi meira upp úr núna." „Við vorum alveg mjög góðir. Ég held að þetta sé besti landsleikur sem við höfum spilað á mínum landsliðsferli. Þessi og kannski síðari hálfleikurinn gegn Þýskalandi í gær voru gífurlega góðir leikir. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum virkilega haft trú á því að vinnum stóra þjóð í körfubolta. Við höfum alltaf verið bara sáttir við að tapa með ekki of stórum mun, en núna í þessu móti höfum við haft trú á því. Þegar maður hefur svona mikla trú á því þá er þetta sárara." Íslenska fólkið í stúkunni var duglegt að láta dómara leiksins vinna fyrir kaupinu, en Hlynur segir að viti ekki hvort þeir hafi eitthvað dæmt með stóra liðinu, það er að segja Ítalíu. „Ég veit það ekki. Kannski eitthvað, ég bara veit það ekki. Ég held að það hjálpi mér ekkert ef ég bendi á það vonda hjá hinum. Ég hef trú á því að þeir hafi reynt sitt besta," sem segir að það sé gaman að sjá allt íslenska fólkð í stúkunni. „Heldur betur. Þetta eru andlit sem maður þekkir og allir sem hafa áhuga á körfubolta á Íslandi eru mættir hérna til Berlínar. Þetta er stórkostleg tilfinning að á seinni partinn af ferlinum er maður að upplifa þetta. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þökkum fyrir þetta." Hlynur segir að það sé gaman að berjast við stóru kallana inni í teignum og hlakkar til viðureignanna við Serbíu og Spán. „Þetta er alls ekki pirrandi. Þetta er rosalega gaman og spila fyrir framan allt þetta fólk. Auðvitað er það erfitt og tekur mikla líkamlega orku. Í næstu tveimur leikjunum eru þetta allt öðruvísi týpur." „Mitt markmið er að vera alltaf með hausinn uppi eins og það gerum við allir. Það verður alveg eins á móti þeim (Spáni og Serbíu). Brekkan verður ennþá brattari þar og ég held að þeir leikir verði mjög erfiðir." „Ég held við höfum tapað fyrir Serbíu síðast með 48 stiga mun. Það var bara eins og jarðaför. Maður var byrjaður að hugsa strax í fyrsta leikhluta hvenær leikurinn væri búinn og hvenær maður kæmi upp á flugvöll. Við vonum að það verði ekki þannig núna," sagði Hlynur að lokum við íþróttadeild 365. EM 2015 í Berlín Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Sjá meira
„Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. „Við erum þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur eru eftir. Svo brjótum við á Belinelli og svo fengu þeir þrjú víti. Kannski urðum við aðeins of spenntir hérna í restina. Þetta er bara gífurlegt vonbrigði og svekkelsi." Hörður Axel Vilhjálmsson braut þá á Belinelli þegar hann var í þann mund að taka þriggja stiga skot og Belinelli setti öll þrjú stigin niður. Í þann mund breyttist leikurinn, en með stigunum þremur jöfnuðu Ítalar metin í 62-62. „Hann hefði tekið erfitt þriggja stiga skot og þótt hann sé einn af þeim betri í heiminum að taka þriggja stiga skot þá er hann bara 40%. Það eru meiri líkur en minni að hann klikki, en ég meina ef og hefði. Þetta eru íþróttir og svona gerist - þetta er bara ein stund í leiknum þó hún standi meira upp úr núna." „Við vorum alveg mjög góðir. Ég held að þetta sé besti landsleikur sem við höfum spilað á mínum landsliðsferli. Þessi og kannski síðari hálfleikurinn gegn Þýskalandi í gær voru gífurlega góðir leikir. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum virkilega haft trú á því að vinnum stóra þjóð í körfubolta. Við höfum alltaf verið bara sáttir við að tapa með ekki of stórum mun, en núna í þessu móti höfum við haft trú á því. Þegar maður hefur svona mikla trú á því þá er þetta sárara." Íslenska fólkið í stúkunni var duglegt að láta dómara leiksins vinna fyrir kaupinu, en Hlynur segir að viti ekki hvort þeir hafi eitthvað dæmt með stóra liðinu, það er að segja Ítalíu. „Ég veit það ekki. Kannski eitthvað, ég bara veit það ekki. Ég held að það hjálpi mér ekkert ef ég bendi á það vonda hjá hinum. Ég hef trú á því að þeir hafi reynt sitt besta," sem segir að það sé gaman að sjá allt íslenska fólkð í stúkunni. „Heldur betur. Þetta eru andlit sem maður þekkir og allir sem hafa áhuga á körfubolta á Íslandi eru mættir hérna til Berlínar. Þetta er stórkostleg tilfinning að á seinni partinn af ferlinum er maður að upplifa þetta. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þökkum fyrir þetta." Hlynur segir að það sé gaman að berjast við stóru kallana inni í teignum og hlakkar til viðureignanna við Serbíu og Spán. „Þetta er alls ekki pirrandi. Þetta er rosalega gaman og spila fyrir framan allt þetta fólk. Auðvitað er það erfitt og tekur mikla líkamlega orku. Í næstu tveimur leikjunum eru þetta allt öðruvísi týpur." „Mitt markmið er að vera alltaf með hausinn uppi eins og það gerum við allir. Það verður alveg eins á móti þeim (Spáni og Serbíu). Brekkan verður ennþá brattari þar og ég held að þeir leikir verði mjög erfiðir." „Ég held við höfum tapað fyrir Serbíu síðast með 48 stiga mun. Það var bara eins og jarðaför. Maður var byrjaður að hugsa strax í fyrsta leikhluta hvenær leikurinn væri búinn og hvenær maður kæmi upp á flugvöll. Við vonum að það verði ekki þannig núna," sagði Hlynur að lokum við íþróttadeild 365.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Sjá meira