Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2015 08:00 Á lestarstöðinni Keleti í Búdapest hefur fjöldi flóttafólks þurft að vera síðustu daga. Myndin er tekin á lestarstöðinni í gær. Fólkið er fullt af ótta að sögn Höskuldar Kára Schram fréttamanns sem staddur er í Búdapest. vísir/björn einarsson „Heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn sofa á gólfinu á lestarstöðinni Keleti. Hér er magnað andrúmsloft,“ segir Höskuldur Kári Schram fréttamaður, sem staddur er í Búdapest, um stöðu mála í Ungverjalandi. Flóttamenn streymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær, ýmist með lestum, rútum, bílum eða fótgangandi. Enn bíða þó margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Ríkisstjórn Angelu Merkel lýsti því yfir á dögunum að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna og er það ein ástæða mikils straums flóttafólks þangað. Á BBC segir að um tíu þúsund flóttamenn hafi komist til Þýskalands í gær. „Hundruð manna fóru héðan í gær og maður sér að það er ekki eins mikið af fólki hérna núna eins og var á laugardaginn. Stærsti hluti fólksins sem var hér er farinn. Svo er ekki vitað hvort það komi nýr straumur af flóttafólki hingað.“ Ungverjaland hefur verið miðpunktur í flóttamannastraumnum undanfarið, en flóttafólk frá Miðausturlöndum og Afríku hefur streymt til Evrópu yfir Miðjarðarhaf. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur lagt landið í rúst og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Ég talaði við um tuttugu flóttamenn hér í dag og allir sem ég talaði við komu frá Sýrlandi eða Afganistan og voru að flýja stríðsátök.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 50.000 flóttamenn komið til Ungverjalands undanfarinn mánuð. Keleti-lestarstöðin komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að henni var lokað fyrir flóttamönnum af yfirvöldum í tvo daga. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Höskuldur segir fólkið á lestarstöðinni Keleti vera fullt af ótta. „Fólkið hérna bíður bara milli vonar og ótta. Þau vita ekkert hvort þau séu að fara að hefja nýtt líf í Þýskalandi eða hvort þau verði send aftur til baka. Fólkið hefur engin réttindi, ekkert vegabréf og vill alls ekki snúa aftur til heimalandsins,“ segir Höskuldur um ástandið á lestarstöðinni. „Fólkið er þó ekki hungrað og hafa íbúar Búdapest komið með matargjafir. Fólkið er þó á vergangi og er því ekki hreint. Það hefur þurft að vera í sömu fötunum í langan tíma. Þó eru einhverjir útikranar hérna sem fólk getur notað til þess að þrífa sig. Sú aðstaða er þó takmörkuð.“ Um hundrað og sextíu sjálfboðaliðar fóru á einkabílum frá Vínarborg til Búdapest í gær þar sem þeir sóttu flóttafólk og keyrðu það til Austurríkis eða Þýskalands. Sjálfboðaliðarnir segja átakið viðbrögð við ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka lestarleiðum til vesturhluta Evrópu vegna ásóknar þúsunda flóttamanna. „Svo eru sögusagnir hérna um að það sé verið að fara að auka öryggisgæslu á landamærum Austurríkis og hætta að hafa þau opin fyrir flóttamönnum.“ Flóttamenn Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
„Heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn sofa á gólfinu á lestarstöðinni Keleti. Hér er magnað andrúmsloft,“ segir Höskuldur Kári Schram fréttamaður, sem staddur er í Búdapest, um stöðu mála í Ungverjalandi. Flóttamenn streymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær, ýmist með lestum, rútum, bílum eða fótgangandi. Enn bíða þó margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Ríkisstjórn Angelu Merkel lýsti því yfir á dögunum að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna og er það ein ástæða mikils straums flóttafólks þangað. Á BBC segir að um tíu þúsund flóttamenn hafi komist til Þýskalands í gær. „Hundruð manna fóru héðan í gær og maður sér að það er ekki eins mikið af fólki hérna núna eins og var á laugardaginn. Stærsti hluti fólksins sem var hér er farinn. Svo er ekki vitað hvort það komi nýr straumur af flóttafólki hingað.“ Ungverjaland hefur verið miðpunktur í flóttamannastraumnum undanfarið, en flóttafólk frá Miðausturlöndum og Afríku hefur streymt til Evrópu yfir Miðjarðarhaf. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur lagt landið í rúst og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Ég talaði við um tuttugu flóttamenn hér í dag og allir sem ég talaði við komu frá Sýrlandi eða Afganistan og voru að flýja stríðsátök.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 50.000 flóttamenn komið til Ungverjalands undanfarinn mánuð. Keleti-lestarstöðin komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að henni var lokað fyrir flóttamönnum af yfirvöldum í tvo daga. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Höskuldur segir fólkið á lestarstöðinni Keleti vera fullt af ótta. „Fólkið hérna bíður bara milli vonar og ótta. Þau vita ekkert hvort þau séu að fara að hefja nýtt líf í Þýskalandi eða hvort þau verði send aftur til baka. Fólkið hefur engin réttindi, ekkert vegabréf og vill alls ekki snúa aftur til heimalandsins,“ segir Höskuldur um ástandið á lestarstöðinni. „Fólkið er þó ekki hungrað og hafa íbúar Búdapest komið með matargjafir. Fólkið er þó á vergangi og er því ekki hreint. Það hefur þurft að vera í sömu fötunum í langan tíma. Þó eru einhverjir útikranar hérna sem fólk getur notað til þess að þrífa sig. Sú aðstaða er þó takmörkuð.“ Um hundrað og sextíu sjálfboðaliðar fóru á einkabílum frá Vínarborg til Búdapest í gær þar sem þeir sóttu flóttafólk og keyrðu það til Austurríkis eða Þýskalands. Sjálfboðaliðarnir segja átakið viðbrögð við ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka lestarleiðum til vesturhluta Evrópu vegna ásóknar þúsunda flóttamanna. „Svo eru sögusagnir hérna um að það sé verið að fara að auka öryggisgæslu á landamærum Austurríkis og hætta að hafa þau opin fyrir flóttamönnum.“
Flóttamenn Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira