Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2015 09:00 Jakob Örn Sigurðarson hefur aldrei kynnst hlutverki varamannsins áður. vísir/valli Ísland mætir Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta klukkan 12.30 í dag. Spilamennska strákanna okkar hefur verið frábær til þessa en það dugði ekki til sigurs gegn Þýskalandi né Ítalíu. „Við erum með sjálfstraust. Við vissum ekki alveg við hverju við áttum að búast, en ég held að við séum búnir að sýna það, að við erum mjög góðir í körfubolta og getum alveg staðið í þessum liðum,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður Íslands, við Vísi. Ísland tapaði naumlega gegn Þýskalandi í fyrsta leik og var svo í fínni stöðu til að leggja Ítalíu á sunnudaginn þegar lítið var eftir af leiknum. „Mér finnst að við eigum að vera með einn sigurleik. Við áttum að vinna Ítalíu. Við erum bara með sjálfstraustið í botni og hlökkum til að spila við Serbíu,“ segir Jakob sem finnst gaman að spila á móti þessum stórþjóðum. „Þetta verður ekkert létt núna; Serbía fyrst, svo Spánn og svo Tyrkland. Það er líka rosalega gaman að fá þessa leiki, prófa sig áfram og sjá virkilega hvað maður getur.“Strákarnir í jóga í gær.vísir/valliGott að fara í jóga Viðhorf íslenska liðsins hefur vakið athygli á mótinu, en þrátt fyrir að vera nýliðar og lang minnsta liðið hefur það gefið bæði Þýskalandi og Ítalíu alvöru leiki. Strákarnir okkar mæta af miklum krafti til leiks. Við verðum að mæta þannig til leiks, annars verðum við bara jarðaðir. Við verðum að vera svolítið kohraustir og gá hvað við komumst langt gegn þessum þjóðum. Ef sjálfstraustið er ekki á fullu komumst við ekkert að því hvað við getum,“ segir Jakob Örn. Jakob hefur um langa hríð verið einn albesti körfuboltamaður landsins, en á þessu móti sinnir hann hlutverki varamanns og kemur sterkur inn af bekknum. Það hefur hann gert frábærlega; verið öflugur í vörn og nýtt tækifærin sín í sókn vel. „Þetta er bara fínt. Ég hef aldrei verið í þessu hlutverki áður, hvorki með félagsliðum né landsliðinu. Mér líður samt ágætlega í þessu hlutverki. Mér finnst ég vera skila því nokkuð vel. Ég hef sinnt minni vinnu í vörninni og staðið mig vel í sókninni,“ segir Jakob Örn. „Maður verður að vera tilbúinn. Þeir sem hafa komið inn af bekknum hafa allir verið tilbúnir og komið inn með ákveðinn kraft. Leikurinn okkar dettur ekki niður finnst mér þegar menn eru að skipta. Við höldum ákveðinni ákefð og baráttu allan tímann.“ Brugðið var út af vananum á æfingu íslenska liðsins í gær en þar var liðið sett í jóga. Það var hluti af frídeginum í gær þar sem menn máttu líka fara af hótelinu. „Jógað var gott. Það var líka gott að fá smá tíma fyrir sjálfan sig í dag og geta hugsað um eitthvað annað. En nú einbeitir maður sér aftur að næsta leik,“ segir Jakob Örn Sigurðarson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45 Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45 Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Haukur Helgi Pálsson segir ekki séns að Ísland tapi aftur með 50 stigum gegn Serbíu. 8. september 2015 08:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. 7. september 2015 18:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Ísland mætir Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta klukkan 12.30 í dag. Spilamennska strákanna okkar hefur verið frábær til þessa en það dugði ekki til sigurs gegn Þýskalandi né Ítalíu. „Við erum með sjálfstraust. Við vissum ekki alveg við hverju við áttum að búast, en ég held að við séum búnir að sýna það, að við erum mjög góðir í körfubolta og getum alveg staðið í þessum liðum,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður Íslands, við Vísi. Ísland tapaði naumlega gegn Þýskalandi í fyrsta leik og var svo í fínni stöðu til að leggja Ítalíu á sunnudaginn þegar lítið var eftir af leiknum. „Mér finnst að við eigum að vera með einn sigurleik. Við áttum að vinna Ítalíu. Við erum bara með sjálfstraustið í botni og hlökkum til að spila við Serbíu,“ segir Jakob sem finnst gaman að spila á móti þessum stórþjóðum. „Þetta verður ekkert létt núna; Serbía fyrst, svo Spánn og svo Tyrkland. Það er líka rosalega gaman að fá þessa leiki, prófa sig áfram og sjá virkilega hvað maður getur.“Strákarnir í jóga í gær.vísir/valliGott að fara í jóga Viðhorf íslenska liðsins hefur vakið athygli á mótinu, en þrátt fyrir að vera nýliðar og lang minnsta liðið hefur það gefið bæði Þýskalandi og Ítalíu alvöru leiki. Strákarnir okkar mæta af miklum krafti til leiks. Við verðum að mæta þannig til leiks, annars verðum við bara jarðaðir. Við verðum að vera svolítið kohraustir og gá hvað við komumst langt gegn þessum þjóðum. Ef sjálfstraustið er ekki á fullu komumst við ekkert að því hvað við getum,“ segir Jakob Örn. Jakob hefur um langa hríð verið einn albesti körfuboltamaður landsins, en á þessu móti sinnir hann hlutverki varamanns og kemur sterkur inn af bekknum. Það hefur hann gert frábærlega; verið öflugur í vörn og nýtt tækifærin sín í sókn vel. „Þetta er bara fínt. Ég hef aldrei verið í þessu hlutverki áður, hvorki með félagsliðum né landsliðinu. Mér líður samt ágætlega í þessu hlutverki. Mér finnst ég vera skila því nokkuð vel. Ég hef sinnt minni vinnu í vörninni og staðið mig vel í sókninni,“ segir Jakob Örn. „Maður verður að vera tilbúinn. Þeir sem hafa komið inn af bekknum hafa allir verið tilbúnir og komið inn með ákveðinn kraft. Leikurinn okkar dettur ekki niður finnst mér þegar menn eru að skipta. Við höldum ákveðinni ákefð og baráttu allan tímann.“ Brugðið var út af vananum á æfingu íslenska liðsins í gær en þar var liðið sett í jóga. Það var hluti af frídeginum í gær þar sem menn máttu líka fara af hótelinu. „Jógað var gott. Það var líka gott að fá smá tíma fyrir sjálfan sig í dag og geta hugsað um eitthvað annað. En nú einbeitir maður sér aftur að næsta leik,“ segir Jakob Örn Sigurðarson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45 Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45 Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Haukur Helgi Pálsson segir ekki séns að Ísland tapi aftur með 50 stigum gegn Serbíu. 8. september 2015 08:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. 7. september 2015 18:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45
Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45
Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Haukur Helgi Pálsson segir ekki séns að Ísland tapi aftur með 50 stigum gegn Serbíu. 8. september 2015 08:00
Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00
Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. 7. september 2015 18:00