Audi, BMW og Benz úr 10% í 17% í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2015 17:34 BMW 335ix. Það eru mun meiri líkur að bílkaupendur í Evrópu í dag velji sér Audi, BMW eða Benz bíl en Citroën, Fiat eða Toyota. Árið 1995 seldust samtals 1.175.000 Audi, BMW og Benz bílar í Evrópu, en þeir voru 1.999.000 í fyrra. Þessi aukning hefur fært þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum 17% markaðshlutdeild í álfunni, en hún nam aðeins 10% árið 1995. Það sem mest hefur breyst á þessum 20 árum er að lúxusbílaframleiðendurnir hafa boðið aukið úrval smærri bíla, jepplinga og jeppa sem ekki voru í boði hjá þeim fyrir 20 árum. Bættur efnahagur í álfunni hefur einnig gefið fleiri íbúum álfunnar kost á því að kaupa sér lúxusbíla. Árið 1995 var Mercedes Benz áttundi stærsti bílasali í Evrópu, BMW níundi stærsti og Audi tíundi stærsti. Í fyrra var Audi orðið sjötti stærsti bílasali í Evrópu, BMW sjöndi og Mercedes Benz sá áttundi. Því hefur vöxtur Audi á þessu tímabili verið sá mesti meðal þeirra þriggja en minnstur hjá Mercedes Benz. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent
Það eru mun meiri líkur að bílkaupendur í Evrópu í dag velji sér Audi, BMW eða Benz bíl en Citroën, Fiat eða Toyota. Árið 1995 seldust samtals 1.175.000 Audi, BMW og Benz bílar í Evrópu, en þeir voru 1.999.000 í fyrra. Þessi aukning hefur fært þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum 17% markaðshlutdeild í álfunni, en hún nam aðeins 10% árið 1995. Það sem mest hefur breyst á þessum 20 árum er að lúxusbílaframleiðendurnir hafa boðið aukið úrval smærri bíla, jepplinga og jeppa sem ekki voru í boði hjá þeim fyrir 20 árum. Bættur efnahagur í álfunni hefur einnig gefið fleiri íbúum álfunnar kost á því að kaupa sér lúxusbíla. Árið 1995 var Mercedes Benz áttundi stærsti bílasali í Evrópu, BMW níundi stærsti og Audi tíundi stærsti. Í fyrra var Audi orðið sjötti stærsti bílasali í Evrópu, BMW sjöndi og Mercedes Benz sá áttundi. Því hefur vöxtur Audi á þessu tímabili verið sá mesti meðal þeirra þriggja en minnstur hjá Mercedes Benz.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent