Audi, BMW og Benz úr 10% í 17% í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2015 17:34 BMW 335ix. Það eru mun meiri líkur að bílkaupendur í Evrópu í dag velji sér Audi, BMW eða Benz bíl en Citroën, Fiat eða Toyota. Árið 1995 seldust samtals 1.175.000 Audi, BMW og Benz bílar í Evrópu, en þeir voru 1.999.000 í fyrra. Þessi aukning hefur fært þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum 17% markaðshlutdeild í álfunni, en hún nam aðeins 10% árið 1995. Það sem mest hefur breyst á þessum 20 árum er að lúxusbílaframleiðendurnir hafa boðið aukið úrval smærri bíla, jepplinga og jeppa sem ekki voru í boði hjá þeim fyrir 20 árum. Bættur efnahagur í álfunni hefur einnig gefið fleiri íbúum álfunnar kost á því að kaupa sér lúxusbíla. Árið 1995 var Mercedes Benz áttundi stærsti bílasali í Evrópu, BMW níundi stærsti og Audi tíundi stærsti. Í fyrra var Audi orðið sjötti stærsti bílasali í Evrópu, BMW sjöndi og Mercedes Benz sá áttundi. Því hefur vöxtur Audi á þessu tímabili verið sá mesti meðal þeirra þriggja en minnstur hjá Mercedes Benz. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent
Það eru mun meiri líkur að bílkaupendur í Evrópu í dag velji sér Audi, BMW eða Benz bíl en Citroën, Fiat eða Toyota. Árið 1995 seldust samtals 1.175.000 Audi, BMW og Benz bílar í Evrópu, en þeir voru 1.999.000 í fyrra. Þessi aukning hefur fært þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum 17% markaðshlutdeild í álfunni, en hún nam aðeins 10% árið 1995. Það sem mest hefur breyst á þessum 20 árum er að lúxusbílaframleiðendurnir hafa boðið aukið úrval smærri bíla, jepplinga og jeppa sem ekki voru í boði hjá þeim fyrir 20 árum. Bættur efnahagur í álfunni hefur einnig gefið fleiri íbúum álfunnar kost á því að kaupa sér lúxusbíla. Árið 1995 var Mercedes Benz áttundi stærsti bílasali í Evrópu, BMW níundi stærsti og Audi tíundi stærsti. Í fyrra var Audi orðið sjötti stærsti bílasali í Evrópu, BMW sjöndi og Mercedes Benz sá áttundi. Því hefur vöxtur Audi á þessu tímabili verið sá mesti meðal þeirra þriggja en minnstur hjá Mercedes Benz.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent