Flýgur til Lesbos að hjálpa flóttafólki Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. september 2015 07:00 Ásta segir engan ræða um það hvort taka eigi á móti flóttamönnum í Noregi. Umræðan snúist um það hvernig það verði gert. Mynd/AFP „Hver einasti dagur skiptir máli, ég hreinlega gat ekki setið hér lengur og ákvað því að freista þess að komast til Lesbos um miðjan október til að aðstoða flóttamenn á eyjunni,“ segir Ásta Hafþórsdóttir, kvikmyndagerðarkona í Ósló. Á Lesbos eru um sautján þúsund flóttamenn frá Sýrlandi sem vilja komast til meginlandsins með fjölskyldur sínar. Fréttastofa AFP greindi frá því í gærkvöldi að á eyjunni ríkti upplausnarástand. Flóttamenn sofi undir berum himni, hafi enga salernisaðstöðu, fæði eða klæði. „Það er mikill kraftur í Norðmönnum og meira en hundrað þúsund hafa boðið sig fram til hjálparstarfa. Hér verður maður alls ekki var við umræðu á meðal almennings um það hvort það eigi að taka á móti flóttamönnum eins og heima á Íslandi. Þeir sem hafa þá skoðun halda sig ef til vill til hlés, hér er bara rætt um hvernig skuli aðstoða flóttamenn sem hingað koma,“ segir Ásta en stjórnvöld í Noregi áætla að hennar sögn að taka á móti átta þúsund flóttamönnum. Eins og hér á landi þrýstir almenningur á um að enn fleiri flóttamönnum verði hleypt til landsins. „Það hefur orðið einhver sprenging og það er erfitt að útskýra af hverju. Fólk hugsar öðruvísi, segir Ásta og gefur dæmi um hlýhug Norðmanna síðustu daga. „Einn stærsti hóteleigandi í Noregi opnaði eitt af hótelum sínum fyrir fimmtíu flóttamönnum. Þau hefðu annars sofið á gólfi á móttökustöð fyrir flóttamenn en hóteleigandinn bauð þeim í staðinn að sofa í uppbúnum rúmum. Þetta er það sem ég verð vitni að núna og þykir fallegt.“Ásta lýsir því hvaða mögulegu verkefni bíði hennar komist hún til Lesbos. „Það þarf að gefa þeim mat, skó, vatn og burðarbelti því þau þurfa mörg að ganga afar langa leið. Fleiri þúsund manns reyna að komast þarna yfir í gegnum Lesbos. Það eru margir sjálfboðaliðar á leiðinni til eyjunnar núna. Það verður erfiðara þegar það fer að kólna, það þarf að halda hjálparstarfinu uppi í vetur, því flóttamannastrauminum linnir ekki.“ Hún er einstæð móðir tvíbura, fjögurra ára gamalla. Móðir hennar mun gæta þeirra á meðan hún leggur í langferðina og hún greiðir ferðina úr eigin vasa. „Ég fer á eigin vegum, flýg til eyjunnar og leigi mér hótelherbergi, ferðaáætlunin er ekki orðin ljós,“ segir hún en þegar nær dregur mun hún stofna síðu á Facebook í kringum ferðalag sitt. Flóttamenn Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Hver einasti dagur skiptir máli, ég hreinlega gat ekki setið hér lengur og ákvað því að freista þess að komast til Lesbos um miðjan október til að aðstoða flóttamenn á eyjunni,“ segir Ásta Hafþórsdóttir, kvikmyndagerðarkona í Ósló. Á Lesbos eru um sautján þúsund flóttamenn frá Sýrlandi sem vilja komast til meginlandsins með fjölskyldur sínar. Fréttastofa AFP greindi frá því í gærkvöldi að á eyjunni ríkti upplausnarástand. Flóttamenn sofi undir berum himni, hafi enga salernisaðstöðu, fæði eða klæði. „Það er mikill kraftur í Norðmönnum og meira en hundrað þúsund hafa boðið sig fram til hjálparstarfa. Hér verður maður alls ekki var við umræðu á meðal almennings um það hvort það eigi að taka á móti flóttamönnum eins og heima á Íslandi. Þeir sem hafa þá skoðun halda sig ef til vill til hlés, hér er bara rætt um hvernig skuli aðstoða flóttamenn sem hingað koma,“ segir Ásta en stjórnvöld í Noregi áætla að hennar sögn að taka á móti átta þúsund flóttamönnum. Eins og hér á landi þrýstir almenningur á um að enn fleiri flóttamönnum verði hleypt til landsins. „Það hefur orðið einhver sprenging og það er erfitt að útskýra af hverju. Fólk hugsar öðruvísi, segir Ásta og gefur dæmi um hlýhug Norðmanna síðustu daga. „Einn stærsti hóteleigandi í Noregi opnaði eitt af hótelum sínum fyrir fimmtíu flóttamönnum. Þau hefðu annars sofið á gólfi á móttökustöð fyrir flóttamenn en hóteleigandinn bauð þeim í staðinn að sofa í uppbúnum rúmum. Þetta er það sem ég verð vitni að núna og þykir fallegt.“Ásta lýsir því hvaða mögulegu verkefni bíði hennar komist hún til Lesbos. „Það þarf að gefa þeim mat, skó, vatn og burðarbelti því þau þurfa mörg að ganga afar langa leið. Fleiri þúsund manns reyna að komast þarna yfir í gegnum Lesbos. Það eru margir sjálfboðaliðar á leiðinni til eyjunnar núna. Það verður erfiðara þegar það fer að kólna, það þarf að halda hjálparstarfinu uppi í vetur, því flóttamannastrauminum linnir ekki.“ Hún er einstæð móðir tvíbura, fjögurra ára gamalla. Móðir hennar mun gæta þeirra á meðan hún leggur í langferðina og hún greiðir ferðina úr eigin vasa. „Ég fer á eigin vegum, flýg til eyjunnar og leigi mér hótelherbergi, ferðaáætlunin er ekki orðin ljós,“ segir hún en þegar nær dregur mun hún stofna síðu á Facebook í kringum ferðalag sitt.
Flóttamenn Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent