Flýgur til Lesbos að hjálpa flóttafólki Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. september 2015 07:00 Ásta segir engan ræða um það hvort taka eigi á móti flóttamönnum í Noregi. Umræðan snúist um það hvernig það verði gert. Mynd/AFP „Hver einasti dagur skiptir máli, ég hreinlega gat ekki setið hér lengur og ákvað því að freista þess að komast til Lesbos um miðjan október til að aðstoða flóttamenn á eyjunni,“ segir Ásta Hafþórsdóttir, kvikmyndagerðarkona í Ósló. Á Lesbos eru um sautján þúsund flóttamenn frá Sýrlandi sem vilja komast til meginlandsins með fjölskyldur sínar. Fréttastofa AFP greindi frá því í gærkvöldi að á eyjunni ríkti upplausnarástand. Flóttamenn sofi undir berum himni, hafi enga salernisaðstöðu, fæði eða klæði. „Það er mikill kraftur í Norðmönnum og meira en hundrað þúsund hafa boðið sig fram til hjálparstarfa. Hér verður maður alls ekki var við umræðu á meðal almennings um það hvort það eigi að taka á móti flóttamönnum eins og heima á Íslandi. Þeir sem hafa þá skoðun halda sig ef til vill til hlés, hér er bara rætt um hvernig skuli aðstoða flóttamenn sem hingað koma,“ segir Ásta en stjórnvöld í Noregi áætla að hennar sögn að taka á móti átta þúsund flóttamönnum. Eins og hér á landi þrýstir almenningur á um að enn fleiri flóttamönnum verði hleypt til landsins. „Það hefur orðið einhver sprenging og það er erfitt að útskýra af hverju. Fólk hugsar öðruvísi, segir Ásta og gefur dæmi um hlýhug Norðmanna síðustu daga. „Einn stærsti hóteleigandi í Noregi opnaði eitt af hótelum sínum fyrir fimmtíu flóttamönnum. Þau hefðu annars sofið á gólfi á móttökustöð fyrir flóttamenn en hóteleigandinn bauð þeim í staðinn að sofa í uppbúnum rúmum. Þetta er það sem ég verð vitni að núna og þykir fallegt.“Ásta lýsir því hvaða mögulegu verkefni bíði hennar komist hún til Lesbos. „Það þarf að gefa þeim mat, skó, vatn og burðarbelti því þau þurfa mörg að ganga afar langa leið. Fleiri þúsund manns reyna að komast þarna yfir í gegnum Lesbos. Það eru margir sjálfboðaliðar á leiðinni til eyjunnar núna. Það verður erfiðara þegar það fer að kólna, það þarf að halda hjálparstarfinu uppi í vetur, því flóttamannastrauminum linnir ekki.“ Hún er einstæð móðir tvíbura, fjögurra ára gamalla. Móðir hennar mun gæta þeirra á meðan hún leggur í langferðina og hún greiðir ferðina úr eigin vasa. „Ég fer á eigin vegum, flýg til eyjunnar og leigi mér hótelherbergi, ferðaáætlunin er ekki orðin ljós,“ segir hún en þegar nær dregur mun hún stofna síðu á Facebook í kringum ferðalag sitt. Flóttamenn Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Hver einasti dagur skiptir máli, ég hreinlega gat ekki setið hér lengur og ákvað því að freista þess að komast til Lesbos um miðjan október til að aðstoða flóttamenn á eyjunni,“ segir Ásta Hafþórsdóttir, kvikmyndagerðarkona í Ósló. Á Lesbos eru um sautján þúsund flóttamenn frá Sýrlandi sem vilja komast til meginlandsins með fjölskyldur sínar. Fréttastofa AFP greindi frá því í gærkvöldi að á eyjunni ríkti upplausnarástand. Flóttamenn sofi undir berum himni, hafi enga salernisaðstöðu, fæði eða klæði. „Það er mikill kraftur í Norðmönnum og meira en hundrað þúsund hafa boðið sig fram til hjálparstarfa. Hér verður maður alls ekki var við umræðu á meðal almennings um það hvort það eigi að taka á móti flóttamönnum eins og heima á Íslandi. Þeir sem hafa þá skoðun halda sig ef til vill til hlés, hér er bara rætt um hvernig skuli aðstoða flóttamenn sem hingað koma,“ segir Ásta en stjórnvöld í Noregi áætla að hennar sögn að taka á móti átta þúsund flóttamönnum. Eins og hér á landi þrýstir almenningur á um að enn fleiri flóttamönnum verði hleypt til landsins. „Það hefur orðið einhver sprenging og það er erfitt að útskýra af hverju. Fólk hugsar öðruvísi, segir Ásta og gefur dæmi um hlýhug Norðmanna síðustu daga. „Einn stærsti hóteleigandi í Noregi opnaði eitt af hótelum sínum fyrir fimmtíu flóttamönnum. Þau hefðu annars sofið á gólfi á móttökustöð fyrir flóttamenn en hóteleigandinn bauð þeim í staðinn að sofa í uppbúnum rúmum. Þetta er það sem ég verð vitni að núna og þykir fallegt.“Ásta lýsir því hvaða mögulegu verkefni bíði hennar komist hún til Lesbos. „Það þarf að gefa þeim mat, skó, vatn og burðarbelti því þau þurfa mörg að ganga afar langa leið. Fleiri þúsund manns reyna að komast þarna yfir í gegnum Lesbos. Það eru margir sjálfboðaliðar á leiðinni til eyjunnar núna. Það verður erfiðara þegar það fer að kólna, það þarf að halda hjálparstarfinu uppi í vetur, því flóttamannastrauminum linnir ekki.“ Hún er einstæð móðir tvíbura, fjögurra ára gamalla. Móðir hennar mun gæta þeirra á meðan hún leggur í langferðina og hún greiðir ferðina úr eigin vasa. „Ég fer á eigin vegum, flýg til eyjunnar og leigi mér hótelherbergi, ferðaáætlunin er ekki orðin ljós,“ segir hún en þegar nær dregur mun hún stofna síðu á Facebook í kringum ferðalag sitt.
Flóttamenn Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira