Hallbera: Það er partí í rútunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2015 22:34 Hallbera hefur leikið alla leiki Breiðabliks í sumar. vísir/auðunn níelsson Breiðablik tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta í 10 ár þegar liðið vann 1-2 sigur á Þór/KA á Þórsvelli í dag. Blikar eru nú með 47 stig þegar aðeins einni umferð er ólokið en liðið í 2. sæti, Stjarnan, er með 42 stig og getur því ekki náð Kópavogsliðinu. Blikakonur eru núna á leiðinni í bæinn en þrátt fyrir mikinn fögnuð í rútunni gaf Hallbera Guðný Gísladóttir, einn reyndasti leikmaður liðsins, sér tíma til að ræða við blaðamann Vísis.Erfið en rétt ákvörðun að fara í Breiðablik „Ég er bara rosalega kát. Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessum,“ sagði Hallbera sem varð síðast Íslandsmeistari með Val árið 2010. Hún varð alls fimm sinnum Íslandsmeistari með Hlíðarendaliðinu og bætti þeim sjötta í safnið í dag. En er þessi titill á einhvern hátt frábrugðinn hinum sem Hallbera hefur unnið? „Þetta er svolítið öðruvísi. Þegar ég var hjá Val kom ég inn í upphafi gullaldarskeiðs félagsins sem var ótrúleg upplifun og eitthvað sem maður upplifir ekki oft á ferlinum,“ sagði Hallbera. „En núna er ég búin að fara út og er komin aftur heim. Markmiðið þegar ég kom aftur heim var að berjast um titla og ég ákvað að skipta um lið sem er ekkert auðvelt á Íslandi. „Það eru vinir sem verða súrir og þetta er oft svolítið persónulegt í kvennaboltanum. En ég sé það núna að þetta var hárrétt ákvörðun og það er ótrúlegt sætt að vinna þennan titil,“ bætti Hallbera við en hún kom til Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið ásamt Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur.Var ekki sama í hálfleik Blikar voru ekki sjálfum sér líkir í fyrri hálfleik í dag og voru 1-0 undir að honum loknum. Hallbera viðurkennir að henni hafi orðið órótt. „Ég viðurkenni að mér var ekki alveg sama. Við spiluðum ekki vel en við vorum reyndar að spila á móti sterkum vindi. Þær skoruðu og þá kom smá „panikk“ hjá okkur. „Við áttum að klára þetta í síðasta leik (gegn Selfossi) en gerðum það ekki og það fór smá um mann. En svo komum við út í seinni hálfleikinn og það var bara eitt lið á vellinum,“ sagði Hallbera sem segir að Blikakonur hafi ekki viljað senda sínu dyggu stuðningsmenn aftur í bæinn án þess að hafa unnið titilinn. „Við vissum að við þyrftum að klára þetta. Við gátum ekki farið heim með jafntefli eða tap á bakinu. Það voru fullt af strákum komnir með rútu til að hvetja okkur og við gátum ekki sent þá í fýluferð.“Fanndís er kirsuberið á kökunni Telma Hjaltalín Þrastardóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik á 47. mínútu og 15 mínútum síðar skoraði Fanndís Friðriksdóttir sigurmarkið. Þetta var 19. mark hennar í sumar en Fanndís er langmarkahæst í Pepsi-deildinni. „Þegar Fanndís er í stuði getur enginn stoppað hana og hún er búin að vera frábær í sumar. Svo er allt liðið búið að vera gott og rosalega þétt. En Fanndís er klárlega kirsuberið á kökunni,“ sagði Hallbera. Skagakonan segir mikið stuð í rútunni enda langri bið Blika eftir Íslandsmeistaratitlinum lokið. „Þetta er bara partí í rútunni. Það er ekkert verra en annað partí“ sagði Hallbera að endingu, glöð í bragði. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fanndís: Vantaði bara bikarinn Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag. 7. september 2015 22:01 Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. 7. september 2015 19:15 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Breiðablik tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta í 10 ár þegar liðið vann 1-2 sigur á Þór/KA á Þórsvelli í dag. Blikar eru nú með 47 stig þegar aðeins einni umferð er ólokið en liðið í 2. sæti, Stjarnan, er með 42 stig og getur því ekki náð Kópavogsliðinu. Blikakonur eru núna á leiðinni í bæinn en þrátt fyrir mikinn fögnuð í rútunni gaf Hallbera Guðný Gísladóttir, einn reyndasti leikmaður liðsins, sér tíma til að ræða við blaðamann Vísis.Erfið en rétt ákvörðun að fara í Breiðablik „Ég er bara rosalega kát. Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessum,“ sagði Hallbera sem varð síðast Íslandsmeistari með Val árið 2010. Hún varð alls fimm sinnum Íslandsmeistari með Hlíðarendaliðinu og bætti þeim sjötta í safnið í dag. En er þessi titill á einhvern hátt frábrugðinn hinum sem Hallbera hefur unnið? „Þetta er svolítið öðruvísi. Þegar ég var hjá Val kom ég inn í upphafi gullaldarskeiðs félagsins sem var ótrúleg upplifun og eitthvað sem maður upplifir ekki oft á ferlinum,“ sagði Hallbera. „En núna er ég búin að fara út og er komin aftur heim. Markmiðið þegar ég kom aftur heim var að berjast um titla og ég ákvað að skipta um lið sem er ekkert auðvelt á Íslandi. „Það eru vinir sem verða súrir og þetta er oft svolítið persónulegt í kvennaboltanum. En ég sé það núna að þetta var hárrétt ákvörðun og það er ótrúlegt sætt að vinna þennan titil,“ bætti Hallbera við en hún kom til Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið ásamt Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur.Var ekki sama í hálfleik Blikar voru ekki sjálfum sér líkir í fyrri hálfleik í dag og voru 1-0 undir að honum loknum. Hallbera viðurkennir að henni hafi orðið órótt. „Ég viðurkenni að mér var ekki alveg sama. Við spiluðum ekki vel en við vorum reyndar að spila á móti sterkum vindi. Þær skoruðu og þá kom smá „panikk“ hjá okkur. „Við áttum að klára þetta í síðasta leik (gegn Selfossi) en gerðum það ekki og það fór smá um mann. En svo komum við út í seinni hálfleikinn og það var bara eitt lið á vellinum,“ sagði Hallbera sem segir að Blikakonur hafi ekki viljað senda sínu dyggu stuðningsmenn aftur í bæinn án þess að hafa unnið titilinn. „Við vissum að við þyrftum að klára þetta. Við gátum ekki farið heim með jafntefli eða tap á bakinu. Það voru fullt af strákum komnir með rútu til að hvetja okkur og við gátum ekki sent þá í fýluferð.“Fanndís er kirsuberið á kökunni Telma Hjaltalín Þrastardóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik á 47. mínútu og 15 mínútum síðar skoraði Fanndís Friðriksdóttir sigurmarkið. Þetta var 19. mark hennar í sumar en Fanndís er langmarkahæst í Pepsi-deildinni. „Þegar Fanndís er í stuði getur enginn stoppað hana og hún er búin að vera frábær í sumar. Svo er allt liðið búið að vera gott og rosalega þétt. En Fanndís er klárlega kirsuberið á kökunni,“ sagði Hallbera. Skagakonan segir mikið stuð í rútunni enda langri bið Blika eftir Íslandsmeistaratitlinum lokið. „Þetta er bara partí í rútunni. Það er ekkert verra en annað partí“ sagði Hallbera að endingu, glöð í bragði.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fanndís: Vantaði bara bikarinn Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag. 7. september 2015 22:01 Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. 7. september 2015 19:15 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Fanndís: Vantaði bara bikarinn Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag. 7. september 2015 22:01
Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. 7. september 2015 19:15