Dönsk yfirvöld milli steins og sleggju í flóttamannamálinu þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar 8. september 2015 13:27 Angela Merkel og Lars Lökke Rasmussen. vísir/afp Um tófhundruð flóttamenn frá Sýrlandi eru komnir til Danmerkur eftir að Þjóðverjar opnuðu landamæri sín og fjöldinn vex dag frá degi. Forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt að hælisleitendakerfi Evrópu sé hrunið vegna ákvörðunar Þjóðverja um að virða ekki Dyflingarsamkomulagið. Hann er milli steins og sleggju en hluti ríkistjórnarinnar vill loka landamærunum. Þórdís Bachman sem er búsett í Danmörku segir að vatnaskil hafi orðið í málinu eftir að forsætisráðherrann samþykkti að taka við eitthundrað kvótaflóttamönnum eftir viðræður við Angelu Merkel kanslara Þýskalands. En Danska ríkisstjórnin er milli steins og sleggju í málinu, annars vegar á hún harðvítuga stuðningsmenn, til að mynda í Danska Þjóðarflokknum og hinsvegar vill hún ekki vera í ónáð í ESB.Vilja ekki vera í Danmörku Mikil óánægja greip um sig þegar flóttamennirnir í Rödby voru kyrrssettir og lögreglan vildi skrá þá inn í landið. Mörg hundruð flóttamanna frá Sýrlandi sem voru kyrrsettir í Rödby eru horfnir þaðan, hluti þeirra lagði af stað fótgangandi í gær meðfram hraðbrautinni áleiðis til Kaupmannahafnar. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra segir að fæstir þeirra sem rætt hefur verið við óski eftir hæli í Danmörku. Flestir vilji áfram til Svíþjóðar þar sem þeir eigi ættingja. „Danmörk vill ekki flóttafólk og það vill ekki Danmörku og undir eðlilegum kringumstæðum ætti reikningsdæmið að ganga upp,“ segir Þórdís en það er þó ekki öll sagan, Fólkið óttaðist að lenda í flóttamannabúðum í Danmörku eða að vera snúið aftur til Þýskalands. Sá ótti er ekki ástæðulaus en fyrstu flóttamennirnir voru sendir til baka í dag. Talið er að almennir borgarar hafi sótt flóttamennina sem hurfu í Danmörku og flutt yfir landamærin til Svíþjóðar. Á vef danska útvarpsins er rætt við fólk sem sigldi með flóttamann á seglbát til Svíþjóðar em fleiri Danir hafi lýst sig reiðubúna til að brjóta login og hjálpa flóttamönnum. Þórdís segir að þeir geti þó átt yfir höfði sér að vera kærðir fyrir mansal sem varði tveggja ára fangelsi. Það er heitt í kolunum vegna málefna flóttamanna og almenningur skiptist í tvö horn í málinu. Það sé fólk sem vilji hjálpa og keyri niður til Rödby, með vatn, teppi og leikföng og hinsvegar margir efnameiri Danir sem líti á þetta sem velferðartúrisma og viðurkenni ekki að flóttamennirnir séu tilneyddir. Dæmi um það sé Susanne Bjerregaard álitsgjafi, lögfræðingur að mennt, fyrrverandi ungfrú Danmörk og eiginkona vellauðugs innflytjanda. Hún hvatti til þess nýlega að allir flóttamennirnir yrðu sendir til Svíþjóðar enda væri landið hvort eð er farið í hundana. Flóttamenn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Um tófhundruð flóttamenn frá Sýrlandi eru komnir til Danmerkur eftir að Þjóðverjar opnuðu landamæri sín og fjöldinn vex dag frá degi. Forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt að hælisleitendakerfi Evrópu sé hrunið vegna ákvörðunar Þjóðverja um að virða ekki Dyflingarsamkomulagið. Hann er milli steins og sleggju en hluti ríkistjórnarinnar vill loka landamærunum. Þórdís Bachman sem er búsett í Danmörku segir að vatnaskil hafi orðið í málinu eftir að forsætisráðherrann samþykkti að taka við eitthundrað kvótaflóttamönnum eftir viðræður við Angelu Merkel kanslara Þýskalands. En Danska ríkisstjórnin er milli steins og sleggju í málinu, annars vegar á hún harðvítuga stuðningsmenn, til að mynda í Danska Þjóðarflokknum og hinsvegar vill hún ekki vera í ónáð í ESB.Vilja ekki vera í Danmörku Mikil óánægja greip um sig þegar flóttamennirnir í Rödby voru kyrrssettir og lögreglan vildi skrá þá inn í landið. Mörg hundruð flóttamanna frá Sýrlandi sem voru kyrrsettir í Rödby eru horfnir þaðan, hluti þeirra lagði af stað fótgangandi í gær meðfram hraðbrautinni áleiðis til Kaupmannahafnar. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra segir að fæstir þeirra sem rætt hefur verið við óski eftir hæli í Danmörku. Flestir vilji áfram til Svíþjóðar þar sem þeir eigi ættingja. „Danmörk vill ekki flóttafólk og það vill ekki Danmörku og undir eðlilegum kringumstæðum ætti reikningsdæmið að ganga upp,“ segir Þórdís en það er þó ekki öll sagan, Fólkið óttaðist að lenda í flóttamannabúðum í Danmörku eða að vera snúið aftur til Þýskalands. Sá ótti er ekki ástæðulaus en fyrstu flóttamennirnir voru sendir til baka í dag. Talið er að almennir borgarar hafi sótt flóttamennina sem hurfu í Danmörku og flutt yfir landamærin til Svíþjóðar. Á vef danska útvarpsins er rætt við fólk sem sigldi með flóttamann á seglbát til Svíþjóðar em fleiri Danir hafi lýst sig reiðubúna til að brjóta login og hjálpa flóttamönnum. Þórdís segir að þeir geti þó átt yfir höfði sér að vera kærðir fyrir mansal sem varði tveggja ára fangelsi. Það er heitt í kolunum vegna málefna flóttamanna og almenningur skiptist í tvö horn í málinu. Það sé fólk sem vilji hjálpa og keyri niður til Rödby, með vatn, teppi og leikföng og hinsvegar margir efnameiri Danir sem líti á þetta sem velferðartúrisma og viðurkenni ekki að flóttamennirnir séu tilneyddir. Dæmi um það sé Susanne Bjerregaard álitsgjafi, lögfræðingur að mennt, fyrrverandi ungfrú Danmörk og eiginkona vellauðugs innflytjanda. Hún hvatti til þess nýlega að allir flóttamennirnir yrðu sendir til Svíþjóðar enda væri landið hvort eð er farið í hundana.
Flóttamenn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira