Árni Páll Árnason Samfylkingu: Fjárlagafrumvarp þeirra betur settu Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2015 15:06 Árni Páll: Mikilvægast nú er að leysa úr húsnæðismálunum. Ríkisstjórnin er þar enn sem fyrr á hraða snigilsins. „Fjárlögin eru athyglisverð,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar um ný fjárlög: „Gríðarlegt svigrúm til að bæta úr eftir aðhald undanfarinna ára er ekki nýtt til uppbyggingar. Áberandi er að barnafjölskyldur, meðaltekjufólk, lífeyrisþegar og lágtekjufólk eru skilin eftir. Hækkuð laun valda því að meðaltekjufólk hrynur út úr öllum stuðningskerfum, barnabótum, vaxtabótum og fæðingarorlofi. Engin viðmiðunarmörk eru hækkuð svo nokkru nemi. Skattbreytingar nýtast bara þeim betur settu og lífeyrisþegar fá ekki að njóta þeirra lágmarkslauna sem almennt var samið um í vor. Ekkert nýtt í vegi eða aðra inniviði og ekki fjárfest í heilbrigði eða húsnæðismálum. Landspítalinn fær ekki fullnægjandi úrlausn. Margauglýst framlög til húsnæðismála eru svo lítil að þau munu hvergi duga fyrir 2.300 íbúðum. 1.600 milljónir í nýjar íbúðir er nær því að duga fyrir einum stigagangi. En það er gott að sjá að viðsnúningur er að eiga sér stað. Forgangsröðunin er bara skökk,“ segir Árni Páll. Og hann bætir við: „Mikilvægast nú er að leysa úr húsnæðismálunum. Ríkisstjórnin er þar enn sem fyrr á hraða snigilsins. Lífskjör barnafjölskyldna á lágum og meðaltekjum halda áfram að dragast aftur úr nágrannalöndunum. Barna- og vaxtabætur eru orðnar láglaunabætur og vaxtabætur stefna nú í að verða fjórðungur, segi og skrifa fjórðungur, af því sem þær voru 2011. Lítil hreyfing á uppbyggingu hjúkrunarrýma og aldraðir og öryrkjar munu sitja eftir þegar lágmarkslaun fara upp í 300.000. Svigrúmið hefur allt verið nýtt með millifærslum til þeirra sem meira hafa.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Sjá meira
„Fjárlögin eru athyglisverð,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar um ný fjárlög: „Gríðarlegt svigrúm til að bæta úr eftir aðhald undanfarinna ára er ekki nýtt til uppbyggingar. Áberandi er að barnafjölskyldur, meðaltekjufólk, lífeyrisþegar og lágtekjufólk eru skilin eftir. Hækkuð laun valda því að meðaltekjufólk hrynur út úr öllum stuðningskerfum, barnabótum, vaxtabótum og fæðingarorlofi. Engin viðmiðunarmörk eru hækkuð svo nokkru nemi. Skattbreytingar nýtast bara þeim betur settu og lífeyrisþegar fá ekki að njóta þeirra lágmarkslauna sem almennt var samið um í vor. Ekkert nýtt í vegi eða aðra inniviði og ekki fjárfest í heilbrigði eða húsnæðismálum. Landspítalinn fær ekki fullnægjandi úrlausn. Margauglýst framlög til húsnæðismála eru svo lítil að þau munu hvergi duga fyrir 2.300 íbúðum. 1.600 milljónir í nýjar íbúðir er nær því að duga fyrir einum stigagangi. En það er gott að sjá að viðsnúningur er að eiga sér stað. Forgangsröðunin er bara skökk,“ segir Árni Páll. Og hann bætir við: „Mikilvægast nú er að leysa úr húsnæðismálunum. Ríkisstjórnin er þar enn sem fyrr á hraða snigilsins. Lífskjör barnafjölskyldna á lágum og meðaltekjum halda áfram að dragast aftur úr nágrannalöndunum. Barna- og vaxtabætur eru orðnar láglaunabætur og vaxtabætur stefna nú í að verða fjórðungur, segi og skrifa fjórðungur, af því sem þær voru 2011. Lítil hreyfing á uppbyggingu hjúkrunarrýma og aldraðir og öryrkjar munu sitja eftir þegar lágmarkslaun fara upp í 300.000. Svigrúmið hefur allt verið nýtt með millifærslum til þeirra sem meira hafa.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Sjá meira
Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01