Sjö áhorfendur dóu í spænskri rallkeppni Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 16:45 Sá hörmulegi atburður varð í spænskri rallkeppni um helgina að 7 áhorfendur dóu þegar ökumaður eins keppnisbílsins missti stjórn á bíl sínum og lenti á hópi áhorfenda. Þessi keppni ber nafnið A Coruna og er haldin í Galisíu í norðvesturhluta Spánar. Keppninni var hætt í kjölfar slyssins. Fimmtán aðrir áhorfendur slösuðust í óhappinu og voru fluttir á spítala. Bæði ökumaðurinn og aðstoðarökumaður hans sluppu ómeiddir. Þeir óku bíl sínum á mun meiri hraða en aðstæður buðu uppá og því misstu þeir stjórnina á bíl sínum með þessum hörmulegu afleiðingum. Sjá má myndskeið af óhappinu hér að ofan. Björgunarfólk á slysstað. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent
Sá hörmulegi atburður varð í spænskri rallkeppni um helgina að 7 áhorfendur dóu þegar ökumaður eins keppnisbílsins missti stjórn á bíl sínum og lenti á hópi áhorfenda. Þessi keppni ber nafnið A Coruna og er haldin í Galisíu í norðvesturhluta Spánar. Keppninni var hætt í kjölfar slyssins. Fimmtán aðrir áhorfendur slösuðust í óhappinu og voru fluttir á spítala. Bæði ökumaðurinn og aðstoðarökumaður hans sluppu ómeiddir. Þeir óku bíl sínum á mun meiri hraða en aðstæður buðu uppá og því misstu þeir stjórnina á bíl sínum með þessum hörmulegu afleiðingum. Sjá má myndskeið af óhappinu hér að ofan. Björgunarfólk á slysstað.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent