Árni Páll kallaði eftir byltingum með lokuð augun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2015 20:39 Árni Páll Árnason Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað Alþingismenn og aðra áhorfendur um að loka augunum og koma með sér í ferðalag í upphafi ræðu sinnar í umræðum um stefnuræðu forsetisráðherra í kvöld. Áfangastaðurinn var Vatnajökull – „í sól og blíðu og víðernin blasa við,” sagði Árni „Ímyndum okkur nú að það sé fullt af fólki á Vatnajökli. Þó ekki svo troðið að við getum rétt út hendurnar og við sjáum mannmergðina,” sagði Árni. Því næst bað hann fólk um að ímynda sér tóma Lundúnaborg, „ekki hræða á götunum, ekki hræða í neðanjarðarlestunum,” því allir væru uppi á Vatnajökli. Hið sama var að segja um íbúa Sýrlands, Kína og Indlands – allir voru þeir uppi á Vatnajökli í dæmisögu formanns Samfylkingarinnar sem vildi þannig sýna fram á að heimurinn væri ekki of stór til þess að lítil þjóð gæti látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Allur þessi mannfjöldi kæmist fyrir á einum jökli á Íslandi.Það má opna augun núna #vatnajokull #breytumheiminum #stefnuræða— Árni Páll Árnason (@ArniPallArnason) September 8, 2015 Árni Páll sagði að Íslendingar hefðu ekki látið smæð landsins aftra sér í umræðunni um móttöku flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þúsundir Íslendinga hafi boðið flóttamenn velkomna til landsins – sem honum þótti viðeigandi enda hafi íslendingar sjálfir verið flóttamenn í upphafi. „Draumurinn um að geta búið börnum okkar betri aðstæður en við sjálf nutum er sammannlegur og eilífur,“ sagði Árni Páll sem horfði mikið út fyrir landsteinanna í ræðu sinni. Þannig sagði hann íslensk stjórnmál þyrftu að miða að því að laða aftur að það fólk sem hafi flutt til nágrannalanda okkar eftir efnhagshrun. Það yrði gert með því að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði hér á landi og þekkjast ytra. „Þegar fólk er að lýsa þessum stöðum er eins og það sé að lýsa fjarlægu draumalandi. Hvar hefur okkur fatast flugið? Við getum ekki lifað við óbreytt ástand,” sagði Árni Páll og kallaði eftir því að þetta ástand yrði flutt inn, fremur en að fólk flytti út. Forsendur þess að mati formannsins væru byltingar. „Við þurfum byltingu. Byltingu í atvinnuþróun, velferð og stjórnarháttum. Forsenda viðsnúnings er að hér verði betur launuð störf og til þess þurfum við að reiða okkur á þekkinguna. Fjölga þekkingarstörfum og gera Ísland að besta landi í heimi til að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Þekkingarstörf geta vaxið endalaust – taka ekkert pláss og ganga ekki á sameiginlegar auðlindir okkar," sagði Árni. Því næst hnýtti hann í ríkisstjórnina fyrir að breyta menntakerfinu í það sem hann kallaði „hraðbraut” fyrir þá sem komast hratt yfir. „Það hefur hins vegar aldrei verið vandamál að komast hratt yfir í menntakerfinu,“ sagði Árni Páll og sakaði stjórnarflokkana um að loka leiðinni fyrir það fólk sem þyrfti á aðstoð að halda í gegnum kerfið. Þá sagði hann að af lestri fjárlagafrumvarpsins að dæma væri ríkisstjórnin að skila auðu í hinum fjölmörgu öngum bótakerfsins og að henni hafi misstekist að færa hana nær því kerfi sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað Alþingismenn og aðra áhorfendur um að loka augunum og koma með sér í ferðalag í upphafi ræðu sinnar í umræðum um stefnuræðu forsetisráðherra í kvöld. Áfangastaðurinn var Vatnajökull – „í sól og blíðu og víðernin blasa við,” sagði Árni „Ímyndum okkur nú að það sé fullt af fólki á Vatnajökli. Þó ekki svo troðið að við getum rétt út hendurnar og við sjáum mannmergðina,” sagði Árni. Því næst bað hann fólk um að ímynda sér tóma Lundúnaborg, „ekki hræða á götunum, ekki hræða í neðanjarðarlestunum,” því allir væru uppi á Vatnajökli. Hið sama var að segja um íbúa Sýrlands, Kína og Indlands – allir voru þeir uppi á Vatnajökli í dæmisögu formanns Samfylkingarinnar sem vildi þannig sýna fram á að heimurinn væri ekki of stór til þess að lítil þjóð gæti látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Allur þessi mannfjöldi kæmist fyrir á einum jökli á Íslandi.Það má opna augun núna #vatnajokull #breytumheiminum #stefnuræða— Árni Páll Árnason (@ArniPallArnason) September 8, 2015 Árni Páll sagði að Íslendingar hefðu ekki látið smæð landsins aftra sér í umræðunni um móttöku flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þúsundir Íslendinga hafi boðið flóttamenn velkomna til landsins – sem honum þótti viðeigandi enda hafi íslendingar sjálfir verið flóttamenn í upphafi. „Draumurinn um að geta búið börnum okkar betri aðstæður en við sjálf nutum er sammannlegur og eilífur,“ sagði Árni Páll sem horfði mikið út fyrir landsteinanna í ræðu sinni. Þannig sagði hann íslensk stjórnmál þyrftu að miða að því að laða aftur að það fólk sem hafi flutt til nágrannalanda okkar eftir efnhagshrun. Það yrði gert með því að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði hér á landi og þekkjast ytra. „Þegar fólk er að lýsa þessum stöðum er eins og það sé að lýsa fjarlægu draumalandi. Hvar hefur okkur fatast flugið? Við getum ekki lifað við óbreytt ástand,” sagði Árni Páll og kallaði eftir því að þetta ástand yrði flutt inn, fremur en að fólk flytti út. Forsendur þess að mati formannsins væru byltingar. „Við þurfum byltingu. Byltingu í atvinnuþróun, velferð og stjórnarháttum. Forsenda viðsnúnings er að hér verði betur launuð störf og til þess þurfum við að reiða okkur á þekkinguna. Fjölga þekkingarstörfum og gera Ísland að besta landi í heimi til að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Þekkingarstörf geta vaxið endalaust – taka ekkert pláss og ganga ekki á sameiginlegar auðlindir okkar," sagði Árni. Því næst hnýtti hann í ríkisstjórnina fyrir að breyta menntakerfinu í það sem hann kallaði „hraðbraut” fyrir þá sem komast hratt yfir. „Það hefur hins vegar aldrei verið vandamál að komast hratt yfir í menntakerfinu,“ sagði Árni Páll og sakaði stjórnarflokkana um að loka leiðinni fyrir það fólk sem þyrfti á aðstoð að halda í gegnum kerfið. Þá sagði hann að af lestri fjárlagafrumvarpsins að dæma væri ríkisstjórnin að skila auðu í hinum fjölmörgu öngum bótakerfsins og að henni hafi misstekist að færa hana nær því kerfi sem þekkist í nágrannalöndum okkar.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira